Auglýsingablað 1259. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 17. september 2024.
Sveitarstjórnarfundur
fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 19. september og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Íþróttavika Evrópu 23. – 30. september 2024 í Eyjafjarðarsveit
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.
Hér í Eyjafjarðarsveit verður boðið upp á góða dagskrá sem öll er án endurgjalds fyrir þátttakendur. Leitað var til einstaklinga og félagasamtaka um aðkomu að dagskránni og hafa undirtektir verið frábærar. M.a. verða Samherjar með opna tíma í ýmsum greinum, eldri borgarar kynna Ringo, Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á göngu með leiðsögn, Þóra Hjörleifsdóttir og Vökuland Wellness bjóða upp á Jógatengda viðburði og Erwin van der Werve verður með spennandi almenningsíþróttaviðburði. Þá mun Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur verða með fyrirlestra fyrir unglinga, eldri borgara og almenning. Frítt er í sund alla þessa daga.
Haustopnun Hælisins
Alla laugardaga í september frá kl. 14:00 til 17:00.
Velkomin!
Helgihald í kirkjum Eyjafjarðarsveitar veturinn ´24 - ´25
Í Eyjafjarðarsveit eru sex kirkjur og helgihald til skiptis í þeim yfir árið. Hefur þú komið inn í allar kirkjurnar? Ef ekki, þá er tilvalið tækifæri til að bæta úr því í vetur. Nú liggur fyrir dagskrá vetrarins og söngfólk, organistar, meðhjálparar og prestar hlakka öll til að taka á móti þér og þínum í kirkjunni þinni.
Allar auglýsingar um helgihald birtast svo inn á heimasíðu sveitafélagsins www.esveit.is og auk þess er helgihald á hátíðum og sérstakir viðburðir auglýstir í Dagskránni. Sömuleiðis auglýsum við alla viðburði og annað safnaðarstarf á facebook-síðunum ,,Kirkjan í Eyjafjarðarsveit” og ,,íbúar Eyjafjarðarsveitar”.
Hittumst heil í vetur!
Jóhanna Gísladóttir prestur, S: 696-1112, johanna.gi@kirkjan.is
Iðunnarkvöld 19. september kl. 20:00
Kvenfélagið Iðunn verður með fyrsta hitting haustsins í fundarherbergi Laugarborgar fimmtudaginn 19. sept. kl. 20:00.
Þá mun 2. flokkur fræða okkur um allskonar haustuppskeru og koma með ýmislegt góðgæti til að smakka.
Nýjar konur velkomnar.
Langar þig að taka þátt í uppsetningu á leikverki með Freyvangsleikhúsinu?
Hvenær: föstudagskvöldið 20.september kl.20
Hvar: Í Freyvangi
Hvað: annar samlestur á nýju jólaverki, Fjórtándi jólasveinninn eftir Ásgeir Ólafsson Lie í leikstjórn Jóhönnu S. Ingólfsdóttur.
Fyrir hverja: Hlutverk á sviði eru fyrir 12 ára og eldri, en það eru líka allskonar önnur verk utan sviðs, til þess að vera með.
Allir velkomnir og hlökkum til að sjá ykkur.