Auglýsingablaðið

421. TBL 16. maí 2008 kl. 13:44 - 13:44 Eldri-fundur
 

Athugið

Vegna framkvæmda við norðurinngang íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar næstu 3-4 vikur, eru gestir beðnir um að nota suðurinnganginn. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

íþrótta- og tómstundafulltrúi.



 
Frá Laugalandsprestakalli

Sunnudaginn 18. maí kl. 21:00, verður helgistund í Kaupangskirkju.

Kveðja, Hannes




Gönguhópur

ætlum að hittast við Hrafnagilsskóla mánudaginn 19 maí kl: 20:30 og við flugskýlið á Melgerðismelum miðvikudaginn 21. maí kl: 20:30.

Athugið breyttar dagsetningar frá því sem verið hefur, gert til að enginn þurfi að missa af undankeppni “Eurovision”. Sjáumst !

Göngukveðjur
Helga S




Handverkssýning

Handverkssýning félagsstarfs aldraðra verður haldin í Laugarborg laugardaginn 24. maí og sunnudaginn 25. maí kl. 14 – 17 báða dagana.

Kaffihlaðborð að hætti kvenfélaganna.
Verið hjartanlega velkomin.

Félag aldraðra Eyjafirði




Bændur athugið

Varðar bændur í Búnaðarfélögum öngulstaða- og Hrafnagilshreppa:
Meðan Gylfi gerir garðinn frægan í útlöndum, mun ég sjá um útleigu á verkfærum Búnaðarfélags öngulsstaðahrepps.

Benjamín s: 899 3585




Frá Umf. Samherjar

Sundæfingar – skákkvöld.
Hlé hefur nú  verið gert á sundæfingum og skákkvöldum þar til í haust en þá verður byrjað aftur með auknum krafti. Um leið og við þökkum iðkendum fyrir veturinn minnum við á að töflin eru geymd í íþróttamiðstöðinni og hægt að fá þau lánuð á opnunartímum hennar.  

Blómasala.
ástæða er til að þakka sveitungunum þær góðu móttökur sem blómasölufólkið okkar fékk um hvítasunnuhelgina. án stuðnings ykkar væri starf félagsins fábreyttara og kraftminna.

Dómaranámskeið í frjálsum íþróttum.
UMSE stefnir að því að halda dómaranámskeið í frjálsum íþróttum að Hrafnagili laugardaginn 31. maí og hvetjum við áhugasama til að nýta þetta einstaka tækifæri til þess að ná sér í dómararéttindi. Hafið samband við þorgerði í síma 660-2953 til að skrá þátttöku.

Badmintonmót.
Minnum á vormót Samherja í badminton sem áætlað er helgina 24. og 25. maí. Vetrarstarfinu lýkur með þessu móti en í sumar verður þó boðið upp á opna tíma klukkan 10 á sunnudagsmorgnum fyrir þá sem vilja halda sér við.




Námskeið í taulitun með Procion MX litum frá Jacquard
ATH breyttur tími
Kennari: Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður.
Staðsetning:  Hlaðan, Ferðaþjónustunni öngulsstöðum
Tími: Miðvikudagskvöldið 21 maí kl 19-22
Kenndar verða ýmsar aðferðir við að lita efni með Procion MX taulitum frá Jacquard.
þessir litir eru vinsælustu taulitir í heiminum í dag og fást loksins á íslandi.
þeir eru mjög einfaldir og auðveldir í notkun og bjóða uppá marga möguleika.
Ekki þarf að standa við potta og lita heldur fixerast þeir við stofuhita.

á námskeiðinu verður kennt að lita í plastpokum, í bölum með mismunandi litum og efnum og einnig notaðar ýmsar aðferðir við að fá áferð í efnið og fá efnin mislit. Hægt er að lita garn með sama hætti. Kynning verður á taumálningu frá sama framleiðanda.

þátttakendur þurfa að hafa með sér á litunarnámskeið:
ílát til að lita í t.d.  vaskafat ca 25 cm á kant
Nokkrar plastdollur t.d. undan skyri (500 gr)
Desilítramál og mæliskeiðar
Frystipoka stærri gerðina
Góða gúmmíhanska eða nokkra einnota hanska og svuntu
Taubútar og efni til að lita, úr bómull, hör, viscose, rayon eða silki. Upplagt að nota gömul ljós munstruð bútasaumsefni með.

Stærðir og fjöldi taubúta:
Efnin geta verið einlit ljós eða munstruð, ljós efni, t.d. bútasaumsefni
15 bútar ca 25 cm á kant, úr ofangreindum hráefnum
3 bútar ca 45 cm á kant
3 bútar ca 25 cm á breidd og 50 cm á lengd.
Einnig má koma með 1 ljósan bómullarbol og eitthvað garn t.d. útsaumsgarn. ATH garnið verður að vera úr bómull, hör, silki eða viscose.

Verð: 4800 kr og borgast námskeiðsgjaldið við skráningu. Skráið ykkur til Sveinu á netfangið sveina@sveina.is




Frá Umf. Samherjar

Sumarstarf Samherja hefst fimmtudaginn 22. maí.

