Auglýsingablaðið

954. TBL 29. ágúst 2018 kl. 10:25 - 10:25 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
520. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 6. september og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


 Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Vetrarstarf bókasafnsins hefst mánudaginn 3. september.
Opið er eins og undanfarna vetur:
Mánudagar kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.


 Kæru sveitungar
Pönnuköku- og markaðsdagur verður haldinn á Smámunasafninu sunnudaginn 2. september nk. milli kl. 13:00 og 17:00. Leiðsögn verður um Saurbæjarkirkju, ýmsir aðilar verða með vörur sínar til sölu í anddyrir safnsins, haustuppskeran af grænmeti verður komin í hús. Gómsætar pönnukökur með og án rjóma, verða á boðstólum.
Verið hjartanlega velkomin.
Stúlkurnar á Smámunasafninu.

 Snyrtistofan Sveitsæla - Afmælistilboð í september !!!
Í tilefni af eins árs afmæli snyrtistofunnar Sveitasælu í september verð ég með 20% tilboð á öllum snyrtingum fyrir utan litun og plokkun.
Er með opið mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00-16.00 (stutt opnun þessa tvo daga sökum danskennslu) og föstudaga kl. 9:00-14:00.
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni á Lamb Inn, Öngulsstöðum. Hægt að sjá þær meðferðir sem í boði eru inn á Facebook síðunni: Snyrtistofan Sveitasæla, undir liðnum Þjónustur.

 Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari og þá er um að gera að tala inn á hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 Magnaður september hjà Inspiration Iceland í Knarrarbergi
DAGSKRÁ
4.+11.+18.+25. september kl. 17:30 þriðjudagur - Frítt í Inside Gló Yoga.
6.+13.+20.+27. september kl. 17:30 fimmtudagur - Frítt í Inside GLó Yoga.
7.+14.+21.+28. september kl. 17:30 til kl. 22:00 - Frítt í Vellíðunarstofu.

Allan september: 50% afsláttur af nuddi og nálastungum.
Bókaðu nuddið þitt á netinu, afsláttarkóði: 092018.
https://www.inspiration-iceland.com/is/joga

 Volare – Haust tilboð á kynningum
Andlitsmaskar, líkamsskrúbbur, svita roll-on, body lotion, fótabað, baðsalt, Dauðahafs handáburður og dag- og næturkrem.
Bókaðu kynningu og eigðu skemmtilega kvöldstund 😊
Nánari upplýsingar og/eða pantanir í síma 866-2796 eða í skilaboðum á facebook; Hrönn Volare.


Hér skal nú glens og gaman,
við getum spjallað saman.
Gáum hvað þú getur,
vinur gettu hver ég er.

Heil og sæl kæru vinir og félagar!
Nú þegar haustið færist nær fer að líða að því að leikfélagið vakni úr sumardvalanum og setji sig í stellingar fyrir komandi glens og gaman vetrarins. 
Veturinn verður heldur betur skemmtilegur, en sterkasta stelpa í heimi ætlar að halda uppi stuðinu í Freyvangi. Engin önnur en Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, betur þekkt sem Lína Langsokkur, ætlar að stíga á stokk!
Stefnt er á að Lína verði komin í sýningarform um miðjan nóvember og standi vaktina á fjölum Freyvangsleikhússins fram yfir áramót!
Lína verður auðvitað ekki ein síns liðs, heldur verða ýmsir félagar hennar með henni og þess vegna verða samlestrar og prufur um miðjan september, en nánari tímasetningu auglýsum við síðar, og eins og alltaf, þá eru allir velkomnir. 
Hittumst heil!

Getum við bætt efni síðunnar?