Auglýsingablaðið

514. TBL 11. mars 2010 kl. 09:54 - 09:54 Eldri-fundur

Foreldrafélag Hrafnagilsskóla
þriðjudagskvöldið 16. mars mun Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi hjá Marita (forvarnarsviði Samhjálpar) halda fyrirlestur fyrir foreldra um skaðsemi fíkniefna og þá erfiðleika sem neysla þeirra getur valdið. Daginn eftir mun Magnús hitta nemendur í 7.-10 bekk í Hrafnagilsskóla ( á skólatíma) og halda samsvarandi fyrirlestur fyrir þá. Til að fylgja fræðslu nemenda eftir er mikilvægt að foreldrarnir fái líka sömu fræðslu, þó nálgun efnisins sé ólík. þess vegna boðum við til ofangreinds fundar sem haldinn er í samstarfi við foreldra barna í Valsárskóla og á Grenivík. á foreldrafundinum verður leitast við að hvetja foreldra til ábyrgðar á börnum sínum og að standa saman. „Menning” unglinga verður kynnt fyrir foreldrum svo þeir séu sem best undir það búnir að takast á við unglingsár barnsins. Börn og foreldrar eru hvött til að ræða um þessi mál sín á milli.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Hrafnagilsskóla og hefst klukkan 20:30.
Allir velkomnir
Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla



Frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Innritun nemenda fyrir næsta skólaár ( 2010-2011) fer fram í húsnæði skólans (heimavistarhúsnæði Hrafnagilsskóla) á eftirtöldum tímum:
Fimmtudaginn 18. mars kl. 11:30-12:30 og kl. 18:00-20:00
þriðjudaginn 23. mars kl. 12:00-13:00  og 19:00-21:00    
Miðvikudaginn 24. mars kl.13:00-16:00
Athugið að aðgangur að námi endurnýjast ekki sjálfkrafa, sækja þarf um fyrir alla sem ætla sér að stunda nám á næsta ári.
Ekki er tekið á móti skráningu í gegnum síma.
Skólastjóri



ágætu sveitungar
Ný þjónusta - þvottur & bón.
Tek að mér að þvo og bóna bíla. Boðið verður upp á háþrýstiþvott og þrif með hágæðavörum. Verðflokkar í samræmi við bílastærðir. Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 898 7076.
Guðmundur Fannar, Rökkurhöfða.



Frá Laugalandsprestakalli
Kaupangskirkja er lokuð vegna viðgerða og því verður messað í Möðruvallakirkju sunnudaginn 14. mars kl. 13:30.
Minni á sunnudagaskólann sama dag kl. 11:00 í Hjartanu.
Kv. Hannes


Frá Kaupangskirkju
Kirkjan er lokuð vegna viðgerða. Tilkynnt verður um leið og þeim lýkur.
Sóknarnefnd.



Kettlingar
Kettlingar fást gefins. Upplýsingar gefur Rósa í síma 463 1182.



Athugið
Ef einhver hefur áhuga á að fá kettling, fást 3 gefins. Upplýsingar í síma 463 1254 / 862 6841, Gunna.



Athugið
Er einhver sem á í fórum sínum biblíu frá 1908 eða 1912 sem hann gæti hugsað sér að selja .Ef svo er þá hringi hann vinsamlegast í síma 8997737.
Hannes



Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju fimmtudaginn 18. mars n. k. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kynning á yfirstandandi framkvæmdum í kirkjunni
3. önnur mál
Allir velkomnir.
Sóknarnefndin.


Sveitarstjórnarfundur
384. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 16. mars n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og hér á heimasíðu sveitarinnar.
Sveitarstjóri.
Getum við bætt efni síðunnar?