Sveitarstjórnarfundur
430. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikud. 6. mars og hefst hann kl. 12:00. Dagskrá
fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.eyjafjardarsveit.is/
Sveitarstjóri
íbúafundur - Opinn dagur í Eyjafjarðarsveit
íbúafundur verður í matsal Hrafnagilsskóla mánudaginn 4. mars kl. 20.00. Umræðuefni fundarins er hvort hafa eigi opinn dag í sveitinni
nú í vor þar sem lista- og handverksmenn opni vinnustofur sínar, bændur, félagasamtök og ferðaþjónustu¬aðilar kynni starfsemi
sína og svo mætti lengi telja. Kaffi og með því.
Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta.
Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
Kleinur - Kryddbrauð - Vantar þig ekki kleinur eða kryddbrauð í
frystinn?
Alltaf gott þegar óvænta gesti ber að garði!! :-) Ef svo er getur þú þann 9. mars fengið slíkt bakkelsi nýbakað og volgt HEIM
Að DYRUM! þá hefur þú einnig styrkt enn betra skólastarf í leikskólanum Krummakoti, en starfsfólkið er að fara í
námsferð í lok apríl og efnir því til fjáröflunar.
*10 kleinur eru í poka og kostar einn poki 600 kr. og tveir pokar 1000 kr.
*Eitt kryddbrauð kostar 600 kr. og tvö 1000 kr.
Hver og einn má kaupa eins mikið og hann vill ;-) en panta þarf bakkelsið fyrir mánudaginn 4. mars og best er að senda tölvupóst á helen@krummi.is en einnig er hægt að hringja í síma 899-7957 (Helen) eða í síma 824-3129 (Imma). þær
upplýsingar sem þurfa að koma fram við pöntun eru: nafn, heimilisfang, sími og magn bakkelsis.
Með fyrirfram þökk fyrir góðar viðtökur, starfsfólk Krummakots
Danssýning í Hrafnagilsskóla
Danssýning hjá nemendum í 1.-5. bekk verður haldin í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla föstudaginn 1. mars. Sýningin hefst kl.
12:40 og stendur í u.þ.b. 40 mínútur. þar sýna nemendur hina ýmsu dansa sem þeir hafa lært í vetur hjá Elínu
Halldórsdóttur danskennara. Nemendur eru hvattir til að mæta spariklæddir. Sveitungar allir eru hjartanlega velkomnir.
Frá Foreldrafélaginu
Föstudaginn 1. mars ætlum við að bjóða foreldrum og forráðamönnum upp á skemmtilegan fyrirlestur hjá Siggu Dögg, sem er
sálfræðingur með MA í kynfræði frá Curtin háskóla í vestur ástralíu. Sigga Dögg ætlar að fjalla um
kynheilbrigði, jafnrétti og virðingu. í nútíma samfélagi gegna ólíkir miðlar sífellt stærra uppeldishlutverki í
lífi barna okkar. Markaðssetning á kynlífi sem er ætlað að höfða til barna og unglinga hefur aukist á síðustu árum t.d.
á netinu, í tónlistarmyndböndum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. þessi þróun undirstrikar mikilvægi uppeldishlutverks foreldra.
Sigga Dögg er með heimasíðu; siggadogg.is..Hún ætlar að vera með fræðslu fyrir unglingana kl. 8:15 til 10:15, svo fyrir foreldrana kl. 11 þann
1. mars á bókasafni skólans. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Kveðja, stjórn foreldrafélagsins
Frá Laugalandsprestakalli
æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er á sunnudaginn sem er 3. mars. því er æskulýðsmessa í Grundarkirkju þann dag
kl.11:00. Fermingarbörn lesa ritningarlestra.
þá verður mikill söngur og gleði.
Kveðja, prestakallinn
Aðalfundur Félags Ungra Bænda á Norðurlandi verður haldin þann
2. mars n.k. í sal Greifans á Akureyri. Fundurinn mun hefjast kl. 11:00. þar verður farið yfir almenn aðalfundarstörf, lagabreytingar á
félagslögum og ályktanir frá félagsmönnum. Kosið verður um sæti formanns og tveggja stjórnarmeðlima svo nú geta áhugasamir
farið að undirbúa framboð. Vinsamlegast sendið inn ályktanir ef einhverjar eru á netfangið nordur@ungurbondi.is Pizzahlaðborð í boði fyrir félagsmenn og þá sem vilja ganga í félagið. Endilega látið þetta
berast!!!!
