Auglýsingablaðið

766. TBL 21. janúar 2015 kl. 14:14 - 14:14 Eldri-fundur

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn mánudaginn 26. janúar kl. 15:00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.

Kæru sveitungar
Senn fara nemendur á unglingastigi að vinna með bókina „Þar sem djöflaeyjan rís“ eftir Einar Kárason. Ekki voru til nógu mörg eintök í skólanum fyrir alla og þegar við ætluðum að kaupa fleiri kom í ljós að kiljan er ófáanleg í verslunum. Þess vegna datt okkur í hug að athuga hvort einhver eintök liggi heima hjá fyrrverandi nemendum skólans þar sem það hefur stundum komið fyrir að nemendur gleyma að skila námsbókum við skólalok. Vinsamlega komið þeim til skila á skrifstofu skólans.
Skólastjórnendur

Árshátíð unglingastigs
Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 23. janúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Ekið er heim að balli loknu. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk  sýna stytta útgáfu af söngleiknum „Með allt á hreinu“ og kennarar  á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika, syngja og dansa á sýningunni sjá nemendur um búninga, leikmynd, förðun og alla tæknivinnu.
Verð aðgöngumiða er 700 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.400 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur á unglingastigi

Nú fer hver að verða síðastur að panta miða á þorrablótið
Ætli kerlingin úr Gullna hliðinu hafi sálina hans Jóns meðferðis eða ætli Jón Gunnar mæti í eigin persónu?
Miðapantanir og miðasala:
Þorbjörg s: 868-3492 og Randver s: 899-7788+
Lokadagur miðapantana er í dag fimmtudag kl. 20:00-22:00.
Sala aðgöngumiða fer fram í anddyri íþróttahúss Hrafnagilsskóla mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. janúar kl. 20:00-22:00+
Miðaverð 4.500 kr. - ath. posi á staðnum. Ósóttir miðar verða seldir öðrum.
Fylgist með okkur á facebook https://www.facebook.com/ThorrablotEsveit
Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar 2015

Námskeið í Rainbow Reiki 1 heilun
Helgina 23.-25. janúar verður haldið námskeið í Rainbow Reiki 1 heilun. Kennari er Unnur Guðrún Gunnarsdóttir Rainbowreikimeistari og sem er hér á landinu í stuttri heimsókn frá Noregi. Ef að þú vilt fræðast meira um Rainbow Reiki þá viljum við benda á heimasíðu Unnar; Rainbow Reiki i Nittedal.
Hægt er að skrá sig á facebook á unnurgudrun@gmail.com og í s: 894-4264
Sjálf mun ég, Laugheiður Gunnarsdóttir, gefa upplýsingar á facebook og í s:894-4264. Allir hjartanlega velkomnir og vonandi sjáum við sem flesta.
Laugheiður og Unnur Guðrún Gunnarsdætur

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Á safninu er nú töluverður fjöldi bóka sem vantar annað heimili. Um er að ræða bækur sem borist hafa safninu og ekki er þörf fyrir.
Svo er auðvitað um að gera að koma og fá lánað eitthvað nýtt og spennandi að lesa.
Bókasafnið er opið:
Mánudaga            kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga           kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga        kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga        kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga           kl. 10:30-12:30
Hægt er að ganga um dyr að austan í kjalla íþróttahúss eða um sundlaugarinnganginn og niður á neðri hæð.

Kvenfélagið Iðunn
Aðalfundur félagsins verður laugardaginn 7. febrúar kl. 11:00 í Laugarborg.
Nýjar konur ávallt velkomnar.
Stjórnin

Íþróttaæfingar hjá Samherjum
Við minnum á að nú eru allar æfingar félagsins komnar á fullt eftir gott jólafrí. Þá þykir okkur ástæða til að hvetja unglinga sveitarfélagsins til að taka þátt í starfinu okkar. Hreyfing er öllum nauðsynleg og æ fleiri rannsóknir benda á mikilvægi þess að hreyfing sé hluti af okkar daglega lífi. Foreldrar, hvetjum unglingana okkar til að koma á æfingar hjá Samherjum!
Við minnum á æfingatöflu félagsins en hana má sjá á heimasíðu félagsins www.samherjar.is
Stjórn Umf. Samherja

 

Getum við bætt efni síðunnar?