Freyvangsleikhúsið

Freyvangsleikhúsið er eitt af afkastamestu áhugamannaleikhúsum á landinu. Starfsemi leikfélagsins má rekja allt aftur til ársins 1957 þegar fyrst var sýnt á sviði félagsheimilisins Freyvangs. Í kjölfarið var stofnað Leikfélag Öngulsstaðahrepps sem síðar varð Freyvangsleikhúsið. Félagið er opið öllum þeim sem taka vilja þátt í gróskuríku leikstarfi.

Félagar í Freyvangsleikhúsinu hafa lagt mikið upp úr metnaðarfullum sýningum og á síðari árum hafa verið settar upp sýningar á verkum sem skrifaðar hafa verið fyrir félagið. Dæmi um það er Kvennaskólaævintýrið sem Böðvar Guðmundsson skrifaði fyrir félagið og gerist í Kvennaskólanum sem á sínum tíma var starfræktur á Laugalandi. Sýningin hlaut mjög góðar viðtökur áhorfenda og var Freyvangsleikhúsið valið úr hópi áhugamannaleikfélaga til að sýna verkið á fjölum Þjóðleikhússins. Það reyndist vera fyrsta skiptið af nokkrum sem félagið hlaut þá viðurkenningu.

Heimasíðu Freyvangsleikhússins má sjá hér.

Síðast uppfært 21. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?