Eyjafjarðarsveit
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 24. júlí til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615.
Næsta auglýsingablað eftir sumarlokun kemur út miðvikudaginn 9. ágúst. Skilafrestur auglýsinga er á þriðjudögum fyrir kl. 10:00.
Ertu orðinn leiður á að slá? Ég er með lausnina á því. Til sölu Husqvarna slátturróbot. Upplýsingar í síma 898-8347.
Ferðaþjónusta á Leifsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. júní 2023 að vísa deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 í auglýsingu skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja íbúðarhúsa, 1500 fm viðbyggingar við hótel, þriggja frístundahúsa, tíu gistihýsa, starfsmannahúss og aðstöðuhúss. Auk þess er gert ráð fyrir götum milli húsa og landmótun á svæðinu.
Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á gera athugsemdir við skipulagstillöguna til miðvikudagsins 16. ágúst 2023. Allar innsendar umsagnir og athugasemdir halda áfram gildi sínu. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulagsfulltrúi
Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna 24.-28. Júlí
Boðið verður upp á skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna í sundlauginni okkar á Hrafnagili vikuna 24.-28. júlí. Um er að ræða 5 daga námskeið mánudag-föstudags kl. 20-21. Skráning og greiðsla er á Sportabler. Verð fyrir námskeiðið er 10.000 kr. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 5, ef lágmarksfjöldi næst ekki fellur námskeiðið niður og allir sem hafa skráð sig fá endurgreitt. Kennari er Ólöf Kristín Isaksen. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband í tölvupósti á netfangið samherjar@samherjar.is.
Komdu í fótbolta með Mola
Knattspyrnugoðsögnin Moli kemur í heimsókn þann 27. júlí kl. 11 !
Öll börn í árgöngum 2013 - 2017 velkomin – gjaldfrjálst !
Ekki er nauðsynlegt að vera skráður iðkandi hjá Samherjum – bara mæta á fótboltavöllinn við Hrafnagilsskóla.
Fótbolti og fjör með Mola, KSÍ og Landsbankanum