Frjálsar íþróttir:
æfingar fyrir alla aldurshópa verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 19 – 21. Við viljum vekja sérstaka athygli á þeirri nýjung að sami æfingatími er fyrir alla aldurshópa. þetta gefur sérstakt tækifæri fyrir fjölskylduna að æfa saman og hvetjum við foreldra iðkenda til þess að reima á sig hlaupaskóna og mæta galvösk á æfingar með börnum sínum í sumar. Hreyfingin hættir ekki að vera holl og góð þótt 18 ára aldrinum sé náð, eða jafnvel 40 ára aldrinum !.
þjálfarar verða Ari Jósavinsson fyrir 11 ára og eldri og Edda Línberg fyrir 10 ára og yngri. Ari er okkur að góðu kunnur  en hann hefur þjálfað hér undanfarin ár.  Edda er íþróttafræðingur frá Laugarvatni og starfar sem íþróttakennari við Grenivíkurskóla.
í frjálsíþróttaráði sumarið 2008 eru Brynhildur Bjarnadóttir, Rögnvaldur Símonarson og þorgerður Guðmundsdóttir (form. gsm 660-2953)

Fótbolti:
Tímatafla fyrir knattspyrnuæfingar er eftirfarandi.
TímiDagur    Mánudagur    Miðvikudagur    Föstudagur    (fæðingarár)
16:00-17:00    7. flokkur    7. flokkur    7. flokkur    2000 og fyrr
17:00-18:00    6. flokkur    6. flokkur    6. flokkur    1998 og 1999
18:30-20:00    5. flokkur    5. flokkur    5. flokkur    1996 og 1997
20:00-21:30    4. flokkur    4. flokkur    4. flokkur    1994 og 1995

Aðalþjálfari Samherja í sumar verður Elías Hrefnuson, gsm 847-6959, en hann tók við þjálfun síðastliðið haust. Elías mun þjálfa alla yngri flokka félagsins. Ekki verða sérstakar æfingar fyrir 3. flokk en iðkendum á þeim aldri er heimilt að taka þátt í æfingum 4. flokks og fullorðinna. í upphafi er gert ráð fyrir því að bæði kyn verði saman á æfingum en ef þátttaka og áhugi er fyrir hendi getur verið að 4. – 6. flokki verði kynjaskipt en æfingatímar munu samt halda sér samkvæmt töflunni hér að ofan.
æfingar fyrir fullorðna verða sem hér segir: Kvennaflokkur á þriðjudögum og sunnudögum frá klukkan 20:00 – 21:30 og karlaflokkur á miðvikudögum og sunnudögum frá klukkan 20:00 – 21:30.
í knattspyrnuráði sumarið 2008 eru Anna Rappich, Hulda Sigurðardóttir og Sigurður Eiríksson (form gsm 862-2181).

æfingagjöld
æfingagjöldum er að venju stillt í hóf og er því nokkurri ábyrgð velt á félagsmenn og foreldra að vera virk í fjáröflun og vinnuframlagi fyrir félagið. æfingagjöld fyrir sumarið fyrir yngri en 18 ára eru 12.000 krónur og er einungis eitt gjald fyrir hvern iðkanda hvort sem hann æfir bara frjálsar, bara fótbolta eða hvort tveggja. Keppnisferðir og þátttaka í mótum er ekki innifalin í æfingagjöldum. Systkinaafsláttur er nú sem fyrr þannig að greitt er 50% gjald fyrir annað barn, eða 6.000 krónur, 25% gjald fyrir þriðja barn, eða 3.000 krónur og fjórða systkinið æfir frítt. Einnig er vakin athygli á því að iðkendur félagsins undir 18 ára aldri fá frítt í sund að æfingum loknum.




348. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að
Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 20. maí 2008 og hefst kl. 16:00

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar

1. 0804009F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar – 122
1.1.    0802030 - Kvennahlaup íSí 2008
1.2.    0804005 - Aukafjarveiting vegna skápalæsinga í búningsklefum.
1.3.    0804015 - Aukafjárveiting til kaupa á vatnsfonti.
1.4.    0804017 - Kaup á húsgögnum fyrir félagsmiðstöðina Hyldýpið.

2. 0805002F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 56
2.1.    0805011 - Ljósleiðaravæðing í Eyjafjarðarsveit.
2.2.    0805012 - Kurlun trjágreina.

3. 0805003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar – 104
3.1.    0805007 - Umsókn um leyfi til flutnings á fjallaskála í landi Kambfells.
3.2.    0805006 - Umsókn um leyfi til flutnings sumarbústaðar í landi Teigs.
3.3.    0801007 - Syðri-Varðgjá - Breyting á aðalskipulagi
3.4.    0803033 - Syðri - Varðgjá / Vogar. Deiliskipulag íbúðabyggðar
3.5.    0802021 - Syðri-Varðgjá / Grásteinn. Deiliskipulag vegna íbúðarhúss.
3.6.    0708028 - Knarrarberg - deiliskipulag
3.7.    0711011 - Hjálmsstaðir / Reykhús ytri - Breyting á aðalskipulagi
3.8.    0802038 - Hjálmsstaðir/Reykhús Ytri - Deiliskipulag íbúðasvæðis
3.9.    0802039 - Rauðhús - Breyting á aðalskipulagi
3.10.    0801020 - Rauðhús - Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
3.11.    0708027 - ölduhverfi - Deiliskipulag
3.12.    0804034 - ályktun aðalfundar BSE 2008 - Verndun ræktunarlands.

4. 0805006F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 125
4.1.    0803012 - Málefni bókasafns.

5. 0805015 - Fundargerð byggingarnefndar 66. fundur.


Almenn erindi

6. 0805013 - Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 11. júní 2008.

7. 0805001 - ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2007.
ársreikningurinn er lagður fram til síðari umræðu.

8. 0708029 - Reykárhverfi - flutningur á háspennilínu

9. 0805016 - Handverkshátíð 2008 - Skipan fulltrúa í stjórn hátíðarinnar.

10. 0707017 - Leifsstaðabrúnir 27 - Stækkun á aðstöðuhúsi.

11. 0709009 - Sala fasteigna að Syðra-Laugalandi

12. 0802034 - Samstarfssamningur Umf. Samherja og Eyjafjarðarsveitar um lagningu yfirborðsefnis á hlaupabrautir


16.5.2008
Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.

Getum við bætt efni síðunnar?