Auglýsingablaðið

1094. TBL 27. maí 2021

Auglýsingablað 1094. tbl. 13. árg. 27. maí 2021.



Sveitarstjórnarfundur

567. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 3. júní og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Leikskólinn Krummakot vill ráða starfsmann í hlutastarf

Um er að ræða 60% stöðu í þrifum, öðrum tilfallandi verkefnum og afleysingu á deildum frá og með 10. ágúst.
Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
• Lipurðar í samskiptum
• Íslenskukunnáttu
• Reynslu og/eða menntun sem nýtist í starfi

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2020. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.



Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 30. maí kl. 13:30

Söngfélagar við Kaupangskirkju, undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista, syngja vor- og sumarsálma.
Meðhjálpari er Hansína María Haraldsdóttir og prestur Jóhanna Gísladóttir.
Öll hjartanlega velkomin.



Fundarboð

Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2021 verður haldinn miðvikudagskvöldið 9. júní kl. 19:30. Hann verður að þessu sinni haldinn í Dalborg. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta. Nýir félagar eru boðnir velkomnir.


Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Innritun fyrir næsta skólaár stendur nú yfir í TE (Tónlistarskóla Eyjafjarðar) og fer hún fram rafrænt. Umsóknarfrestur er til 1. júní en gott að skrá nemendur sem allra, allra fyrst. Tengill á síðuna er: http://tonlist.krummi.is/?page_id=835

Í Tónlistarskóla Eyjafjarðar er hægt að læra á næstum öll hljóðfæri; píanó, orgel, harmoniku, gítar og ukulele, bassa, selló, kontrabassa, fiðlu og lágfiðlu, þverflautu og blokkflautu, saxafón, klarinett, trompet, og básúnu, slagverk/trommur og söng. Kennt er bæði eftir klassískum og rythmískum námskrám og áhugasviði nemenda. Einnig er boðið upp á kennslu eftir Suzuki aðferð á fiðlu og selló.
Þriðjudaginn 18. maí, fóru kennarar úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar í alla samstarfsgrunnskólana með hljóðfærakynningar; Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla, Valsárskóla og Grenivíkurskóla. Kynnt voru hin ýmsu hljóðfæri sem vonandi kveikti forvitni nemenda.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?