Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 2. september kl.15.00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
Ljósleiðari í Eyjafjarðarsveit
Starfsmenn á vegum Tengis munu á næstu dögum koma við á þeim bæjum sem eru á svæðinu frá Sólgarði að Hólsgerði, bæði austan og vestan ár. Starfsmennirnir vilja kanna áhuga íbúa á ljósleiðaratengingu og skoða aðstæður með húseigendum ásamt því að svara spurningum ef einhverjar eru.
Rétt er að benda á að eigendur sumar- og frístundahúsa þurfa sjálfir að hafa samband við Tengi í s: 460 0460 hafi þeir áhuga á að tengjast ljósleiðara. Það er mun ódýrara að fá tenginguna meðan á framkvæmdunum stendur heldur en fá hana síðar.
Tengir ehf.
Félag aldraðra í Eyjafirði
Haustferðin er ákveðin miðvikudaginn 2. september. Farið verður frá Félagsborg
kl. 9.00. Ekið verður um Skagafjörð og að lokum snæddur kvöldverður á nýja Hótel Sigló. Leiðsögumaður um innsveitir Skagafjarðar verður Bjarni Maronsson. Súpa í hádeginu í Áskaffi við Glaumbæ. Samgönguminjasafnið í Stóragerði og Vesturfarasafnið skoðað. Kaffi í Sólvík. Komið við hjá Björk og Gylfa á Hraunum, skoðað það sem Björk er að framleiða úr æðadúninum o.fl. áhugavert. Kostnaður ferðar á mann er 12.000 kr. (allt innifalið). Greiðist í rútunni (ekki posi).
Þátttaka tilkynnist til einhvers undirritaðs í síðasta lagi fimmutdaginn 27. ágúst.
Reynir Schiöth s. 862-2164, Ólafur s. 894-3230 og/eða Jófríður s. 846-5128
Frá Laugalandsprestakalli
Þann 30. ágúst verður hátíð í Saurbæjarkirkju þegar haldið verður upp á að lokið er viðhaldi og viðgjörð við umgjörð Saurbæjarkirkjugarðs. Athöfnin hefst kl. 13.30 með messu í Saurbæjarkirkju þar sem biskup Íslands frú Agnes Sigurðardóttir predikar. Að lokinni athöfn býður sóknarnefnd Saurbæjarsóknar til kaffisamsætis í Sólgarði þar sem reifuð verður saga viðgjörða.
Sóknarnefnd Saurbæjarkirkju
Ágætu sveitungar
Vegna hátíðar í Saurbæjarkirkju n.k. sunnudag 30. ágúst, verður frír aðgangur að Smámunasafninu þann dag og boðið uppá leiðsögn um safnið.
Verið hjartanlega velkomin. Stúlkurnar á Smámunasafninu
Bæjakeppni Funa
Hin árlega bæjakeppni verður haldin á Melgerðismelum laugardaginn 29. ágúst nk. kl. 13.30. Keppt verður í pollaflokki (má teyma undir), barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki.
Skráning keppenda er í Funaborg frá kl. 12.30 til 13.30 sama dag.
Að lokinni keppni verður hið sívinsæla kaffihlaðborð á sínum stað ásamt verðlaunaafhendingu. Allir velkomnir. Stjórn, mótanefnd og húsnefnd Funa
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Þá er skólastarf hafið og kominn tími til að opna bókasafnið.
Til stendur að hafa leshring á safninu í vetur og eru áhugasamir beðnir um að láta vita af sér sem fyrst. Einnig er tilvalið fyrir áhugafólk um ýmiskonar hannyrðir að mæla sér mót í opnunartímanum seinnipartinn. Hvað er skemmtilegra en að skrafa og skeggræða um bækur og handavinnu í góðum hópi?
Frá þriðjudeginum 1. september er safnið opið sem hér segir:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að ganga um anddyri Íþróttamiðstöðvar og þaðan niður á neðri hæð.
Vonandi láta sem flestir sjá sig á safninu í vetur.
Hvað er að gerast hjá Sólarljósinu um helgina?
Alla daga er morgundans kl. 6:00 einkatímar og fræðsla.
Föstudagur 28. ágúst
|
Laugardagur 29. ágúst
|
Sunnudagur 30. ágúst
|
9:30 Orkustaðir heimsóttir
|
13:00 Svitahof
|
9:09 Súkkulaði athöfn
|
13:00 Svitahof
|
12:00 Heiðrum móður jörð Akureyrarvaka
|
13:00 Svitahof
|
17:00 Sjamanískt ferðalag
|
20:30 Athöfn á fullu tungli
|
|
20:30 Kvöldvaka
|
23:00 Friðarathöfn við Akureyrarkirkju
|
|
Sameiningar- og samhljómsknús til ykkar allra.
Sigríður Ásný Sólarljós s. 863-6912
Reipagerð í Hrafnagilsskóla
Reipin í sippuböndin sem unnin voru í skólanum á vorönninni voru öll spunnin úr afgangsbandi. Nú er það að verða búið. Þar sem það er tilvalið að nota afgangsband í þessa reipagerð, þá spyr ég hvort einhver eigi ekki lítinn lager af bandi sem hún/hann vill losna við? Ég tek gjarnan við því bandi til að vinna reipi úr hér í skólanum.
Hadda smíðakennari
Óska eftir ódýrum jeppa eða jepplingi
Er gamall jeppi/jepplingur í hlaðinu eða úti á túni hjá þér sem vantar nýtt hlutverk? Má þarfnast smá viðgerðar en vél þarf að vera í lagi.
Vantar einnig allskonar timbur, gefins eða sem fengist fyrir lítið.
Jafnframt vantar mig kerru eða kerrugrind fyrir fólksbíl.
Ísak s. 823-9904
Óska eftir 3-5 herb. íbúð á leigu í Hrafnagilshverfi
Ég er með 3 börn, er reyklaus, reglusöm og með öruggar greiðslur. Tryggingafé og meðmæli er ekkert mál. Helga s. 780-7716 eða hvandersen75@gmail.com
Hannyrða-kaffihús á Smámunasafninu á fimmtudögum kl. 13.00-16.00
Allir geta komið með hverskonar handavinnu og unnið í góðum hópi.
Ávallt heitt á könnunni. Verið hjartanlega velkomin. Starfsstúlkur Smámunasafnsins