Auglýsingablaðið

632. TBL 14. júní 2012 kl. 10:16 - 10:16 Eldri-fundur

Syðri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit, deiliskipulag
í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 12 júní 2012, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis Vþ 5a að Syðri-Varðgjá, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan er um að á svæðinu megi byggja gistihús og eina íbúð. Tillagan er kynnt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar http://www.eyjafjardarsveit.is/ og mun einnig liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 frá 15. júní til 27. júlí 2012.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 27. júlí 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

 

úðun á skógarkerfli
Vegna skipulegrar notkunar á illgresiseyðinum Clinic við að eyða skógarkerfli í Eyjafjarðarsveit hafa menn lýst yfir áhyggjum af hugsanlegum mengunaráhrifum og aukaverkunum af eyðinum. því þótti rétt að taka saman umfjöllun, byggða á innlendum og erlendum heimildum, um áhrif efnisins á vistkerfi. Umfjöllunina má finna á vef sveitafélagsins http://www.eyjafjardarsveit.is undir flipanum þjónusta - Umhverfismál.
Landeigendur eru hvattir til að kynna sér málið.
Umhverfisnefnd og Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

 

Kvennahlaup – Fjölskyldudagur
Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 16. júní. Hlaupið verður eins og venjulega frá Hrafnagilsskóla kl. 11:00, upphitun hefst kl. 10:45. Vegalengdir verða 2,5 og 5 km. þátttökugjald (bolur og medalía) er 1.250 kr. Erum ekki með posa. Hægt er að fá bolinn afhentan fyrirfram (Sirra 899-1840). Bolurinn í ár er rauður úr „dry-fit“ efni. Eftir kvennahlaupið er áætlað að grilla og kemur hver með sitt á grillið.
þennan dag ætlum við einnig að hafa fjölskyldudag, þar sem fjölskyldur og/eða vinir keppa saman sem lið í hinum ýmsu óhefðbundnu greinum s.s. hjólbörukapphlaupi, skeifukasti, stígvélakasti, eggjakasti ofl.  Gaman væri ef liðin hefðu sinn ,,einkennisbúning”.  Keppnin hefst eftir grill eða um kl. 13:00. Skráning fer fram meðan á grillinu stendur. Eins og venjulega verða hestar og kassaklifur. Frítt í sund fyrir alla milli kl. 11:00 og 16:00.   Takið daginn frá, vonumst til að sjá sem flesta.
Ath. Tökum á móti brjóstahöldurum og/eða öðrum undirfötum sem konur geta séð af, fyrir söfnunarátak Rauða krossins.
íþrótta- og tómstundanefnd

 


Smámunasafnið - Búvélasýning
Búvélasýning verður helgina 23. og 24. júní kl. 13:00 til 17:00 á túninu við Sólgarð. Búvélasafnarar við Eyjafjörð ætla að sýna vélar og rifja upp gamla daga í búskap. Grillarinn grillar pylsur sem seldar verða til styrktar félagsskapnum við björgun á gömlum vélum sem víða standa útí móa og ryðga niður í svörðinn. Verið velkomin að heimsækja okkur og rifja upp gamla daga.
Smámunasafnið er opið alla daga milli kl. 13:00-18:00. Eyfirskt handverk úr hornum & beinum, gamalt dót, kaffi, vöfflur og ís.
Kveðja, Safnarar og Smámunasafnið

 


Frá skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar
íbúar í gamla öngulsstaðarhreppi sem hafa nú þegar ræktað skjólbelti í sumar eða hyggjast gera það, geta sótt um styrk úr sjóðnum þegar þeir hafa lokið verkinu. Umsóknir sendist til formanns sjóðsins Benjamíns Baldurssonar, Ytri-Tjörnum, ásamt upplýsingum um lengd og breidd skjólbeltisins. Umsóknina má senda í tölvupósti á tjarnir@simnet.is
Stjórnin

 


Fjárhundanámskeið
Til stendur að halda fjárhundanámskeið hér í sveitinni fyrir haustið ef næg þátttaka fæst. Leiðbeinandi verður Gunnar á Daðastöðum. Námskeiðið verður öðru hvoru megin við handverkshátíð. Til að af námskeiðinu verði þarf lágmark 8 manns og ekki fleiri en 11. því er um að gera að láta vita af sér tímanlega ef menn vilja ekki missa af þessu hjá Hákoni í síma 896-9466

 

Kaffi Kú
Nú verða breyttir tímar í skemmtanalífi sveitarinnar .........
         ........... það er opið alla daga vikunnar.
Höldum áfram að vera með fróðlega menningarviðburði og um þessar mundir er tilvalið að koma saman á barnum og fylgjast með boltanum.
 Opnunartímar í sumar eru:
Sunnudag - fimmtudag  kl. 14-18
Föstudag - laugardag kl. 14-01
Kaffiku.is

Getum við bætt efni síðunnar?