Auglýsingablaðið

1126. TBL 20. janúar 2022

Auglýsingablað 1126. tbl. 14. árg. 20. janúar 2022.



Sveitarstjórnarfundur

580. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 27. janúar og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Til félaga eldri borgara

Kæru félagar. Því miður fellum við niður félagsstarfið til 8. febrúar vegna hertra aðgerða stjórnvalda.
En vonandi getum við mætt þá.
Kv. stjórnin.



Þorrablót 2022

Rafræna nefndin heldur áfram að undirbúa þorrablót sem haldið verður laugardagskvöldið 29. janúar kl. 21:00. Eins og fram hefur komið þurfið þið ekkert að gera annað en að setjast í sófann og tengja tölvuna við sjónvarpið. Eins og við vitum, er vonlaust að halda þorrablót án þorramatar. Nefndin hefur því leitað til tveggja aðila sem bjóða upp á tilbúna þorrabakka. Bautinn (s: 462-1818) býður bakka sem kostar 4.699 kr. á mann og Matur og mörk (s: 462-7273) bjóða bakka sem kostar 4.500 kr. á mann, 8.500 kr. fyrir tvo og 4.000 kr./stk. ef pantað er fyrir þrjá eða fleiri. Þið sjáið sjálf um að panta bakkana ykkar með góðum fyrirvara, greiða og sækja. Og ekki gleyma guðaveigunum, þær sjáið þið líka um sjálf :) Munið að skrá ykkur (going) á viðburðinn á Facebook því skráðir sveitungar geta átt von á veglegum happdrættis¬vinningum.
Eru ekki allir orðnir spenntir?? Rafræna þorrablótsnefndin.


Óskum eftir 3-4 herbergja íbúð til leigu í Hrafnagilshverfi
Við erum 4 manna fjölskylda, par með tvær stelpur, í leit að leiguhúsnæði í Hrafnagilshverfi. Við óskum eftir 3-4 herbergja íbúð í vor/sumar, til leigu í að minnsta kosti ár. Erum reglusöm, reyklaus og drekkum ekki. Við eigum tengsl í sveitina og því hægt að fá meðmæli hjá vissum sveitungum ef áhugi er fyrir því. Við erum auk þess að leita eftir leigjendum í okkar íbúð, 3 herbergja á besta stað í Hafnarfirði. Íbúðaskipti koma því til greina.
Frekari upplýsingar hjá Örnu Rún Oddsdóttur s. 8654537 eða arnarun@hotmail.com



Snyrtistofan Sveitasæla (Lamb inn Öngulsstöðum)

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir viðskiptin á árinu sem var að líða.
Nýir viðskiptavinir ávallt velkomnir.
Bóndadagurinn nálgast og þá er nú tilvalið að gefa bóndanum dekur. Fótsnyrtingar eru alltaf að verða vinsælli hjá karlpeningnum enda alls ekki bara fyrir konur. Í fótsnyrtingum er ég að klippa neglur, pússa þær niður ef þær eru þykkar, fjarlægja sigg, líkþorn og naglabönd og enda á dásamlegu fótanuddi. Ýmsar aðrar meðferðir í boði. Nánari upplýsingar um meðferðir og verð inná facebook síðu Sveitasælunnar undir liðnum: Þjónusta.
Tímapantanir gegnum skilaboð á facebook eða í síma 833-7888.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.

Getum við bætt efni síðunnar?