Auglýsingablaðið

530. TBL 02. júlí 2010 kl. 11:38 - 11:38 Eldri-fundur


átak við eyðingu kerfils
Nú erum við á þriðja ári átaksverkefnis við eyðingu skógarkerfils hér í sveit. Reynslan hefur sýnt að til að vinna bug á kerflinum þurfi að aleitra þannig að annar gróður drepst á því svæði sem eitrað er. Með þeim hætti deyr kerfillinn, en fræin lifa í jörðinni og því þarf að fylgja eftir með eitrun þar til seinasta plantan fellur.
Búið er að gera verulegt átak með vegum og á ýmsum jörðum, en aðrar jarðir eru eftir. Kerfillinn er illgresi sem engu eirir og því þarf að reyna að hefta útbreiðslu hans og skilja ekki eftir uppeldisstöðvar óáreittar.
það hefur því orðið að ráði að eitra fyrir kerfli alls staðar í sveitarfélaginu nú í ár. Verktaki við verkið er Grettir Hjörleifsson í Vökulandi og mun hann hafa samband við landeigendur. Landeigendur eru hvattir til að taka þátt í átakinu með því að leggja til vinnuafl eða fjármuni og leyfa eitrunina í sínu landi. Vinsamlegast komið ábendingum á framfæri og ræðið nánari útfærslu við Gretti í síma 861 1361.
Umhverfisnefnd.

Gámar
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við þverá frá þriðjudeginum 6. júlí n.k. til mánudagsins 20. júlí.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.

Sumardagur á sveitamarkaði
alla sunnudaga í sumar frá 11. júlí til 15. ágúst
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu. Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar  og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
FIMMGANGUR

Sjúkranudd
þjáist þú af verkjum í höfði, herðum eða baki?
Lærður sjúkranuddari með 15 ára starfsreynslu getur tekið fólk í nudd.  Er staðsett í Hrafnagilshverfi. Vinsamlegast hringið í 773 7443 til að panta tíma.
Nína Björk Stefánsdóttir

Kaupangskirkja
Barokkbíllinn heldur tónleika í Kaupangskirkju sunnudaginn 4. júlí kl. 17:00.
á efnisskránni verða barokktónverk sem allir þekkja í bland við önnur aðgengileg verk. ásdís Arnardóttir leikur á selló, Eyþór Ingi Jónsson á orgel og Lára Sóley Halldórsdóttir á fiðlu en kynnir verður Pétur Halldórsson. - Komið og kynnist dásemdum barokksins.
Barkoksmiðja Hólastiftis.


Funafélagar athugið - félagsferð
Til stendur að fara í Sörlastaði dagana 9. til 11. júlí n.k. ef næg þátttaka fæst. Lagt verður af stað kl. 14 frá Kaupangsbökkum föstudaginn 9. og komið aftur sunnudaginn 11. þeir sem hafa hug á að fara vinsamlegast láti vita í síma 897 6163 (Sigurður), 8941273 (Rósa).  Ferðanefnd Funa.


Gasellur...
Ef þú nú kona góð vilt fara með
í Sörlastaði að bæta þitt geð,
Skaltu nú snarlega í almanak ná
og taka nítjánda júlí frá.

þá skal nú haldið í heilmikla ferð
hvernig sem allt saman snýst.
Hvort sem á klárinn nú fara ég verð
eða á eigin afli nú brýst.

Gasellur láta ekki hósta eða kvef
koma í veg fyrir sukk.
Að fara í ferðina ég ákveðið hef
þó við verðum að fara með trukk.

Getum við bætt efni síðunnar?