Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2015
Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2015.
Rafrænt umsóknareyðublað er að finna hér.
Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.
Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015.
Öllum umsóknum verður svarað.
Sundæfingar hafnar á ný
Við hjá Umf. Samherjum viljum vekja athygli á því að sundæfingar eru hafnar að fullu á ný og hvetjum við sem flesta til að mæta.
Kveðja, stjórnin
Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Námskeið í horna- og beinavinnu hefst föstudaginn 6. mars kl.13:00.
Nánari upplýsingar í s: 463-1133 (Hildur).
Stjórnin
Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Þriðjudaginn 10. mars verður í Félagsborg fundur um Menningararf Eyjafjarðarsveitar og hefst hann kl. 20:00. Doktor Hjalti Hugason segir frá ýmsu tengdu sveitinni og nefnir erindið „Þankar um kirkjusögu og Eyjafjörð fram.“
Allir eru alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn og nú er sérstakt tækifæri til að hlýða á kunnan fræðimann fjalla um málefni tengd Eyjafjarðarsveit.
Fundur kvenfélagsins Aldan/Voröld
Kvenfélagið Aldan/Voröld boðar til fundar miðvikudaginn 11. mars kl. 20:00 í Félagsborg. Ester Stefánsdóttir ætlar að koma og ræða um handverkshátíðina og svara spurningum. Mætum endilega sem flestar og eigum góða stund.
Stjórnin
Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar
Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar verður haldinn miðvikudaginn 11. mars
kl. 20.30 í Víðigerði. Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin
Aðalfundur Saurbæjarsóknar
Aðalfundur Saurbæjarsóknar verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 11:00 í Sandhólum. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarbörn eru hvött til að mæta. Kaffi á könnunni.
Sóknarnefndin