þjóðlendukröfur.
á fundum þeim sem haldnir voru fimmtudaginn 17. apríl í Hlíðarbæ og í Freyvangi um þjóðlendukröfur
fjármálaráðherra mættu fulltrúar frá nokkrum lögfræðistofum og buðu þjónustu sína. Kröfusvæðið
er afmarkað í kröfugerðinni og þurfa þeir sem telja til eignarréttar á því landsvæði, sem fellur innan kröfusvæðis
ríkisins að lýsa gagnkröfum sínum í síðasta lagi 30. júní 2008. Mál landeigenda verða ekki rekin nema með aðstoð
lögfræðinga. Kostnaður þeirra við að lýsa kröfum sínum á lögum samkvæmt að greiðast úr
ríkissjóði og svo hefur verið til þessa. Landeigendur ættu því ekki að verða fyrir fjárútlátum á þessu stigi
málarekstursins.
Hver og einn landeigandi þarf að útbúa umboð til handa þeim lögfræðingi sem hann velur til að fara með sitt mál. Eyðublöð
eru fyrirliggjandi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og eru allir sem hér eiga hagsmuna að gæta hvattir til að koma þar við og ganga frá formlegu
umboð. æskilegt er að formleg umboð liggi fyrir sem fyrst og eigi síðar en í lok næstu viku þ. e. 25. apríl n. k.
Sveitarstjóri.
Góðir sveitungar!
Miðvikudagskvöldið 23. apríl, síðasta vetrardag, ætlum við að safnast saman í Laugarborg klukkan 21:00. þar verða sungin nokkur
sumarlög, (Beatles, Ingi T., Beethoven o.fl) og fleira smávegis til skemmtunar.
Kaffi og gos verður selt á svæðinu.
þuríður formaður og einhverjir hásetar hennar eru í hópnum svo það er vissara að vera á spariskónum.
Hittumst og heilsum sumri – það verður vonandi gott (sumarið).
Kirkjukór Laugalandsprestakalls
og Daníel þorsteinsson við flygilinn.
Atvinna - Starfsfólk óskast
Leikskólinn Krummakot óskar að ráða starfsmann í eldhússtörf og afleysingar á deildum frá og með 11. ágúst 2008.
Umsóknarfrestur er til 7. maí 2008
Upplýsingar veita Anna og Sigurveig skólastjórar Krummakots
í síma: 4648120 /4648122
Netfang
krummakot@krummi.is
Heimasíðuslóð:
http://www.krummakot.krummi.is
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Innritun fyrir skólaárið 2008 – 2009 fer fram á eftirtöldum dögum:
Miðvikudaginn 23. apríl kl: 11:00 – 13:00 og 17:00 – 20:00
Föstudaginn 25. apríl kl: 15:00 – 18:00
Mánudaginn 28. apríl kl: 15:00 – 18:00
Innritun fer fram í húsnæði Tónlistarskólans
(heimavistarhúsnæði Hrafnagilsskóla) 3. hæð.
Langar þig i fallegar neglur og airbrush brúnku meðferð?
Kæru fermingarstúlkur og aðrar dömur.
ég er ný útskrifuð sem nagla og airbrush fræðingur, er bæði að gera neglur á hendur og frens a tásur. Airbrush brúnku
meðferð er það vinsælasta i dag, alveg hættulaust og bara náttúruleg efni, jöfn og falleg aðferð. Endilega hafið samband og
fáið frekari upplýsingar.
Naglaásetning kr 3.800.-Airbrush brúnku meðferð kr. 4000.- dugar i 5-10 daga.
Nokkur pláss laus i fermingarförðun hjá mér, fermingarförðun kr. 2.500.-
Upplýsingar i síma 4613344 eða 8643199.
Förðunarnámskeiðin vinsælu eru að byrja aftur
-skráning stendur yfir núna
Verð með tvenns konar námskeið í apríl, ef næg þátttaka næst fyrir 14-16 ára og fyrir konur,. Kennt verður: Meðhöndlun
pensla, rétt val á meiki, dag-og náttúru förðun. Verð: 14-16 ára kr. 3.500.- Konur 4.000.-
Get verið með námskeið i miðri viku, eða bara þegar ykkur hentar.
Kveðja, Selma Sigurbjörnsdóttir nagla-, airbrush- og förðunarfræðingur.
Karlakór Eyjafjarðar.
Hinir árlegu Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða haldnir í Glerárkirkju föstudaginn 2 maí og Tónlistarhúsinu Laugarborg
laugardaginn 3 maí. kl.20.30
Stjórnandi: Petra Björk Pálsdóttir. Píanó: Daníel þorsteinsson.
Einsöngur: Birgir Björnsson, Jónas þór Jónasson,
Snorri Snorrason og þorsteinn Jósepsson,
Hljómsveit: Daníel þorsteinsson, Eiríkur Bóasson,
Haukur Ingólfsson og Rafn Sveinsson
Fjölbreitt og skemmtileg dagskrá.
