Einstaklingar sem geta ekki keyrt sjálfir vegna langvarandi skerðingar á færni geta sótt um akstursþjónustu. Markmið akstursþjónustunnar er að tryggja íbúum sveitarfélagsins aðgang að þjónustu, þannig fellur undir þjónustuna akstur í reglubundna þjálfun og heilbrigðisþjónustu. Að baki akstursþjónustu liggur þjónustumat. Við slíkt mat er tekið tillit til aðstæðna og þarfa viðkomandi til þjónustu vegna veru á eigin heimili.
Umsóknum er skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 605 Akureyri.
Reglur um akstursþjónustu í Eyjafjarðarsveit má finna í listanum hér.
Gjaldskrá um akstursþjónustu má finna í listanum hér. Sé gjald vegna akstursþjónustu íþyngjandi fyrir viðkomandi á hann tök á að sækja um fjárhagslegan stuðning, við mat á slíkum stuðning er tekið mið af tekjum og fjármagnstekjum viðkomandi aðila. Umsókn um fjarhagsstuðning fer í gegnum velferðarsvið Akureyrarbæjar.