Atvinna
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum og aðstoð
við umönnun barna, nokkrar klukkustundir á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 og/eða með
tölvupósti.
Skrifstofa
Framkvæmdir háðar framkvæmdaleyfi
á seinasta ári var sett ný reglugerð um framkvæmdaleyfi og þar kemur m.a. fram að allar framkvæmdir sem teljast meiriháttar, hafa áhrif
á umhverfið og breyta ásýnd þess skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir. óheimilt er að hefja slíkar
framkvæmdir nema fyrir liggi samþykki sveitarstjórnar.
Framkvæmdir sem geta verið háðar framkvæmdaleyfi, eru meðal annars eftirfarandi: Nýir vegir og enduruppbygging vega, stígar, efnistaka, breytingar
á árfarvegi, borun eftir heitu eða köldu vatni, breytingar lands með jarðvegi svo sem efnislosun, landmótun, nýræktun skóga eða
skógareyðing, endurheimt votlendis, framræsing lands, framkvæmdir á tjaldsvæðum, golfvöllum og öðrum svæðum til
íþróttaiðkunar og framkvæmdir til að leggja óræktað land eða lítt snortið svæði undir þaulnýtinn
landbúnað, þó ekki þeim hluta slíkra framkvæmda sem háð eru byggingarleyfi.
Sækja skal um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar, sem metur hvort framkvæmd sé framkvæmdaleyfisskyld og gefur út framkvæmdaleyfi þegar
við á.
Sveitarstjóri
Hvert er einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar?
Skilafrestur könnunarinnar, sem fylgdi með síðasta auglýsingablaði, er til 15. apríl n.k. Könnuninni má skila með því að skrifa
nafn fjallsins á blaðið og senda á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, t.d. með því að setja í póstkassa við skrifstofudyrnar. Einnig er
hægt að senda tölvupóst á netfangið esveit@esveit.is
Skrifstofan
æðRULEYSISMESSA
Sunnudaginn 14. apríl kl. 13:30 verður æðruleysismessa í Grundarkirkju.
Prestur er sr. Jóna Lísa þorsteinsdóttir. Um tónlist sér Daníel þorsteinsson.
Reynslusaga, bænargjörð, hugleiðing og mikil tónlist.
Bestu vorkveðjur, Hannes
Kornræktarfélagið Akur minnir á aðalfundinn í kvöld fimmtudaginn 11. apríl á Kaffi Kú. Almenn aðalfundarstörf,
önnur mál og erindi. Birkir Tómasson á Móeiðarhvoli og Ingvar Björnsson eru með erindi á fundinum.
Stjórnin
Aðalfundur Fjarðarkorns ehf.
Aðalfundur Fjarðarkorns ehf. verður haldinn á Kaffi Kú miðvikudagskvöldið 17. apríl kl. 20:00. á dagskrá verða venjuleg
aðalfundarstörf. Hvetjum alla hluthafa til að mæta.
Vonumst eftir að sjá sem flesta.
Stjórn Fjarðarkorns ehf.
Eyfirðingar !
Rökkurkórinn í Skagafirði heldur söngskemmtun í Freyvangi laugardaginn 20. apríl kl. 20:30. Takið kvöldið frá. Nánar
auglýst síðar.
Kórfélagar
Tónleikar – takið daginn frá!
Hefð hefur skapast fyrir því að Kirkjukór Laugalandsprestakalls “syngi veturinn út og sumarið inn.” Tónleikar í Laugarborg
miðvikudagskvöldið 24. apíl n.k.
Nánar auglýst síðar – en, takið samt stundina frá....!
☺☺ Stjórn kirkjukórsins ☺☺
FREYVANGSLEIKHúSIð kynnir DAGATALSDöMURNAR
12. apríl kl. 20:00
13. apríl kl. 20 örfá sæti laus
ALLRA SíðUSTU SýNINGAR
Kjörskrá vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9
til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er frá kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is/ en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á
kjörskrá.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 10. apríl 2013