Forsala aðgöngumiða hefst mánudaginn 28 apríl hjá Vodafone Glerártorgi.
Miðaverð kr. 2.000 ( Vinsamlegast ath. tökum ekki kort. )
Frekari upplýsingar í síma 897-7823 ágúst
Karlakór Eyjafjarðar.
Kæru Iðunnarkonur.
Nú er komið að því að þeyta með borvél og stinga með fótstiginni maskínu. Bráðvantar konur með próf á
þessi tæki. Eins væri gott að hafa með sér nál. Kvenfélagskaffi á staðnum. Að sjálfsögðu verður þetta á
mánudagskvöldið í Laugarborg.
Stjórnin
ágætu sveitungar
Leynist nokkuð Playmo-dót (Playmobil) á heimilinu sem enginn notar. Ef svo er, erum við til í að nýta það við námið okkar.
Krakkarnir á deildinni Hrafninum á Krummakoti.
Sími 464 8127
Athugið
Barngóðan og vel upp alinn 4 ára hund, vantar gott sveitaheimili. Er blanda af Border colle og íslenskum fjárhundi. Er örmerktur og hreinsaður.
Upplýsingar i síma 4613344 og 8643199.
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2008
Aukaaðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar verður haldinn í kvöld, 19. apríl, kl. 20:00. á dagskrá eru lagabreytingar.
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2008 verður einnig haldinn í kvöld, 19. apríl, kl. 20:30. á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf.
Fundirnir verða haldnir að Ferðaþjónustunni á öngulsstöðum. Kaffiveitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem
flesta. Nýjir félagar velkomnir.
Kær kveðja
Hjálparsveitin Dalbjörg.
Fundarboð
Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár verður haldinn þann 6. maí n.k. kl 20:30 í Funaborg, Melgerðismelum.
Dagskrá fundarins:
Hefðbundin aðalfundarstörf
Skýrsla stjórnar
Reikningar
Kosningar (kjósa þarf tvo menn í stjórn)
önnur mál
Kveðja stjórnin
Til sölu:
Til sölu er unglingarúm, vel með farið og litið notað st. 90*200 með yfirdýnu, keypt i Rúmfatalagernum, verð 3.000.- kr. á sama stað er
til sölu ónotaður SonyEricson K220I gsm sími, verð 5.000.- kr.
Upplýsingar i síma 4613344 Selma.
FUNDARBOð
346. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi,
þriðjudaginn 22. apríl 2008 og hefst kl. 16:00
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 0804004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 102
1.1. 0802045 - þverá 1 - Breyting á aðalskipulagi vegna jarðgerðarstöðvar.
1.2. 0803057 - álfaklöpp - þórður Harðarson sækir um leyfi til að byggja bílskúr.
1.3. 0804007 - Gæðir ehf sækir um að Hrísaskógar landnr. 200937 verði gert að lögbýli.
Fundargerðir til kynningar
2. 0804014 - 109. fundargerð heilbrigðisnefndar
3. 0804026 - Fundargerð 192. fundar Eyþings
Almenn erindi
4. 0804013 - Landgræðsla ríkisins - Vegna verkefnisins Bændur græða landið 2008.
5. 0802023 - 22. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
6. 0709009 - Sala fasteigna að Syðra-Laugalandi
7. 0804024 - Tillaga frá F-listanum um gjaldfrjálst aðgengi barna undir 12 ára aldri að sundlaug Eyjafjarðarsveitar.
8. 0804027 - Umsókn um aukafjárveitingu til hellulagnar við norðurinngang íþróttahúss.
9. 0804028 - Norðurorka - samningar um hitaveitumál.
10. 0804029 - Umsókn um styrk til Orkusjóðs vegna jarðhitaleitar.
11. 0804030 - Boðun á aðalfund Flokkunar ehf 30.apríl 2008.
12. 0804025 - 3ja ára fjárhagsáætlun 2009-2011.
18.4.2008
Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Veiðitilhögun í Eyjafjarðará
Einungis er leyfilegt að veiða á flugu, með einum eða tveimur krókum, með flugustöng og fluguhjóli.
Sleppa ber allri bleikju sem veidd er en heimilt að hirða urriða (staðbundinn og sjógenginn) og lax.
Veiði í öllum þverám Eyjafjarðarár er bönnuð.
á svæði 5 verða seld veiðileyfi í ágústmánuði og þá einungis fyrir hádegi. Ekki verður heimilt að veiða
á svæði 5 fyrir framan merki ofan Tjaldbakka.
