áramótakveðja
Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðilegt nýár með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á líðandi ári.
A.t.h skrifstofan verður lokuð miðvikudaginn 2. jan n.k.Starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Frá Laugalandsprestakalli
Gamlaársdagur 31. desember:
Hátíðamessa í Munkaþverárkirkju kl.11:00.
Kveðja, Hannes
ágætu sveitungar
Skömmu fyrir jól kom Eyvindur út. Hann er ekki gallalaus frekar en margir. Af einhverjum undarlegum ástæðum sem ég kann ekki að skýra vantar í hann heila grein eftir óttar Björnsson á Garðsá. þetta er sérdeilis pínlegt sakir þess að í ritstjórnarspjalli hvetur sami Eyvindur fólk að senda inn greinar og óttar hefur einmitt verið manna iðnastur við að senda blaðinu efni. Bið ég hann hér með fyrir hönd ritnefndar auðmjúklega forláts.
í kaflanum um skírnir er faðir Júlíettu Iðunnar sagður Haraldsson. Hið rétta er að Tómas Björn er Hauksson. ég bið hann og einnig afsökunar.
Að lokum óska ég sveitungum árs og friðar.
Hannes Blandon
Helgi og hljóðfæraleikararnir
- halda tónleika í Allanum sunnudaginn 30.12 kl. 22:00
1.000.- kr. inn
H & H
áramótakveðja
Við óskum íbúum Eyjafjarðarsveitar gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.
Fulltrúar F-Listans
Athugið"Nú eru Eyfirðingar lausir við að sækja vatnið yfir lækinn“!
Hef hafið leigubifreiðaakstur í Eyjafjarðarsveit, veljum hagkvæma þjónustu. Hafið samband við Guðbjörgu í síma 849-4363
þjónusta allan sólarhringinn, allt árið um kring."
Kær kveðja,
Guðbjörg Bjarnar
Ullarflutningar í Eyjafjarðarsveit
Samið hefur verið við Vökvaþjónustu Eyþórs um söfnun og flutning á ull fyrir ístex hf úr Eyjafjarðarsveit og reyndar af öllu Norðausturlandi. Fyrirhuguð er ferð eftir hádegi fimmtudaginn 3. janúar 2008. þeir sem vilja losna við ull þennan dag þurfa að láta vita í síðasta lagi 2 janúar til:
Brynjars Skúlasonar, s. 463-1551
Sigurgeirs Hreinssonar, s. 863-1356
Orra óttarssonar, s. 899-3264
Vökvaþjónusta Eyþórs, s. 893-1277
æskilegt væri að nágrannar söfnuðu ullinni saman á færri staði, sérstaklega ef ekki er um mikið magn að ræða á einstökum bæjum til að flýta fyrir flutningi og söfnun.
Hver poki með flokkaðri ull þarf að vera merktur með eftirfarandi hætti:
- Nafn, heimilisfang og kennitala innleggjanda
- Ullarflokkur (H1, H2 o.s.frv.)
- Pokafjöldi í sendingu (t.d. nr. 1 af 15 o.s.frv.)
Vigta þarf pokana, telja þá og leggja saman ullarmagn í hverjum flokki til að geta skráð sendinguna. Hægt er að skrá þessar upplýsingar beint inná heimasíðu ístex (þarf að biðja um notendanafn og aðgangsorð) eða fylla út eftirfarandi eyðublað og láta fylgja með ullinni sem bílstjóri mun síðan skila til ístex.
Nafn og kennitala:
Ullartegund:
Haustrúin ( ) Vetrarrúin ( ) Fjöldi poka: Dags.:
Ullartegund Magn (kg)
H – Lamb
H - 1. flokkur
H – 2. flokkur
M – Svart
M – Grátt
M – Mórautt
M – 2. flokkur
óflokkuð ull