Auglýsingablaðið

1135. TBL 23. mars 2022

Auglýsingablað 1135. tbl. 14. árg. 23. mars 2022.



-listinn auglýsir áfram!

Ágætu sveitunar, K-listinn heldur áfram undirbúningi komandi kosninga.
Takk til ykkar sem hafið mætt og lagt málefnum okkar lið og stuðning, áfram er haldið.
Við hittumst komandi fimmtudagskvöld, 24. mars, kl. 20:00 í Félagsborg.
Kýlum á þetta -með K listanum!



Fiskikvöldið mikla í Laugarborg föstudaginn 25. mars kl. 19:00

Karlakór Eyjafjarðar verður með siginn fiskveislu og meðlæti í Laugarborg föstudaginn 25. mars kl. 19:00. Þar mun vera boðið upp á siginn fisk með Þórustaðar kartöflum, hamsatólg og nýbökuðu rúgbrauði, kaffi & konfekt.
Kórinn aðstoðar fólk við að koma kræsingunum niður með hraustlegum söng.
Verði stillt í hóf 3.500 kr. í peningum eða innlegg á reikning, enginn posi á staðnum.
Til hagræðingar óskum við eftir því að fólk boði komu sína fyrir kl. 12:00 á föstudag hjá Páli í síma 897-6013.



Kvenfélagið Aldan

Aðalfundur félagsins verður haldinn þann 26. mars kl. 11:00 í Laugarborg.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Léttar veitingar og nýjar konur ætíð velkomnar.
Stjórnin.



Styrktarsýning á Kardimommubænum

Freyvangsleikhúsið heldur styrktarsýningu á Kardemommubænum þann 26. mars kl. 16:30 þar sem öll innkoma af miðasölu mun renna óskipt til Ingu Báru húsvarðar í Freyvangi og dætra hennar.
Eldri dóttir Ingu, Edda Ósk greindist með krabbamein fyrir örfáum vikum og eiga þær fyrir höndum strembið verkefni.
Þar sem þær mæðgur hafa verið ómissandi partur af okkur, viljum við hjá Freyvangsleikhúsinu leggja þeim lið með þeim hætti sem við getum.
Þessi sýning fer ekki í sölu á tix.is að svo stöddu en hægt er að nálgast miða á hana í síma 857-5598, á facebooksíðu félagsins og í freyvangur@gmail.com.



Helgistund í Munkaþverárkirkju sunnudaginn 27. mars kl. 20:00

Verið velkomin til kirkju næstkomandi sunnudagskvöld er við minnumst boðunardags Maríu meyjar í tali og tónum. Beðið verður fyrir ástandinu í Úkraínu og fórnarlömbum stríðs um heim allan.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Prestur Jóhanna Gísladóttir.
Eftir stundina býður sóknarnefnd upp á kaffisopa. Gefum okkur tíma til að koma saman og njóta samvista við hvert annað í nærveru almættisins.



Forstöðumaður meðferðarheimilis

Ný stofnun Barna- og fjölskyldustofa tók til starfa þann 1. janúar 2022. Stofnuninni er ætlað að vinna að farsæld barna í samræmi við bestu þekkingu og reynslu hverju sinni. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Þar á meðal eru verkefni á sviði barnaverndar en við stofnun Barna- og fjölskyldustofu verður Barnaverndarstofa lögð niður. Barna- og fjölskyldustofa mun jafnframt gegna lykilhlutverki við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Barna- og fjölskyldustofa leitar nú að framsæknum leiðtoga sem hefur þekkingu á málefnum barna og hæfni til að leiða nýtt meðferðarheimili að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit fyrir unglinga. Umsóknarfrestur er til og með 28.03.2022.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og Stjórnarráðs Íslands.



Kæru kvenfélagskonur í Hjálpinni, Iðunni og Öldunni

Námskeið verður í fundarsköpum laugardaginn 2. apríl kl. 11:00 í Laugarborg.
Jenný hjá Kvenfélagasambandi Íslands mun leiðbeina okkur á námskeiðinu.
Gerum okkur glaðan dag í Pálínuboði og notalegum félagsskap.
Nýjar konur velkomnar. Skráning æskileg til formanna eða á idunn@kvenfelag.is í síðasta lagi 31. mars.
Vonumst til að sjá sem flestar, nefndin.



Hælið verður opið daglega í sumar frá kl. 13:00-18:00

Ég mun standa vaktina eins mikið og ég get en vil ráða rétta manneskju í hlutastarf á móti mér. Sú má gjarnan vera þjónustulunduð og lunkin í bakstri og njóta þess að taka á móti fólki – aldurstakmark 25 ára. Einnig vantar aðstoðarfólk
(aldurstakmark 16 ára) sem gengur í öll störf; þrif, móttöku, afgreiðslu
og uppvask. Umsóknir og frekari eftirgrennslan sendist á info@haelid.is.
Kær kveðja María Páls.

 

Getum við bætt efni síðunnar?