Jólakveðja
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og starfsfólk á skrifstofu sveitarfélagsins, senda öllum íbúum
Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er
að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Jólakveðjur
Smámunasafnið, sendir hugheilar jóla- og áramótakveðjur. þakkar góðar viðtökur og hlý orð í garð safnsins á
liðnum árum.
Kæru samstarfskonur bestu þakkir fyrir samstarfið í sumar, hlakka til að vera með ykkur á nýju ári.
Hittumst heil.
Fyrir hönd Smámunasafns Sverris Hermannssonar, Guðrún Steingrímsdóttir
Opnunartími gámasvæðis fram að áramótum:
Föstudaginn 23. desember – OPIð KL. 13-17
Laugardaginn 24. desember – LOKAð
þriðjudaginn 27. desember – OPIð KL. 13-17
Föstudaginn 30. desember – OPIð KL. 13-17
Laugardaginn 31. desember – LOKAð
Venjulegur opnunartími eftir áramót, þ.e. þriðju-, föstu- og laugardaga kl. 13-17.
Sveitarstjóri
Opnunartími sundlaugar um jól og áramót:
OPIð 19. - 22. des. kl. 15-20
LOKAð 23. - 26. des.
OPIð 27. - 30. des. kl. 15-20
LOKAð 31. des. og 1. janúar 2012
Fjölskyldan í sund. Frítt fyrir 15 ára og yngri.
íþróttamiðstöð Eyjafjarðar
Gjafabréf Freyvangsleikhússins
Við viljum benda sveitungum á að gjafabréf á sýninguna Himnaríki - geðklofinn gamanleikur, sem verður aðalsýning félagsins
þetta leikárið, eru nú til sölu í Eymundsson á Akureyri (ekki á annarri hæð!) á sérstöku afsláttarverði kr.
2.000,-. Lofum að koma ekki með sýnishorn á þorrablótið!
Jólakveðja frá Freyvangsleikhúsinu
Messur yfir jólahátíðina
Aðfangadagur. Hátíðamessa í Grundarkirkju kl 22:00. Jóladagur. Messa í
Kaupangskirkju kl.11:00. Jóladagur. Messa í Munkaþverárkirkju kl 13:30. Annar jóladagur. Barnamessa í Hólakirkju kl. 11:00. Annar jóladagur.
Helgistund í Saurbæjarkirkju kl.13:30. Gamlaársdagur. Hátíðamessa í Möðruvallakirkju kl.11:00.
Kveðjur Hannes
Jólatrésskemmtun!
Kvenfélagið Hjálpin og Hestamannafélagið Funi halda hina árlegu jólatrésskemmtun í Funaborg þriðjudaginn 27. desember
kl.13.30-16.00.
þar verður dansað kringum jólatréð og vonandi láta einhverjir jólasveinar sjá sig.
Eftir ballið verða kaffiveitingar. Allir velkomnir.......
Kvenfélagið Hjálpin og Hestamannafélagið Funi
Jólagrein og hrista
Verðum í Poppulus tremula í listagilinu með hálsmen, jólatré og ódauðleg listaverk alla daga til jóla. Glögg og piparkaka eftir
kvöldmat á þorláksmessu og ef til vill örlítil músík og sérstök tilboð ef þannig stendur á. Opið kl. 13-18
(eitthvað frameftir á þollák).
Gleðileg jól Helgi og Beate
Jólakveðjur
Við á Syðra-Laugalandi sendum sveitungum okkar innilegustu jólakveðjur og óskum ykkur friðar og farsældar á komandi ári.
Hannes og fjölskylda
Jólakveðja
ábúendur í Garði og starfsfólk GK verktaka senda öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar hugheilar kveðjur um gleðileg jól og
farsæld á komandi ári. þökkum ánægjuleg samskipti á árinu.
Garðsbúið og GK verktakar
Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta
félagsins. í 9. gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:
1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2011
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 2011
3. Rekstaráætlun fyrir næsta rekstarár
4. Arðskrá félagsins
5. önnur mál
Verið er að gera nýja arðskrá í samræmi við samþykkt aðalfundar. óskum eftir því að landeigendur mæti og
staðsetji sín landamerki á korti sem lagt verður fram á fundinum.
í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar
í Veiðifélagi Eyjafjarðarár að Funaborg Eyjafjarðarsveit mánudagskvöldið 11. janúar 2012 klukkan 20:00.
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár