Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði !
Kvöldgöngur félagsins í sumar
verða sem hér segir á þriðjudagskvöldum;
29. maí kl. 20.00 Eyjafjarðarárbakkar, suður 3. júlí kl. 20.00 Naustaborgir
5. júní kl. 20.00 Flugvallarleið (gömlu brýrnar) 10. júlí kl. 20.00 Lystigarðurinn
12. júní kl. 20.00 Grundarskógur
17. júlí kl. 20.00 Espihóll
19. júní kl. 20.00
Kjarnaskógur 24. júlí
kl. 20.00 Naustaborgir
26. júní kl. 20.00 Eyjafjarðarárbakkar suður 31. júlí kl. 15.00
Laufás
Göngunefndin
Grundarkirkja
Breytingar hafa orðið á eignarhaldi Grundarkirkju. Fyrri eigendur Aðalsteina Magnúsdóttir og Gísli Björnsson, hafa
gefið sókninni kirkjuna og allt sem henni fylgir. Sóknin þakkar fyrir höfðinglega gjöf og gott samstarf á liðnum árum.
Fyrir hönd sóknar, sóknarnefnd Grundarkirkju
Kvenfélagið Hjálpin
-heldur vorfund í kvöld 7. júní kl. 20 í Funaborg. Boðið verður uppá veitingar og
fyrirlestur. Nýjar konur velkomnar. Sjáumst hressar.
Stjórnin
Vorfundur Samherja
Kæru sveitungar, í kvöld fimmtudaginn 7 júní verður Vorfundur Samherja. Fundurinn er í Félagsborg og hefst kl 21:00, strax á eftir
„Fjölskyldan í frjálsar“. á fundinum verður dagskrá sumarsins kynnt, mótaskrá og viðburðir rædd. Flott
tækifæri til að hitta stjórnarmenn og ræða ykkar hugmyndir. Fundurinn verður stuttur og frjálslegur og eitthvað verður til að narta
í.
Sjáumst hress og kát – Stjórn Samherja
Krakkar / unglingar í FUNA !
úrtaka fyrir Landsmót 2012 verður á Hlíðarholtsvelli, Akureyri 9.-10. júní n.k. Barna- og unglingaráð Funa býður upp
á æfingu fyrir tvo aldurshópa vegna úrtökunnar þar sem farið verður yfir prógrammið og gefin leiðsögn. Anna Sonja
ágústsdóttir sér um yngri hópinn og ásdís Helga Sigursteinsdóttir um þann eldri.
Tímasetning fyrir yngri hópinn (13 ára og yngri) er kl. 13:00 föstudaginn 8. júní á Melgerðismelum, mæting við
gæðingavöllinn.
Tímasetning fyrir eldri hópinn (14-17 ára) er kl. 20:00 föstudaginn 8. júní á Melgerðismelum, mæting við
gæðingavöllinn.
áhugasamir skrái sig í síðasta lagi á fimmtudagskvöldinu – yngri hópur hjá önnu Sonju í síma 846-1087, eldri
hópur hjá Siggu í Hólsgerði í síma 463-1551 / 857-5457 eða á netfangið holsgerdi@simnet.is. ATH! Mikilvægt er að skrá sig :o)
Ungfolahólf Náttfara 2012
Eins og undanfarin ár býður Hrossaræktarfélagið Náttfari upp á hagabeit fyrir ungfola. Um
er að ræða eitt hólf fyrir vetrunga í Samkomugerði og annað hólf fyrir eldri fola í Melgerði. Fyrirhugað er að sleppa folunum 21.
júní (fimmtudagur). Við afhendingu folanna skrifa menn undir skjal þess efnis að vera fola í hólfum sé á ábyrgð
eigenda/umráðamanna. áhugasamir sendi umsóknir um tiltekna folavist fyrir 15. júní n.k. á netfangið theg@isor.is með upplýsingum um fnr., nafn, uppruna, lit og örmerki.
Ungfolanefnd Náttfara
Kynning hjá Motul á íslandi
Kynning á olíuvörum verður haldin í vélaskemmunni á Hríshóli fimmtudaginn 14. júní kl. 20.30. Góð tilboð og
léttar veitingar í boði.
