Frá umhverfisnefnd. Umhverfisnefnd fékk framlag á fjárlögum ríkisins til áframhaldandi vinnu við eyðingu á kerfli
í sveitarfélaginu. Framlagið var nokkuð lægra en á síðasta ári og dugar ekki til þess að hægt verði að halda verkefninu
áfram af sama krafti og síðasta ár. það verður því ekki hægt að leggja landeigendum til eitur til úðunar eins og í
fyrra. Lögð verður áhersla á að fylgja eftir þeim svæðum þar sem árangur var góður í fyrra og reynt að halda í
horfinu þar til aukið framlag fæst. Umhverfisnefnd hvetur landeigendur til að slá ekki slöku við og halda áfram að eyða bæði kerfli og
njóla á landareignum sínum. Einnig viljum við hvetja íbúa Eyjafjarðarsveitar til snyrtilegrar umgengni og minnum á ruslagámana sem settir
verða út í vor eins og undanfarin ár. Nánari tímasetning verður auglýst síðar. Umhverfisnefnd
Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar óskar Freyvangsleikhúsinu innilega til hamingju með að söngleikurinn Vínland eftir Helga
þórsson var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2008-2009 af dómnefnd þjóðleikhússins. þetta er í
sextánda sinn sem athyglisverðasta áhugaleiksýningin er valin, en sú sýningin er jafnan sýnd í þjóðleikhúsinu á
vordögum. þetta er jafnframt í þriðja sinn sem Freyvangsleikhúsið fer með sýningu í þjóðleikhúsið. Við
óskum ykkur góðs gengis. Húrra fyrir Freyvangsleikhúsinu!!! Menningarmálanefnd.
Vinna fyrir unglinga. Eyjafjarðarsveit býður unglingum vinnu við ýmiss umhverfisverkefni á komandi sumri. Unglingar, sem fæddir eru
1993, 1994 og 1995 eiga kosta á að ráða sig til starfa. þeir sem áhuga hafa á að ráða sig til umræddra starfa eru beðnir að
skrá sig á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra - Laugalandi í síðasta lagi 20. maí n. k. Tekið er á móti umsóknum
á staðnum, í síma 463 1335 og á netfanginu thorny@esveit.is þeir sem ekki hafa skráð sig áður en frestur rennur út munu mæta
afgangi ef takmarka þarf fjölda þeirra sem ráðnir verða eða ef stytta þarf ráðningartímann. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
Messa í Munkaþverárkirkju sunnudaginn 10. maí kl. 13:30. Okkur langar að hafa svolitla hátíð í tilefni þess
að búið er að leggja mikla vinnu í framkvæmdir í og við kirkjuna.Við viljum vekja athygli á hinu nýja söguskilti sem stendur við
garð Jóns Arasonar, svo og bifreiðastæðinu en þar er lokafrágangur eftir. Verið velkomin í messu þar sem ræðumaður er Birgir
þórðarson og síðan er kirkjugestum boðið að þiggja kaffi og með því að lokinni athöfn. Sóknarnefndin.
Frá Félagi eldri borgara í Eyjafirði. Bingó verður haldið föstudaginn 8. maí (í dag) kl 14:30 í
Hrafnagilsskóla. Fjöldi góðra vinninga. Kaffihlaðborð kr. 1.500.- + tvö bingóspjöld pr. mann. Nefndin
Adam frá ásmundarstöðum Stóðhesturinn Adam frá ásmundarstöðum verður í hólfi á
Guðrúnarstöðum frá 25. júní til 4. ágúst í sumar. Folatollur er 105 þús. kr., en innifalið í því er
hagagjald og sónarskoðun. Staðfestingargjald er 25 þús. kr. Pantanir berist í seinasta lagi 5. apríl, til stjórnar Hrossaræktarfélagsins
Náttfara: ævar Hreinsson, formaður, 865-1370, fellshlid@nett.is ágúst ásgrímsson,
gjaldkeri, 866-9420,
dvergar@simnet.is Jónas Vigfússon,
ritari, 861-8286 ,
litli-dalur@litli-dalur.is . Hrossaræktarfélagið
Náttfari
Sunnudagaskólinn: Lokasamvera vetrarins verður næsta sunnudag (10. maí) í Hrafnagilsskóla kl 11. Svo verður vorferðalag
Sunnudagaskólans viku síðar, sunnudaginn 17. maí. Nánar verður sagt frá þeirri ferð í næsta sveitapósti! Sjáumst
öll á sunnudaginn. Brynhildur, Katrín og Hannes
Frá Félagi aldraðra Eyjafirði Mánudaginn 11. maí er opið í síðasta skipti á þessu vori. Síðan
taka við vikulegar gönguferðir í umsjá göngunefndar sem verður á staðnum og kynnir sínar áætlanir. Einnig verður gjaldkeri
félagsins við á mánudaginn og tekur á móti félagsgjöldum.
Nýir félagar velkomnir. Stjórnin
Tún til leigu. Nokkrir hektarar af túni til leigu. Upplýsingar gefur þorsteinn í síma 8930613.
Vorfundur Kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn laugardaginn 16. maí 2009 kl. 11:00 í Laugarborg. Nýjar konur velkomnar. Kveðja
stjórnin.
Framhaldsfundur Veiðifél. Eyjafjarðarár 2009, verður haldin í Funaborg, Melgerðismelum, þriðjudagskvöldið 19. maí kl.
20.30. Fundarefni: Tekin verður ákvörðun um afgreiðslu arðs.
Sveitarstjórnarfundur: 369. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 12. maí 2009 og
hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar
www.eyjafjardarsveit.is Oddviti