Auglýsingablaðið

833. TBL 10. maí 2016 kl. 13:01 - 13:01 Eldri-fundur

Vinnuskólinn - umsóknarfrestur til 20. maí
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2000, 2001 og 2002 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Starfið hefst 6. júní. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 20. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími. Upplýsingar um vinnutíma og laun verða birt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar þegar nær dregur.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Kvenfélagið Aldan/Voröld
Kvenfélagið Aldan/Voröld boðar til fundar þann 10. maí kl. 20 í Félagsborg.
Fáum til okkar fyrirlesara um núvitund. Léttar veitingar í boði.
Sumarkveðja, stjórnin.

Vantar húsnæði til leigu
Einstæð móðir með 10 ára barn í Hrafnagilsskóla og rólegan hund óskar efti húsnæði í sveitinni.
Inga sími: 867-4351

Aðalfundur Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar
Aðalfundur Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn þann 9.
maí kl. 20. Fundurinn verður haldinn á Lamb Inn. Reikningar lagðir fram
og stjórn kosin, önnur mál.
Stjórn Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar.

Tæki Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar
Tæki Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verða staðsett í Torfum og Ytri-Tjörnum eins og á síðasta ári.
Torfur: Y-Tjarnir:
Plógur nýr 20.000 kr. á dag Þrískeri vendi 16.000 kr. á dag
haugsuga 16.000 kr. á dag þrískeri 10.000 kr. á dag
akurvalti 14.000 kr. á dag mykjudreifari 8t 12.000 kr. á dag
mykjudreifari 6 t 10.000 kr. á dag tvískeri 5.000 kr. á dag
vinnupallar 5.000 kr. á dag vatnsvalti 6.000 kr. á dag

Stjórnin

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Síðasta samverustund á þessu vori verður í Félagsborg, næsta þriðjudag 12. maí kl. 13-17.
Sumarstarfið kynnt. Hvetjum sem flesta að koma og kynna sér starfsemi félagsins.
Stjórnin.

Í vetrarlok viljum við þakka sveitungum okkar kærlega fyrir ánægjulegar stundir í vetur. Það er virðingarvert þegar fólk velur fyrirtæki i heimabyggð til að halda utan um viðburði og veislur.
Kærar þakkir.
Starfsfólk Lamb Inn Öngulsstöðum

Næstu daga verða eldri borgarar úr Öxarfirði í heimsókn hjá okkur í sérstakri sauðburðardagskrá. Laugardaginn 7. maí viljum við bjóða eldri borgurum á svæðinu að koma og snæða kvöldverð með gestum okkar. Lambalæri og eftirréttur á kr. 4.900.
Einnig eigum við nokkur sæti laus í ferð um Svarfaðaradal og Dalvík kl. 10.00 á laugardaginn. Verð er kr. 6.500,- og innifalið í því er fiskisúpa hjá Gísla, Eiríki og Helga.
Pantanir í síma 463 1500 eða á netfanginu lambinn@lambinn.is.
Lamb Inn
Öngulsstöðum

Áburðardreyfing
Tek að mér áburðardreyfingu með alsjálfvirkum áburðardreyfara, GPS og magnstýringu.
Hlynur á Kvisti, s: 895-5899

Getum við bætt efni síðunnar?