Auglýsingablaðið

1134. TBL 17. mars 2022

Auglýsingablað 1134. tbl. 14. árg. 17. mars 2022.



Sveitarstjórnarfundur

584. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 24. mars og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Umferðaröryggisáætlun – ábendingar varðandi heimreiðar

Kæru íbúar, skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar er nú á lokametrunum við gerð umferðaröryggisáætlunar í sveitarfélaginu. Kallað er eftir ábendingum frá íbúum og vegfarendum um hættulegar heimreiðar.

Við ábendingarnar skal taka mið af eftirfarandi forsendum:
1. Óskráð en þekkt slys eru á heimreiðinni
2. Aðkoma að þjóðvegi er brött
3. Stefna gatnamóta við þjóðveg er ekki í um það bil 90 gráðum
4. Heimreið frá þjóðvegi og niður að húsum er brött og í beinni stefnu að húsi
5. Heimreið er brött og með hættulegri beygju

Ábendingar sendist á finnur@esveit.is merkt Umferðaröryggisáætlun


-listinn auglýsir aftur!
Ágætu sveitunar, K-listinn með þau Ástu á Hranastöðum, Sigurð Inga í Hjallatröðinni og Sigríði í Hólsgerði í fararbroddi þakkar þeim sem gáfu sér tíma til að hitta okkur sl. fimmtudag. Við höldum okkur við fimmtudagskvöld og stefnum á hitting fyrir þá sem vilja leggja málefnum okkar lið og stuðning fimmtudagskvöldið 17. mars kl. 20:00 í Félagsborg.
Koma svoooooo -með K-listanum!



Leikjaskóli UMF Samherja
hefst 19. mars og verður í fimm skipti alla laugardaga til og með 16. apríl kl. 10:15–11:00.
Um er að ræða leikskólaaldur frá 2-6 ára, árganga 2016–2020.
Leiðbeinandi er Sonja Magnúsdóttir.
Verð kr. 5.000. Skráning á netfanginu samherjar@samherjar.is.



Aðalfundur Saurbæjarsóknar

Stjórnin auglýsir síðasta aðalfund sóknarinnar, haldinn í Öldu
23. mars kl. 13:30.



Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar
verður haldinn í Víðigerði miðvikudaginn 30. mars. 2022, kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin.


JÓGA Á JÓDÍSARSTÖÐUM

Frá og með fimmtudeginum 17. mars - 14. apríl verða opnir Yoga Nidra tímar
kl. 20:00 hjá Jóga á Jódísarstöðum. Jóga Nidra er mjög öflug, ævaforn, hugleiðslu¬aðferð sem á upptök sín í gömlum jóga handritum. Leiðbeinandi þinn leiðir þig áfram í þægilegri hugleiðslu og þú gerir ekkert annað en að slaka á og njóta. Meðvitaðar öndunaræfingar og slökun gera það að verkum að þú svífur inn í frið og ró með þessari dásamlegu tækni. Skráning í síma 898-3306 eða senda pm.
Nú er tækifærið þar sem þetta eru síðustu tímarnir á þessum vetri.
Með Yoga Nidrakveðju, Þóra Hjörleifsdóttir.



Kardemommubærinn í Freyvangi

Bæjarbúar eru einstaklega þakklátir fyrir góðar móttökur.
Næstu sýningar 19.-20. mars, tvær sýningar verða á laugardeginum kl. 13:00 og kl. 16:30.
Helgina 26.-27. mars verður aukasýning kl. 16:30 þar sem öll innkoma af miðasölu mun renna óskipt til Ingu Báru, húsvarðar í Freyvangi, og dætra hennar en Edda Ósk greindist með krabbamein fyrir stuttu svo fjölskyldunnar bíður strembið verkefni. Nánari upplýsingar á www.freyvangur.is. Þessi sýning er ekki í sölu á tix.is en miðar eru seldir í síma Freyvangsleikhússins 857-5598, tölvupóst freyvangur@gmail.com eða á fésbókarsíðu félagsins.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Getum við bætt efni síðunnar?