Auglýsingablaðið

1178. TBL 01. febrúar 2023

Auglýsingablað 1178. tbl. 15. árg. 1. febrúar 2023.


Ytri- og Syðri-Varðgjá - Hótel, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 20. október sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugaða hótelbyggingu á landareignunum Ytri- og Syðri-Varðgjá í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að verslunar- og þjónustusvæði (VÞ22) stækkar úr 1,8 ha í 3,0 ha á svæði sem auðkennt er að hluta til sem íbúðarsvæði (ÍB22) og að hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.

Skipulagsverkefnið snýr að skipulagi lóðar fyrir hótel.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 27. janúar og 10. febrúar 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til föstudagsins 10. febrúar 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulagsfulltrúi.



Menningararfurinn í Eyjafjarðarsveit

Áfram verður haldið að rifja upp fyrirkomulag og atvik tengd göngum og réttum í sveitinni á laugardaginn 4. febrúar.
Hittumst í Félagsborg kl. 10:00 - 12:00 - heitt á könnunni og kannski eitthvað meððí - (eða gangnanesti?).



Kvenfélagið Iðunn – Aðalfundur 4. febrúar kl. 11:00

Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 4. febrúar kl. 11:00 í Laugarborg.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýjar konur velkomnar.
Kvenfélagið Iðunn.



Kvenfélagið Hjálpin - Aðalfundur

Aðalfundur verður haldinn mánudagskvöldið 13. febrúar kl. 20:00 á Smámunasafninu í Sólgarði. Venjuleg aðalfundarstörf og veitingar að
hætti kvenfélagskvenna. Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin.



Kæru Funafélagar

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Funaborg 16. febrúar kl. 20:00.
Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf.
Ef einhverjir eru áhugasamir að starfa í nefndum félagsins endilega hafið samband í þetta netfang hafdisds@simnet.is.
Veitingar í boði.
Stjórn Funa.

 


Kæru Funamenn, sveitungar og velunnarar

Nú ætlum við að stokka spilin og spila félagsvist í Funarborg og byrjum kl. 20:00 öll kvöld. Vinsamlegast takið þessi kvöld frá 23. feb., 9. mars og 24. mars.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin, setuverðlaun og síðasta kvöldið verður líka heildarstigafjöldi.
Glæsilegir vinningar í boði.
Sjoppan verður opin gos, nammi og pylsur.
Húsnefnd Funa.



Ísbúðin Holtseli leitar eftir starfskrafti í sumar

Um er að ræða aðra hverja helgi og tilfallandi daga eftir samkomulagi.
Ferilskrá og frekari upplýsingar má senda á fjola@holtsel.is.



Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Við minnum á tímana okkar í Íþróttahúsinu en þeir eru á miðvikudögum kl. 10:45-12:00 og á föstudögum kl. 11:15-12:15. Og mæta svo !
Stjórnin.

Getum við bætt efni síðunnar?