Frá skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
þjóðlendumál.
óbyggðanefnd hefur fallist á beiðni fjarmálaráðherra um að frestur til að lýsa þjóðlendukröfum á svæði 7
verði framlengdur til 28. feb. 2008. Jafnframt hefur nefndin fallist á beiðni ráðherrans f. h. íslenska ríkisins um að umfjöllun um
svæði 7 verði skipt og að einungis hluti svæðisins verði tekin til umfjöllunar nú. Sá hluti svæðisins er í
megindráttum þannig afmarkaður í beiðni fjármálaráðherra: „Frá Fnjóská að austan, að
norðan af Hörgárdal, öxnadal, öxnadalsheiði í Eyjafirði, og Norðurárdal og Norðurá í Skagafirði, en að vestan af
norðurmörkum svokallaðrar Eyvindarstaðaheiði og Blöndu“.
Skv. framansögðu er Eyjafjarðarsveit á því svæði sem hugsanlegum þjóðlendukröfur ríkisins verður lýst innan tveggja
mánaða.
Garnaveikibólusetning.
Héraðsdýralæknir minnir á að lögboðinni garnaveikibólusetningu ásetningslamba átti að vera lokið fyrir
áramót. þeir fjáreigendur í Eyjafjarðarsveit sem enn hafa ekki látið bólusetja eru því hvattir til að ljúka
því á næstu dögum.
Hundahreinsun.
Vottorð frá dýralæknum um hreinsun hunda hafa verið að berast skrifstofunni að undanförnu. Samkvæmt vottorðunum vantar þó enn mikið
upp á að allir þeir sem eru skráðir hundeigendur í sveitarfélaginu hafi látið hreinsa hunda sína. Allir sem hlut eiga að máli er
hvattir til að drífa hreinsunina af hið fyrsta og eigi síðar en fyrir lok þessa mánaðar.
Um þrífösun rafmagns í Eyjafjarðarsveit.
Iðnaðarráðherra hefur skipað vinnuhóp sem skal endurmeta þörf fyrir þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni sbr. tilk. og
upplýsingar í Auglýsingablaðinu hinn 8. des. s. l. Vinnuhópurinn hefur leitað til sveitarstjórna um upplýsingar um
það hvar sé mest og brýnust þörf fyrir tengingu á þriggja fasa rafmagni í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi.
það er brýnt að vinnuhópurinn fái þær upplýsingar sem um er beðið. það er forsenda þess að yfirvöld geti
mótað áætlanir um endurnýjun á háspennukerfinu frá eins fasa kerfi yfir í þriggja fasa kerfi. Allir sem telja sig hafa hagsmuna að
gæta í þessu máli eru því beðnir að koma skoðunum/óskum sínum á framfæri við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, en
þar verður upplýsingunum safnað og þeim síðan komið á framfæri við vinnuhóp iðnaðarráðuneytisins.
Upplýsingarnar þurfa að berast skrifstofunni fyrir 15. jan 2007.
Sveitarstjóri
Knapamerki
Fyrirhugað er að hefja kennslu eftir knapamerkjakerfinu í byrjun febrúar 2008. Kennd verða 1. og 2 .stig(sjá námslýsingu á
www.holar.is ). Verkleg kennsla fer fram tvisvar í viku og bókleg aðra hverja viku.
1.stig = 18 klst. verklegt og 8 klst. bóklegt. 2. stig = 28 klst. verklegt og 8.klst. bóklegt Nemendur þurfa að mæta með eigin hest. Hesturinn þarf að vera
vel taminn og spennulaus.
Lámarks aldur er 12 ára. Kennari: Sara Arnbro, menntaður reiðkennari frá Hólaskóla.
Síðasti skráningadagur er 29. jan. n. k.
Upplýsingar: 845 22 98 Sara
Kæru sveitungar
Við viljum óska ykkur gleðilegs árs og þakka ykkur kærlega fyrir allan stuðninginn sem við fengum frá ykkur um áramótin. Eins og flestir
vita er þetta er mjög stór fjáröflun fyrir Dalbjörg og í ár gekk hún með besta móti. En nú líður að
þrettándanum og viljum við minna á flugeldasölu okkar sem fer fram í Bangsabúð sunnudaginn 6. janúar frá kl. 12-16.
Einnig viljum við minna á nýju heimasíðuna okkar,
www.dalbjorg.is . þar er hægt að skoða
ýmislegt gagnlegt, svo sem veður, færð á vegum og auðvitað allt sem starfað er innan sveitarinnar.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á sunnudaginn.
Bestu kveðjur,
Hjálparsveitin Dalbjörg.
æfingar hjá umf. Samherjum 2008.
Tímatafla verður eins og fyrir áramót, nema sundið fyrir eldri hópinn á fimmtudögum fellur niður vegna ónógra
þátttöku. Tímataflan birtist um næstu helgi.
Minnum einnig á mót UMSE næsta laugardag þann 12. janúar, kl.10.00, fylgist með á blogginu
http://www.blog.central.is/jonasari .
Gott væri ef foreldrar sem geta unnið hefðuð samband við Kristínu í síma 8462090. Kæru foreldrar við þurfum að leggja fram 1 starfsmann
við hverjar 10 skráningar, athugið hvert barn er kannski að keppa í 4 til 5 greinum þannig að við þurfum eina 8 til 10 starfsmenn. því betur
sem mótið er mannað þeim mun betur gengur það.
Bestu kveðjur, stjórnin.
Kæru sveitungar.
ég verð vinsamlegast að koma enn einni leiðréttingunni að vegna prentvillupúka í Eyvindi. En þau Páll Gísli ásgeirsson og Jurate
Peseckyte ásgeirsson báru stúlkubarn sitt til skírnar þann 24. júní síðast liðinn og heitir hún Morta Viktoría og er
Pálsdóttir.
það leiðréttist hér með.
Hannes
Hestamannafélagið Funi og Kvenfélagið Hjálpin efna til þrettándagleði !!!
Glens og grín og gaman að hætti hestamanna og kvenfélaga
Jólamatur Bautans (grafinn lax með dillsósu og brauðsnittum, jólapaté með lúðum rækjum og papriku ásamt chantillesósu,
grísapurusteik með heimalöguðu rauðkáli, hangikjöt með kartöflum og jafningi, ferskt salat með vínberjum og ristuðum fræjum,
sykurbrúnaðar kartöflur, steikt grænmeti, soðsósa, laufabrauð og smjör, ris ala mande með karamellusósu)
Birgir Arason sér um dansmúsíkina
Ekki láta happ úr hendi sleppa, njótið jólanna aaaaaaaaaðeins lengur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir !
Skráning hjá Sigríði í Hólsgerði (463-1551 / 857-5457) og Bylgju á Hríshóli (463-1315 / 863-1315) í síðasta lagi
á fimmtudeginum 10. janúar.
Skemmtinefnd Funa (Sigríður, ágúst, Hólmfríður, þorsteinn og þröstur)
Vinnuhópur 4 kvf.Hjálparinnar (Anna, Bylgja, Kristrún, María, Sigríður)