Auglýsingablaðið

654. TBL 16. nóvember 2012 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
425. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikudaginn 21. nóvember og hefst hann kl. 12:00.
Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.eyjafjardarsveit.is/  Sveitarstjóri

Stígur frá Hrafnagilshverfi til Akureyrar - skipulagslýsing
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi varðandi stíga frá Hrafnagilshverfi til Akureyrar. ætlunin er að breyta gönguleið GL-1 og reiðleið HL-1 þannig að stígarnir verða færðir saman, nær þjóðvegi og langhalli minnkaður á þeim. Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á vef sveitarfélagsins frá 15. nóv. – 30. nóv. þeir sem vilja koma á framfæri ábendingum vegna lýsingarinnar eru beðnir að senda þær skriflega til Eyjafjarðarsveitar í seinast lagi 30. nóv. n.k. - Sveitarstjóri

Atvinna
Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum nokkrar klukkustundir á viku.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-1335 og/eða í tölvupósti; esveit@esveit.is. Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.  Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Dagur íslenskrar tungu í Hrafnagilskóla
Föstudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans. Nemendur skólans munu flytja atriði í tali og tónum tengd þema dagsins sem að þessu sinni er hrafninn. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast þjóðarskáldsins Jónasar Hallgrímssonar, með upplestri á ljóðum hans.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis, 1.-10. bekkur 600 kr. og þeir sem lokið hafa grunnskóla 1.200 kr.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjarins.  Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla

Kaffihlaðborð og sölubás
Föstudaginn 16. nóvember  kl. 13:00 verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Eftir hátíðardagskrána ætlum við í 10. bekk að standa fyrir kaffisölu. Auk þess munum við að vera með nýbreytni og setja upp sölubás þar sem við seljum fallegar jólaservéttur og jólagersemina frá Laufabrauðssetrinu. Einnig verðum við með til sýnis nafnmerkt handklæði og tökum niður pantanir. Allt eru þetta tilvaldar jólagjafir  ágóði af allri sölu rennur í ferðasjóð okkar.
Með von um mikil og góð viðskipti.  Kveðja, nemendur í 10. bekk

Ullarflutningar í Eyjafjarðarsveit
Sótt verður ull í Eyjafjarðarsveit þriðjudaginn 20. nóv. n.k. þeir bændur sem verða tilbúnir með ull eru beðnir að hafa samband við Rúnar í síma 847-6616 eða á netfangið run@simnet.is, til þess að hægt verði að skipuleggja flutningana sem best. Einnig má hafa samband við Birgi í Gullbrekku í síma 845-0029. P.s. munið að merkja, vigta og skrá ullina. Tilgreina þarf pokafjölda og hve mörg kíló bændur eru að senda frá sér. Byrjað verður á Halldórsstöðum að morgni og um kl.14.00 verður bíllinn staðsettur á Svertingsstöðum.
Félag aldraðar í Eyjafirði fyrirhugar heimsókn í Smámunasafnið í Sólgarði,
fimmtudaginn 22. nóvember. Lagt verður af stað frá Félagsborg kl. 14 og verður þar sameinast í bíla, en farið verður á einkabílum. Að sjálfsögðu fáum við kaffi og með því á eftir. Sjáumst sem flest.
Stjórnin

Jólahlaðborð Félags eldri borgara verður í Félagsborg 23. nóvember 2012 kl. 19.30.  Gestir hafa með sér einn jólapakka hver.    Húsið opnað kl. 19:00. Verð pr. mann 4.500 kr. Látið vita sem allra fyrst um þátttöku; Addi sími 463-1203, Kristín sími 463-1347 eða Vilborg sími 868-8436.
Skemmtinefndin

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Munið að bókasafnið er opið  seinni partinn mánudaga til fimmtudaga.
Alltaf eitthvað nýtt! Jólabækurnar farnar að koma ásamt jólablöðum.
Opnunartímar safnsins:  Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00       
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.

Til sölu
Nú gerist ég gamlaður og hyggst selja trommusettið mitt. þetta er Pearl jasssett með góðum diskum og ég hyggst selja það á lágmark kr. 150,000 einmitt vegna þess að diskar eru dýrir. Vinsamlegast hafið samband í síma 899-7737 eftir kl. 20:00 á kvöldin.
Hannes

ævintýrasöngleikurinn SKILABOðASKJóðAN eftir þorvald þorsteinsson
14. sýning            17. nóvember    kl. 16    ANNAR SýNINGARTíMI
15. sýning            18. nóvember    kl. 14
16. sýning            24. nóvember    kl. 14
17. sýning            25. nóvember    kl. 14 SíðUSTU SýNINGAR
Miðasala á freyvangur.net og í síma 857-5598 milli kl. 18-20 virka daga og 10-14 um helgar.

Kæru Iðunnarkonur
Um leið og við þökkum fyrir frábært kvenfélagsboð á sunnudagskvöldið minnum við á næsta Iðunnarkvöld sem verður 21. nóvember klukkan 20:00 í fundarherbergi Laugarborgar. Hittumst og eigum notalega stund saman, nú þarf að fara að huga að jólaundirbúningi.
Með kveðju frá fyrsta flokki

Danssýning
Danskennslu er að ljúka í 6.-10. bekk Hrafnagilsskóla og af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans föstudaginn 23. nóv. kl. 12:40. þar sýna nemendur þessara bekkja hvað þau hafa lært hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Allir hjartanlega velkomnir

Silva grænmetis- og hráfæðisstaður
Opið fyrir pantanir í sal eða á heimsendum mat í síma 851-1360
Síðustu  námskeið fyrir jól:
•Kökur og kruðerí/bakað úr hollara hráefni    22. nóv. kl. 18:30
•Sætt án samviskubits/konfektgerð     26. nóv. kl. 19:30
Sérsníðum einnig námskeið og fræðslu fyrir litla sem stóra hópa.
Nánari upplýsingar á heimasíðunni  http://silva.is/
Skráning á netfangið:  silva@silva.is /eða í síma: 851-1360

Getum við bætt efni síðunnar?