Vökukvöld í Freyvangi
Ei var hátíð fátíð í þátíð. Upprifjun í Freyvangi 30.nóvember kl.20:30.
Menningarmálanefnd og Gallerí Víðátta601
ReykskynjarayfirferðHin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar verður farin helgina 24.-25. nóvember. þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við munum fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara og einnig er hægt að panta slökkvitæki og sjúkrakassa hjá okkur.
Nánari upplýsingar hjá Sunnu í síma 8654926.
Bestu kveðjur
Hjálparsveitin Dalbjörg.
Frá Eyvindi
Skiladagur efnis í blaðið er 20.nóvember nk. Hægt er að senda efni á netfangið
abs1@hi.is eða hafa samband við ritnefnd.
Leiðalýsing
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra.
Gjald fyrri hvern kross er kr. 2.200.-.
Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi
Opið hús
þann 17 nóv. verður opið hús í Ysta-Gerði frá kl 14 - 17. Allir velkomnir!
Sara, Lalli
Kristrún, Valdi
Opinn samlestur fyrir þið munið hann Jörund
Verkefni vetrarins hjá Freyvangsleikhúsinu verður söngleikurinn margfrægi þið munið hann Jörund eftir Jónas árnason. Saga Jónsdóttir mun leikstýra og að venju auglýsir Freyvangsleikhúsið eftir áhugasömu fólki sem vill taka þátt í þessari spennandi sýningu.
Fyrsti samlestur verður mánudagskvöldið 19. nóvember kl. 20.00 í Freyvangi og er öllum opinn.
Nánar á
freyvangur.net Jólaföndur á yngsta stigi
Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 24. nóvember kl. 11:00 – 13:00 í kennslustofum yngsta stigs. Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði.
Mætum sem flest og eigum notalega stund saman með börnunum. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að taka með sér smákökur en drykkjarföng verða á staðnum.
Kveðja
Bekkjarfulltrúar yngsta stigs og foreldrafélagið
336. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 21. nóv. 2007 kl. 08.00.
Dagskrá:
1. Fundargerð skipulagsnefndar, 92. fundur, 13. nóv. 2007, ásamt með fylgiskjölum.
2. Fundargerð byggingarnefndar, 63. fundur, 6. nóv. 2007.
3. Erindi Hestamannafélagsins Léttis um reiðvegamál dags. 4. okt. 2007.
4. Erindi Dýralæknafélags íslands um stofnun örmerkjagrunns gæludýra dags. 8. nóv. 2007.
5. Samþykkt um fráveitu í Eyjafjarðarsveit.
6. Gásir, sjálfseignarstofnun um uppbyggingu og rekstur Gásakaupstaðar, afgr. Frestað á 324. fundi.
7. Hraðahindrun í Reykárhverfi, tillaga Verkfræðistofu Sig. Thoroddsen hf.
8. Færsla á háspennulínu ofan byggðar í Reykárhverfi, svar RARIK við fyrirspurn.
9. Staða í fjarskiptamálum.
10. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2007.
11. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2008.
Sveitarstjóri