Auglýsingablaðið

1255. TBL 20. ágúst 2024

Auglýsingablað 1255. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 20. ágúst 2024.

 


Vetraropnunartími íþróttamiðstöðvarinnar

Laugardaginn 24. ágúst tekur við vetraropnunartími íþróttamiðstöðvarinnar:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 06:30 – 08:00 og 14:00 – 22:00.
Föstudaga kl. 06:30 – 8:00 og 14:00 – 19:00.
Helgar kl. 10:00 – 19:00.



Kaffihlaðborð Hjálparinnar 1. september kl. 13:30-17:00 Funaborg

Hið margrómaða kaffihlaðborð kvenfélagsins verður haldið í Funaborg, sunnudaginn 1. september kl. 13:30, borðin svigna undan kræsingum.
Verð fyrir fullorðna 3.000 kr., grunnskólabörn 1.500 kr. og yngri börn borða frítt.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin.



Takk fyrir komuna í sumar kæru sveitungar!

Mikið var gaman að sjá kunnugleg andlit á tónleikaröð Hælisins! Nú skiptum við um gír og lokum nema með nokkrum undantekningum: Opið helgina 24.-25. ágúst kl. 13:00-17:00 og laugardagana 7., 14. og 21. sept. frá kl. 14:00-17:00.
Kær kveðja HælisMæja.

Getum við bætt efni síðunnar?