Söngkeppni Hrafnagilsskóla
Föstudaginn 30. nóvember verður haldin söngkeppni Hrafnagilsskóla. þessi viðburður var haldinn í fyrsta skipti í skólanum í fyrra og voru undirtektir það góðar að við höfum ákveðið að halda keppnina í Laugarborg að þessu sinni. Keppnin hefst kl. 20:00 og verða um 7 eða 8 söngatriði sem taka þátt auk skemmtiatriða. Sigurvegarar taka þátt í undankeppni Samfés (samtökum félagsmiðstöðva á íslandi) sem haldin verður á Húsavík í janúar.
Aðgangseyrir er 500 kr. og eru allir velkomnir.
Að lokinni söngkeppni verður ball fyrir nemendur í 8 til 10 bekk skólans.
Hans Rúnar Snorrason
Forstöðumaður Hyldýpis, félagmiðstöðvar Hrafnagilsskóla
Kæru sveitungar
ég mun halda upp á sjötugsafmæli mitt í tónlistarhúsinu Laugarborg þann 1. des. næstkomandi frá kl. 15:00 til 17:00. Samkoman hefst kl. 15:00 með því að Flókabandið leikur nokkur lög á harmóníkur, en síðan verða kaffiveitingar. Framhaldið verður síðan leikið eða dansað af fingrum fram eftir aðstæðum.
Húsið verður opnað kl. 14:30 og það væri mér sérstök ánægja að sjá einhver af gömlum skólasystkinum sem eftir kunna að vera í sveitinni, harmóníkuunnendur, dansfélaga og annað samstarfsfólk við þetta tækifæri.
Afþakka vinsamlegast blóm og gjafir.
Hörður Kristinsson, Arnarhóli
Jólakortakvöld á miðstigi
Fimmtudagskvöldið 29. nóvember kl. 20:00 – 22:00
verður jólakortakvöld á miðstigi í stofum 6 og 7.
Komið með lím, skæri og skraut, pappír verður seldur á staðnum á vægu verði.
Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum sínum.
Kveðja
Bekkjarfulltrúar miðstigs og foreldrafélagið
ágætu sveitungar
á sunnudaginn kemur 25. nóv. þarf undirritaður að bregða sér til Svíþjóðar vegna jarðarfarar og kemur aftur 1. des.
Af þeim orsökum fellur helgistundin í Möðruvallakirkju niður n. k. sunnudag.
í annan stað er senn von á því að Eyvindur komi út en þar hafa birst nöfn þeirra sveitunga sem látist hafa á árinu svo og þeirra getið sem fermst hafa. þá hafa einnig birst nöfn skírðra barna og þeirra sem gengu í hjónaband. Nú er það svo að sóknarprestur kemur stundum hvergi nærri og hefur því ekki upplýsingar um þá sem þegið hafa prestsþjónustu annars staðar. þeir sem vilja geta sent mér tölvupóst á hannes.blandon@kirkjan.is um nöfn þeirra er óska nafnbirtingar í Eyvindi.
Með frómum aðventuóskum.
Hannes
ágætu HJáLParkonur !
Nú er komið að því að hittast eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeina ferðina enn !
Fallið hefur verið frá jólahlaðborðs- eða matarkvöldshugmynd í desember en hins vegar höldum við BAUKAkvöld laugardaginn 1. desember n.k. í Sólgarði kl. 20:20.
Við þurfum að mæta með kökur í baukana og hafa með okkur bauka fyrir okkur sjálfar. Kaffi, konfekt og notalegheit á staðnum.
Takið kvöldstund til góðra verka og látið nú sjá ykkur !!! áhugasamir um starfsemi félagsins, endilega kíkið á okkur.
Stjórnin
Frá Tónlistarhúsinu Laugarborg
VALGERðUR ANDRéSDóTTIR LEIKUR á PíANó
Tónleikar 25. nóvember 2007 kl. 15.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjandi: Valgerður Andrésdóttir
Efnisskrá: Franz Mixa - Sónata, Toru Takemutsu - Litany,
Sodia Gubaidulina - Chaconne,
W. A. Mozart - Sónata KV 576, Franz Liszt - Dante Sónata
Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugarborgar