Auglýsingablaðið

755. TBL 29. október 2014 kl. 12:23 - 12:23 Eldri-fundur

FRÁ LAUGALANDSPRESTAKALLI
Messa sunnudaginn 2.nóvember kl.20:30 í Munkaþverárkirkju.
Allraheilagramessa og altarisganga.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sóknarpresturinn

Kæru sveitungar - nú er komið að því 
Við óskum eftir efni í Eyvind s.s. sögum, ferðasögum, ljóðum, vísum, myndum o.s.frv. sem senda skal á netfangið tjarnir@simnet.is.
Fyrir hönd ritnefndar.
Benjamín á Ytri-Tjörunum

SÖNGSKEMMTUN Í LAUGARBORG
Drengjakór íslenska lýðveldisins verður á ferð um Norðurland og heimsækir Karlakór Eyjafjarðar. Af því tilefni munu þessir bráðhressu kórar halda söngskemmtun í Laugarborg föstudagskvöldið 31. október kl. 20:30. Söngur, glens og gamanmál.
Miðaverð kr. 2.000 – athugið að ekki er tekið við kortum.
ALLUR ÁGÓÐI AF TÓNLEIKUNUM RENNUR TIL HETJANNA, FÉLAGS LANGVEIKRA BARNA Á NORÐURLANDI.

Tónleikar í Laugarborg 
Sunnudaginn 2. nóvember kl. 15 leika Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari þekktar tónlistarperlur á borð við Ave Mariu eftir Bach-Gounod, Svaninn eftir Saint-Saëns, Rondo og Menuett eftir Boccherini, Nótt eftir Árna Thorsteinsson og fleiri lög sem margir þekkja en þar að auki flytja þau lengri tónverk eftir Robert Schumann og Francois Couperin.

Freyvangsleikhúsið bill minna á!
Uppsetning "Fiðlarans á þakinu" er ekki einfalt verk. Því tók stjórnin þá ákvörðun í haust að fresta vinnuferlinu um nokkra mánuði.
Blásið verður til samlestra að nýju um miðjan nóvember. Æfingar munu standa fram að aðventu og svo af fullum krafti eftir áramót og fram að frumsýningu sem áætluð er um miðjan febrúar. 
Biðjum áhugasama að fylgjast vel með á næstunni og vonumst til að sjá alla þá sem mættu snemma í haust og auk marga til viðbótar.

Óskilahross
Í óskilum hjá Eyjafjarðarsveit er ca. 15 vetra, taminn, markaður en ekki örmerktur brúnstjörnóttur hestur. Hann kom fram á Melgerðismelarétt 4.október sl..
Nánari upplýsingar veitir Sverrir á Bringu í síma 899-6142.

Samherja-hittingur!!
Nú er komið að allsherjar Samherja-hittingi. Allir krakkar sem æfa með Samherjum eru velkomnir í Hyldýpið miðvikudaginn 5. nóvember kl. 17 – 18:30. Þar ætlum við að eiga saman skemmtilega stund eins og Samherju er einum lagið!
Hlökkum til að sjá ykkur.

Minnum á Lappakvöldið á Lamb Inn laugaraginn 1. nóvember 
Nokkur sæti laus. Ódi sér um veislustjórn, happdrætti og verðlaun fyrir fegursta fótabúnaðinn. Svið fyrir þá sem ekki vlija lappir. Verð kr. 4000.- Upplýsingar og pantanir á lambinn@lambinn.is eða hjá Kalla í s: 691-6633.

Áflagallerýið auglýsir
Opið frá kl. 13-17 á laugardag og sunnudag. Fallegar tækifæris- og jólagjafir.
Gerða er með opið frá kl. 13-17 á sunnudag í Markaðsskúrnum þar sem kennir ýmissa grasa.
Verið velkomin.

Gullfallegan hvítan þriggja mánaða gamlan högna vantar heimili
Hann er kassavanur, blíður og efnilegur í alla staði. Kisi litli á nokkur systkini hér í sveit sem gott orð fer af.
Upplýsingar í s: 899-3585.
Benjamín

Til sölu eða leigu er 4-5 herbergja risíbúð að Öngulsstöðum 1 
Laus frá áramótum og mögulega 15. desember. 
Nánari upplýsinga gefa Guðný eða Kalli í s: 456-5515 / 898-2597 / 691-6633.

 

Getum við bætt efni síðunnar?