Auglýsingablað 1151. tbl. 14. árg. 13. júlí 2022.
Eyjafjarðarsveit
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 18. júlí til og með 29. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615.
Auglýsingablaðið. Þetta er síðasta blað fyrir sumarlokun skrifstofu. Næsta auglýsingablaði verður dreift miðvikudaginn 3. ágúst. Skilafrestur auglýsinga er á þriðjudögum fyrir kl. 10:00.
Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Haustferð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit verður farin miðvikudaginn 31. ágúst nk. Farið verður um Skagafjörð og ekið fyrir Skaga. Staðkunnugur leiðsögumaður verður með í ferðinni. Takið daginn strax frá en nánari upplýsingar um ferðina koma svo snemma í ágúst.
Ferðanefndin.
Út er komin bókin Helgarsögur, undirtitill Gár og gys eftir Hannes Örn Blandon.
Í bókinni eru sögur í bundnu máli þ.e. sögur úr Grundarþingum, Eyjafirði, kirkjusögur, þjóðsögur og einkamálasögur, hlýjar og ljúfar. Bókin fæst í Sveinsbæ hjá Benna og væntanlega hjá Maríu Páls í Hælinu og kostar kr. 4.000.
Þetta er bók um þys og ys
þeygi mikil snilli.
Fjallar mest um gár og gys
en guðfræði á milli.
Hrefna Harðardóttir opnaði sýninguna - Jarðneskir draumar
- í Dyngjunni - Listhúsi, í Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit.
Hrefna er þekkt fyrir leirverk og ljósmyndir og að þessu sinni sýnir hún ljósmyndir á gler en þessi einkasýning er hennar nítjánda.
-Sumir atburðir hafa svo sterk áhrif á líf konu að þeir eru sem jarðneskir draumar-.
Sýningin stendur út júlí og er opin milli kl. 14:00 og 17:00 alla daga.
Upplýsingar: Hadda s. 899-8770.
Aðgangur ókeypis, öll velkomin.
Stjórn Hollvina SAk hvetja alla Eyfirðinga til að ganga í Hollvini SAk
Árgjaldið sem Hollvinur greiðir er 5.000.-kr. Hollvinir skipta máli og þeir hafa bjargað lífum með sínum gjöfum. Hægt er að skrá sig á heimasíðu SAk. Hlekkurinn er https://www.sak.is/is/moya/page/hollvinasamtok-sjukrahussins-a-akureyri eða senda póst á netfangið hollvinir@sak.is. Formaður Hollvina Jóhannes Bjarnason hvetur jafnframt fyrirtæki og félagasamtök til að taka Hollvinum SAk fagnandi í næstu stór söfnun samtakana, en þá ætla Hollvinir að endurnýja öll rúm á Kristnesspítala. Fyrir nokkrum árum endurnýjuðu Hollvinir SAk endurhæfingartækin á Kristnesspítala.
Flóamarkaðir og opnar vinnustofur í Hrafnagilshverfi 16. júlí kl. 12-16
Hverfiskort er að finna á esveit.is og á facebooksíðu Kvenfélagsins Iðunnar.
Einnig verða kort hengd upp í anddyri sundlaugar/Íþróttamiðstöðvar og í Laugarborg yfir hátíðisdagana.
Minnum á - Blómabýtti í anddyri Laugarborgar báða dagana 16. og 17. júlí kl. 12:00-16:00.
Þú kemur með afleggjara og býttar (eða færð þér bara afleggjara).
Kvenfélagið Iðunn.
Hrafnagilshátíð 16. og 17. júlí – Skottsölur sunnudaginn 17. júlí
Á sunnudeginum 17. júlí stendur þeim til boða sem vilja, að koma og leggja í sérmerkt bílastæði við Laugarborg og selja „allt milli himins og jarðar“ upp úr bílskottinu = skottsölur. Til að tryggja nægt pláss eru þeir sem vilja nýta sér þetta beðnir um að hafa samband í síma 866-2796 (Hrönn) eða senda póst á idunnhab@gmail.com í síðasta lagi 14. júlí.
Kvenfélagið Iðunn.