Fyrirhugaðar eru umfangsmiklar rannsóknir á lífríki Eyjafjarðarár undir stjórn Bjarna Jónssonar umdæmisstjóra
veiðimálastofnunar á Norðurlandi. Rannsóknin felst m.a. í að merkja umtalsvert magn af bleikju, til að meta far bleikjunnar, mögulegan veiðistofn,
veiðiálag, ofl. Merkingar á bleikju hefjast í vor á neðri svæðum árinnar. Bleikja verður merkt á svæði 5 og í
þverám Eyjafjarðarár jafnt og þétt í allt sumar. Ekki verður merkt bleikja á heimiluðu veiðisvæði á svæði 5,
í ágústmánuði. Gert er ráð fyrir að þessar rannsóknir spanni yfir þriggja ára tímabil.
EYJAFJARðARá 2008 Umsókn um veiðileyfi
Veiðisvæði I. (frá ósum að merki 50 m sunnan við Munaþverá)
Stengur dagar og tímabil_______________________________________________________
___________________________________________________________________________
Veiðisvæði II. (frá merki 50 m sunnan við Munkaþverá að Guðrúnarstaðabæ
Stengur dagar og tímabil_______________________________________________________
___________________________________________________________________________
Veiðisvæði III. ( frá Guðrúnarstöðum að merki rétt norðan Hleiðargarðs)
Stengur dagar og tímabil_______________________________________________________
___________________________________________________________________________
Veiðisvæði IV (frá merki rétt norðan Hleiðargarðs að göngubrú við Hóla)
Stengur dagar og tímabil_______________________________________________________
___________________________________________________________________________
Veiðisvæði V (frá göngubrú við Hóla að merki framan við Tjaldbakka)
Stengur dagar og tímabil_______________________________________________________
___________________________________________________________________________
Nafn:________________________________________ Kennitala:___________________
Heimilisfang___________________________________ Póstnúmer: _________________
Símanúmer og gsm:_____________________________ Netfang: ______________________
Annað, t.d. dagar sem umsækjandi getur alls ekki notað, sérstakar óskir og hver sé veiðifélagi:
þið eruð vinsamlegast beðin um að sækja um tímabil sem þið getið notað en ekki einstaka daga nema tilgreina góða
ástæðu fyrir því að ekki er hægt að sækja um nema vissa daga. (Ef sótt er um marga sértilgreinda daga getur það valdið
erfiðleikum við að koma til móts við alla sem sækja um). Ofan á veiðileyfi leggst skilagjald kr. 2.000,- sem fæst endurgreitt við skil og
útfyllingu á veiðiskýrslu í Ellingsen.
Umsóknir skulu berast á þessu umsóknarblaði til Ellingsen, Tryggvabraut 1-3, 600 Akureyri. Umsóknir skulu berast fyrir kl. 17:00 þriðjudaginn 6.
maí 2008. úthlutuð veiðileyfi á að greiða í Ellingsen, Tryggvabraut 1-3, 600 Akureyri fyrir 5. júní 2008. í sumar er
veiðimönnum skylt að skila inn aflatölum eftir hverja veiðiferð í Ellingsen við Tryggvabraut. þar ber veiðimanni að skrá aflann. Vinsamlegast
skrifið skýrt og greinilega. Skráning er mikilvæg til að fylgjast með og ákvarða veiði í ánni. Athugið ef veidd er merkt bleikja skal
skrá númer merkis ásamt lengd og veiðistað í veiðibók.
Verðskrá 2008 verð pr. stöng
Veiðisvæði Tímabil Virkir dagar Virkir dagar Helgar Helgar
1/1 dagur 1/2 dagur 1/1 dagur 1/2 dagur
1 sv. 1/7-15/7 5.000 kr. 3.300 kr. 5.500 kr. 3.700 kr.
16-7-15/8 6.000 kr. 4.000 kr. 6.600 kr. 4.400 kr.
16/8-31/8 8.200 kr. 5.500 kr. 9.000 kr. 6.000 kr.
1/9-30/9 12.000 kr. Bara heilir dagar 13.200 kr. Bara heilir dagar
2 sv. 1/7-13/7 5.000 kr. 3.300 kr. 5.500 kr. 3.700 kr.
14-7-31/8 6.500 kr. 4.300 kr. 7.200 kr. 4.800 kr.
1/9-20/9 8.300 kr. 5.500 kr. 9.100 kr. 6.100 kr.
3 sv. 1/7-13/7 5.000 kr. 3.300 kr. 5.500 kr. 3.700 kr.
14-7-31/8 7.300 kr. 4.900 kr. 8.000 kr. 5.300 kr.
1/9-20/9 6.000 kr. 4.000 kr. 6.600 kr. 4.400 kr.
4 sv. 1/7-8/7 5.000 kr. 3.300 kr. 5.500 kr. 3.700 kr.
9/7-19/7 8.100 kr. 5.400 kr. 8.900 kr. 5.900 kr.
20/7-9/8 12.000 kr. 8.000 kr. 13.100 kr. 8.700 kr.
10/8-31/8 9.500 kr. 6.300 kr. 10.100 kr. 6.700 kr.
5 sv. 1/8-31/8 Bara selt fh. 12.000 kr. Bara selt fh. 13.200 kr.