Auglýsingablaðið

748. TBL 11. september 2014 kl. 16:57 - 16:57 Eldri-fundur

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum. 

Bókasafnið er opið :
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

 

Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Nú fer senn að líða að vetrarlokun Smámunasafnsins. Lokadagur sumaropnunar verður sunnudagurinn 14. september. Verið hjartanlega velkomin!
Ljúfar síðsumarkveðjur,
Starfsfólk Smámunasafnsins

 

Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 14. september er messa í Grundarkirkju kl.11:00.
ég bið væntanleg fermingarbörn að koma til athafnar ásamt foreldrum og auðvitað eru allir velkomnir.
í Guðs friði.
Hannes

 

Breytingar á stundaskrá Samherja
Af óviðráðanlegum orsökum þarf stjórn Samherja að gera smávægilegar breytingar á stundaskrá vetrarins. Breytingarnar lúta að boltatímum og við biðjum alla um að skoða nýja stundaskrá inn á www.samherjar.is.<http://www.samherjar.is.> Nýja taflan tekur gildi föstudaginn 12. sept. æfingar eru hafnar í öllum greinum utan við frjálsar íþróttir, en æfingar þar hefjast í næstu viku (frá og með 16. sept). Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
Stjórn Samherja

 

Félagar í Kirkjukór Laugalandsprestakalls - söngáhugafólk í Eyjafjarðarsveit
Nýtt starfsár Kórs Laugalandsprestakalls hefst með fyrstu æfingu haustsins í Laugarborg mánudaginn 15. september kl. 20:30. öllum nýjum röddum er tekið fagnandi og er söngáhugafólk hvatt til að að slást í hópinn því framundan eru skemmtileg verkefni í vetur. æfingar eru í Laugarborg á mánudagskvöldum á áðurnefndum tíma.
Stjórnin

 

Bakland O-lista auglýsir
Fundur O-listans og baklands verður fimmtudagskvöldið 11. sept. kl. 20.00 í Félagsborg.
Kaffi og með því. Dagskrá: Helstu áherslur í stefnumálum.
Allir velkomnir

 

Dansnámskeið
þá er að styttast í að dansnámskeið hefjist fyrir byrjendur. Kennt verður á fimmtudagskvöldum kl. 19.30 í Laugaborg. þetta verða 8 skipti og við byrjum 2. október og við klárum áður en aðventan byrjar. Kenndir eru hinir ýmsu dansar sem allir þurfa að kunna til að verða ballfærir. Dansar eins og Cha cha, Jive, Tjútt, Samba, Vals o.fl. já og ekki má gleyma gömlu dönsunum Skottís, Ræl og Polka. það er skylda að kunna þá á þorrablótinu :) Fyrir utan hvað það er hollt að dansa þá er þetta hin mesta skemmtun, og munið að dansinn lengir lífið 
Nánari upplýsingar og innritun er í síma 891-6276 (á kvöldin).
Danskveðjur, Elín Halldórsdóttir

 

Iðunnarkvöld
Minnum á Iðunnarkvöld miðvikudagskvöldið 17. september. kl. 20:00.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Stjórnin

 

Polaris Sportsman 800 Touring
Hef til sölu glæsilegt eintak af 2008 módelinu af Polaris Sportsman 800 Touring, ekið rúmlega 3.700 km. Hjólið er á splunku nýjum dekkjum og felgum. það er með breikkunarsetti, nýjum brettaköntum og farangursrekkum að framan og aftan. Hiti í handföngum og bensíngjöf, lækkuð rúða. Hjólið er með nýrri reim og stýrisendum ásamt því að vera nýsmurt og skoðað ´15 (það er götuskráð). ásett verð er 1.890 þúsund.
Hjólið er í Reykjavík en getur fengist afhent í Eyjafirðinum fagra.
Sjá má mynd af hjólinu á: http://stormur.is/notad/fjorhjol
Nánari upplýsingar fást í síma 777-5020 (Jón Gunnar).

 

Aðalfundur Freyvangsleikhússins
-verður haldinn í Freyvangi fimmtudaginn 18. september kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Vetrarstarfið.
Nýir félagsmenn hjartanlega velkomnir.
Stjórnin

Getum við bætt efni síðunnar?