Auglýsingablaðið

1202. TBL 19. júlí 2023

Eyjafjarðarsveit

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 24. júlí til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615.

Næsta auglýsingablað eftir sumarlokun kemur út miðvikudaginn 9. ágúst. Skilafrestur auglýsinga er á þriðjudögum fyrir kl. 10:00.

 

Ertu orðinn leiður á að slá? Ég er með lausnina á því. Til sölu Husqvarna slátturróbot. Upplýsingar í síma 898-8347.

 

Ferðaþjónusta á Leifsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. júní 2023 að vísa deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 í auglýsingu skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja íbúðarhúsa, 1500 fm viðbyggingar við hótel, þriggja frístundahúsa, tíu gistihýsa, starfsmannahúss og aðstöðuhúss. Auk þess er gert ráð fyrir götum milli húsa og landmótun á svæðinu.
Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á gera athugsemdir við skipulagstillöguna til miðvikudagsins 16. ágúst 2023. Allar innsendar umsagnir og athugasemdir halda áfram gildi sínu. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulagsfulltrúi

 

Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna 24.-28. Júlí

Boðið verður upp á skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna í sundlauginni okkar á Hrafnagili vikuna 24.-28. júlí. Um er að ræða 5 daga námskeið mánudag-föstudags kl. 20-21. Skráning og greiðsla er á Sportabler. Verð fyrir námskeiðið er 10.000 kr. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 5, ef lágmarksfjöldi næst ekki fellur námskeiðið niður og allir sem hafa skráð sig fá endurgreitt. Kennari er Ólöf Kristín Isaksen. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband í tölvupósti á netfangið samherjar@samherjar.is.

 

Komdu í fótbolta með Mola

Knattspyrnugoðsögnin Moli kemur í heimsókn þann 27. júlí kl. 11 !
Öll börn í árgöngum 2013 - 2017 velkomin – gjaldfrjálst !
Ekki er nauðsynlegt að vera skráður iðkandi hjá Samherjum – bara mæta á fótboltavöllinn við Hrafnagilsskóla.

Fótbolti og fjör með Mola, KSÍ og Landsbankanum

 

Getum við bætt efni síðunnar?