Svæðisskipulagsauglýsingar

Kynningarfundur - breyting á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Kynningarfundur verður haldinn í Hlíðarbæ 6. júní 2019 klukkan 20:00 þar sem skipulagstillaga og umhverfisskýrsla vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar, drög, liggja nú frammi til kynningar, m.a. á www.afe.is.
31.05.2019
Svæðisskipulagsauglýsingar

Kynning á skipulagstillögu svæðisskipulags Eyjafjarðar

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar afgreiddi á fundi sínum 7. maí s.l. til kynningar drög að skipulagstillögu og umhverfisskýrslu vegna breytinga á svæðisskipulagi. Tillagan verður síðan send sveitarstjórnum til staðfestingar að lokinni kynningu sem stendur yfir út júní.
31.05.2019
Svæðisskipulagsauglýsingar

Kynningarfundur vegna breytinga á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Kynningarfundur verður haldinn í Laugarborg 21. mars 2018 vegna breytinga á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 um flutningslínur raforku.
16.03.2018
Svæðisskipulagsauglýsingar

Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar vinnur nú að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, sem staðfest var 21.1.2014. Breytingin mun taka til legu flutningslína raforku en ekki voru forsendur til þess að ganga frá legu þeirra þegar svæðisskipulagið var unnið. Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur verið tekin saman skipulags- og matslýsing þar sem gerð er grein fyrir áherslum, helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, skipulagskostum og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Lýsing er sett fram og kynnt í upphafi verks til þess að almenningur, umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar fái upplýsingar um fyrirhugaða skipulagsvinnu og geti sett fram sjónarmið, athugasemdir og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins.
08.03.2018
Svæðisskipulagsauglýsingar

SVÆÐISSKIPULAG EYJAFJARÐAR 2012 – 2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á fundi sínum hinn 26. nóv. 2013 samþykkt tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024. Með vísan til 3. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur nefndin jafnframt sent tillögu sína til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sem skal innan fjögurra vikna staðfesta skipulagstillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
29.11.2013
Svæðisskipulagsauglýsingar

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 og umhverfisskýrslu. Skipulagstillagan, sem auglýst er með vísan til 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, mun liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með 28. júní 2013 til og með 23. ágúst 2013.
25.06.2013
Svæðisskipulagsauglýsingar

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 - kynningarfundir

Tillaga að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 er nú til kynningar. Svæðisskipulagið tekur til sveitarfélaganna sjö við Eyjafjörð þ. e. Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Hörgársveitar, Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps.
03.01.2013
Svæðisskipulagsauglýsingar