Auglýsingablaðið

865. TBL 15. desember 2016 kl. 09:14 - 09:14 Eldri-fundur

Fundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar heldur fund á Kaffi Kú 19. desember kl. 11:00. Rætt verður um tækjakaup, auk þess kemur Elín Stefánsdóttir á fundinn og ræðir um mjólkurframleiðslu. Veitingar í boði félagsins.
Stjórnin
 

Skötuhlaðborð á Þorláksmessu
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi býður til skötuveislu í mötuneyti Hrafnagilsskóla á Þorláksmessudag frá kl. 11:00 – 14:00. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Góð stemming.
Verð á mann er kr. 3.000.- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið hraunlis@simnet.is eða hjorthar@mi.is.
Komið, gleðjist og styrkið gott málefni.
 

Nú tökum við á móti pöntunum í hnetutsteikina góðu
HNETUSTEIK
700 gr 2000 krónur
1400 gr 3900 krónur
Afhendingartími mánudaginn 19. des. frá kl. 16:00 – 22:00 á Silvu.
Einnig verða til sölu ýmsar vörur sem ekki þarf að panta fyrirfram, s.s. brauð,salöt, sósa, grænmetisbuff og konfekt.
Pantanir og nánari upplýsingar í síma 851-1360 eða á netfangið silva@silva.is
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum skemmtilegar samverustundir og viðskipti á árinu sem er að líða.
Kristín og starfsfólk Silvu, Syðra-Laugalandi efra
 

Jóla-jóla-jóla... kartöflur???
Vantar þig kartöflur? Litlar eða stórar, í pott eða ofn, gular eða rauðar? Þú velur það sem hentar þér og þínum best!
150 kr/kg, heimkeyrt eftir samkomulagi ef keypt er meira en 10 kg.
Upplýsingar í síma 861-8800, Pálmi Reyr í Gröf 2.
Es. Í sérstökum aðstæðum er hægt að semja um flottustu salatkartöflur landsins dökkfjólubláar að innan en þær eru töluvert dýrari! :-)
 

Frá Freyvangsleikhúsinu
Er ekki tilvalið að gefa leikhúsupplifun í jólagjöf?
Eftir áramót verður sett upp sýningin Land míns föður.
Gjafabréf í Freyvangsleikhúsið frá 3.500 kr.
Hafið samband á freyvangur@gmail.com – eða í síma 847-4235
 

Félagar í Framsóknarfélagi Eyjafjarðarsveitar
Þann 16. desember er okkur boðið að koma í afmælishóf vegna 100 ára afmælis flokksins okkar.
Hófið verður að Skipagötu 14, 4. hæð í húsnæði Lionsklúbbsins Hængs.
Léttar veitingar og skemmtilegheit. Sigmundur Davíð mætir.
Til hamingju með afmælið félagar góðir.
 

Jólatrésskemmtun
Í ár verður jólatrésskemmtun Hjálparinnar haldin föstudaginn 30. desember kl. 13:30 í Funaborg á Melgerðismelum.
Dansað verður í kringum jólatré, hressir gestir koma í heimsókn með góðgæti í poka og á eftir eru veitingar, kaffi og kökuhlaðborð.
Allir hjartanlega velkomnir.
Jólakveðjur,
Kvenfélagið Hjálpin
 

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Fimmtudaginn 29. desember er opið frá kl. 16:00 – 19:00.
Við opnum aftur á nýju ári þriðjudaginn 3. janúar og þá er opið eins og venjulega.
Venjulegir opnunartímar bókasafnsins:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um anddyri sundlaugar og niður á neðri hæð.

Getum við bætt efni síðunnar?