Auglýsingablað 1164. tbl. 14. árg. 26. október 2022.
Sveitarstjórnarfundur
597. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 3. nóvember og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024-2026
Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2024-2026. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Eyjafjarðarsveit um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.
Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er bent á að senda þær á esveit@esveit.is í síðasta lagi 31. október 2022.
Vottorð um ormahreinsun hunda – vegna vöðvasulls
Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (HNE) kallar eftir staðfestingu á því að allir hundar á lögbýlum í sveitarfélaginu hafi verið reglulega bandormahreinsaðir á árinu 2021. Bændur eru því vinsamlega beðnir um að senda vottorð á esveit@esveit.is eða biðja sinn dýralækni um að senda staðfestingu um það, fyrir lok mánaðarins.
-lista fundur framundan!
Ágætu sveitungar, K-listinn boðar til spjallfundar fyrir stuðningsfólk sitt um málefni og áherslur listans miðvikudagskvöldið 26. október nk. kl. 20:00 í Félagsborg.
Kætumst og komum á K-lista fund!
Dyngjan-listhús
Velkomin á örsýningu Oddnýjar Magnúsdóttur “Eitthvað úr ull” á Veggnum í Dyngjunni - listhúsi sem opnuð verður laugardaginn 29. október kl. 14:00.
Sýningin verður opin á opnunartíma Dyngjunnar- listhúss út nóvember.
Upplýsingar á facebook.com/dyngjanlisthus og í síma 899-8770.
Kótilettukvöld á Lamb Inn – ,,Loks eftir langan dag“
Laugardaginn 5. nóvember kl. 19:00 verður okkar vinsæla kótilettukvöld aftur á dagskránni.
Lamb Inn Kótilettur á hlaðborði með rauðkálinu okkar og öðru meðlæti. Norðlenska búðingahlaðborðið í eftirrétt.
Heiðursgestur er séra Hjálmar Jónsson sem heiðrar fyrrum sveitunga sína með nærveru sinni: Gott ef hann fer ekki með nokkrar stökur úr nýútkominni bók sinni – söngur og glens eins og alltaf á kótilettukvöldunum okkar: Reynir Schiöth mætir með hljómborðið.
Fyrir herlegheitin þarf að borga 5.700 krónur.
Pantanir í síma 463-1500 eða johannes@lambinn.is
Iðunnar-dúllur og teljósakertastjakar
Fyrir fjáröflun í hjálparsjóð Kvenfélagsins Iðunnar mun ég taka við pöntunum til og með sunnudagsins 30. október; Iðunnar-dúllur 1.000 kr./stk. og teljósakertastjakar 1.250 kr./stk. Sendið pantanir á idunnhab@gmail.com eða í síma 866-2796, upplýsingar um afhendingartíma verða sendar á þá sem panta.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Kvenfélagsins Iðunnar.
P.s. litir ráðast af kaffivali sveitunga (bleikt er t.d. fátítt ;-) og vel á minnst, kærar þakkir enn og aftur fyrir Nespresso-hylkin :-)
Bkv. Hrönn, f.h. Kvenfélagsins Iðunnar.
Hæhæ, við erum nokkrar stelpur sem ætlum að koma saman og vera með fatasölu með notuðum fötum. Allt er á mjög góðu verði og fer fyrir lítinn pening. Það verða stelpuföt, mikið úrval af barnafötum bæði stelpufötum & strákafötum í mörgum stærðum og einnig verðum við með skó, barnadót og fylgihluti.
Við verðum staðsettar í félagsheimilinu Laugarborg á Hrafnagili og verðum með opið frá klukkan 17:00-21:00, fimmtudaginn 3. nóvember.
Endilega komið og kíkið á okkur, vonumst til að sjá sem flesta :-)
Gámasvæði flutt norður fyrir Bakkatröð
Vegna framkvæmda við Eyjafjarðarbraut vestri og tengingar hennar við Hrafnagilshverfi hefur gámasvæðið verið flutt norður fyrir Bakkatröð.
Opnunartímar eru kl. 13:00-17:00 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.
Nánari upplýsingar gefur Halli í síma 893-0503.
Viðbót:
Flóamarkaður á Hælinu
Velkomin á pínu ponsu flóamarkað á HÆLINU næsta laugardag 14-17!
Minnum alls konar hópa á að hægt er að bóka heimsókn utan opnunartíma, info@haelid.is