P.s. þeir sem ekki hafa skráð sig í félagið en hafa áhuga endilega drífa sig í því :)
Frá Munkaþverársókn - fundarboð
Aðalfundur Munkaþverársóknar verður haldinn á Rifkelsstöðum (Gunni og Vala), miðvikudaginn 6. mars kl. 20.30. Venjulega aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin
Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar verður haldinn í Félagsborg
fimmtudaginn 7. mars kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Sauðfjárbændur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt
athugið
Laugardaginn 9. mars er fyrirhuguð fjárræktarfélagsferð í Fljótin. Brottför er kl. 9:00 og heimkoma ca. kl. 20:30. Komið verðu við á
Siglunesi, Hraunum, Brúnastöðum, Helgustöðum og þrasastöðum auk þess verður borðaður hádegismatur á Siglufirði. Verði
verður stillt í hóf. Skráning er til og með sunnudagsins 3. mars í síma 896-9466 Hákon
Fjárræktarfélagið Freyr
Aðalfundur Fjárræktarfélagsins Freys verður haldinn í Funaborg, miðvikudagskvöldið 6. mars n.k. og hefst kl. 20.00. Dagskrá; venjuleg
aðalfundarstörf. Auk þess mun Sigurður þór Guðmundsson ráðunautur fara yfir skýrsluhald og fleira sem við kemur
sauðfjárrækt.
Nýir félagar velkomnir. Stjórnin
Fundur heimildasafnara 4. mars
í haust sem leið hittist hópur fólks sem er áhugasamt um söfnun ýmissa heimilda um búsetu, lifnaðarhætti, menningu og aðra
þætti úr Eyjafjarðarsveit.
Nokkur ný verkefni eru að fara af stað í þessu efni og er ætlunin að hittast og fjalla um þau á mánudagskvöldið 4. mars n.k.
í Félagsborg, að Skólatröð 9 og getur fólk mætt á bilinu 19:30 til 20:30 eftir því sem hverjum og einum hentar. Ekki er svo
mikið atriði að allir mæti á sama tíma, en þeir fyrstu verða komnir kl. 19:30. Gaman væri líka að sjá einhverja sem ekki hafa
verið með áður en hafa áhuga á að halda utan um gamlar heimildir og nýjar.
Hestamannafélagið Funi og Hrossaræktarfélagið Náttfari
-bjóða til fræðslufundar um skeiðgenið í Funaborg, föstudaginn 1. mars kl. 20:30.
Kristinn Hugason kynbótafræðingur, verður með framsöguerindi um þessa stórmerkilegu uppgötvun innan erfðafræðinnar og síðan
má búast við líflegum umræðum í kjölfarið. Hvetjum alla til að mæta. -Veitingasala opin.
Funi og Náttfari
Loksins loksins! Opið hús á Meðferðarheimilinu Laugalandi, gamla
Húsmæðraskólanum
Kæru sveitungar. Við viljum færa ykkur bestu þakkir fyrir frábærar móttökur þegar við fórum um sveitina og seldum kleinur í
janúar. Við náðum m.a.s. ekki að fara í öll hús þar sem kleinurnar seldust hvað eftir annað upp. Kleinusalan var liður í
fjáröflun fyrir vorferð stúlknanna til London. Og áfram höldum við í fjáröflun fyrir vorferð stúlknanna því
næstkomandi sunnudag 3. mars, á milli kl.14:00 & 17:00 verðum við með kaffihlaðborð á Laugalandi. Verð er kr.1500 á mann. Frítt fyrir
yngri en 6 ára. Við vonumst til að sjá sem flesta, allir velkomnir.
Kveðjur, starfsfólk og stúlkur á Laugalandi.
Ps. Erum ekki með posa.
Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherjar
Verður haldinn í Félagsborg fimmtudaginn 14. mars kl. 20.00. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður rætt um stefnu og starf félagsins. Mætum
öll!!
Stjórnin
Borðtennisæfingar Samherja - verða á nýjum tímum frá
1.mars.
Tímarnir verða framvegis á mánudögum og miðvikudögum.
Miðstig kl. 19:00-20:00. Unglingastig kl. 20:00-21:00. Fullorðnir kl. 21:00-22:00 (án þjálfara). Tímarnir eru í hjartanu í Hrafnagilsskóla
Búningaæfing í badminton
Laugardaginn 2. mars verður búningaæfing í badmintondeild Samherja fyrir krakka á öllum aldri (miniton og eldri) :-) æfingin hefst kl. 10 og henni
lýkur um kl. 11.30. Allir eru hvattir til að mæta í búningum og í lok æfingar verður boðið upp á pizzur. Vonumst til að sjá
fullt af hressum krökkum.
þjálfarar
Freyvangsleikhúsið kynnir Dagatalsdömurnar
10. sýning 1. mars kl.20 - örfá sæti laus
Aukasýnig 2. mars kl.16 - UPPSELT
12. sýning 2. mars kl.20 - örfá sæti laus
13. sýning 8. mars kl. 20 - örfá sæti laus
14. sýning 9. mars kl. 20
Sýnt á föstudögum og laugardögum í mars
Miðapantanir í síma 857-5598, milli kl.17 og 20 og á freyvangur.net