Kv. Birkir sími 893-7917
Skemmdarverk við Sumarbúðirnar Hólavatni
á síðastliðnum vikum hefur það ítrekað gerst að einhverjir
einstaklingar hafa lagt leið sína heim að sumarbúðunum að Hólavatni í leyfisleysi og valdið þar skemmdum. Brotin útiljós, skemmdir
bátar og leiktæki svo eitthvað sé nefnt. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við nýbygginguna og því höfum við verið
þarna hverja helgi en það hefur ekki komið í veg fyrir þessar heimsóknir. Fyrr í vetur var öllum spjöldunum sparkað úr hliðinu
og um Hvítasunnuhelgina voru sett ný og sterkari spjöld og á þriðjudagsmorgninum var búið að sparka í nýju spjöldin og beygla
þau og skemma. þetta er ótrúlega sorgleg framkoma á stað þar sem allt er gert í sjálfboðavinnu og aðstaðan byggð upp svo
börn geti notið þar sumardvalar. þá er það jafnframt leiðinlegt fyrir alla sveitunga okkar að þessar tíðu heimsóknir benda til
þess að þeir sem hlut eiga að máli búi frekar nálægt staðnum, þó svo að ekki sé hægt að fullyrða neitt
í þeim efnum. Nú heitum við á alla Eyfirðinga að standa vörð um að þessu linni og að staðurinn fái að vera í
friði fyrir skemmdaverkum og almennum leiðindum. Ef einhverjir hafa vitneskju um hverjir hafa verið þarna að verki eða geta veitt upplýsingar sem mættu
verða til þess að hægt verði að sækja bætur vegna skemmda má hafa samband við Jóhann þorsteinsson, sviðsstjóra
æskulýðssviðs KFUM og KFUK á íslandi í síma 699-4115.
Barnapía óskast
Vantar barngóða stelpu til þess að passa fyrir mig eina eins árs stelpu (stundum gæti 4 ára
bróðir fylgt með). þarf pössun svona annað slagið í 2-4 tíma í sumar. þyrfti helst að búa í Hrafnagilshverfi. 13
ára eða eldri koma til greina. Endilega heyrið í mér í síma 847-4253. Kær kv. Harpa Sunnutröð 9
Atvinna
óska eftir unglingi til að slá lóð. Upplýsingar gefur Eiríkur á Rein, sími 860-5619
Spariklæddir póstkassar
Aðstandendur Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar 2012 hafa hvatt íbúa Eyjafjarðarsveitar til að klæða póstkassa
sína einhverskonar handverki til að gera þátttöku samfélagsins í sýningunum enn sýnilegri. Nú þegar hafa nokkrir
íbúar brugðist við og eru póstkassar því byrjaðir að „blómstra“ hér í sveitinni. Stjórn sýninganna
þakkar jákvæð viðbrögð og vonar að fleiri taki þátt því þetta setur líflegan og skemmtilegan svip á sveitina
okkar í sumar. Miðað er við að laugardaginn 7. júlí verði póstkassar sveitarinnar komnir í sparibúning sem þeir klæðist
fram til 14. ágúst.
Atkvæðaseðlum og -kössum verður dreift til ferðaþjónustuaðila á svæðinu og þar geta gestir og gangandi valið fallegasta
póstkassa sveitarinnar. Eigendur þess póstkassa verða svo verðlaunaðir á kvöldvöku hátíðanna laugardaginn 11.
ágúst.
Kvennahlaup – Fjölskyldudagur
Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 16. júní. Hlaupið verður eins og venjulega frá
Hrafnagilsskóla kl. 11:00, upphitun hefst kl. 10:45. Vegalengdir verða 2,5 og 5 km. þátttökugjald er 1.250 kr. Bolurinn í ár er rauður úr
„dry-fit“ efni. Eftir kvennahlaupið er áætlað að grilla og kemur hver með sitt á grillið.
þennan dag ætlum við einnig að hafa fjölskyldudag, þar sem fjölskyldur og/eða vinir keppa saman sem lið í hinum ýmsu óhefðbundnu
greinum s.s. hjólbörukapphlaupi, skeifukasti, stígvélakasti, eggjakasti ofl. Gaman væri ef liðin hefðu sinn ,,einkennisbúning”.
Keppnin hefst eftir grill eða um kl. 13:00. Skráning fer fram meðan á grillinu stendur. Eins og venjulega verða hestar og kassaklifur. Frítt í sund fyrir alla
milli kl. 11 og 16.
Takið daginn frá, vonumst til að sjá sem flesta.
íþrótta- og tómstundanefnd
Fjárhundanámskeið
Til stendur að halda fjárhundanámskeið hér í sveitinni fyrir haustið ef næg
þátttaka fæst. Leiðbeinandi verður þorvarður Ingimarsson frá Eyrarlandi í Fljótsdal. Dagsetning er ekki ákveðin en verður
sennilega í ágúst. Til að af námskeiðinu verði þarf lámark 8 manns og ekki fleiri en 11. því er um að gera að láta
vita af sér tímanlega ef menn vilja ekki missa af þessu hjá Hákoni í síma 896-9466