Auglýsingablaðið

1047. TBL 18. júní 2020

Auglýsingablað 1047. tbl. 12. árg. 18. júní 2020.


KJÖRFUNDUR VEGNA KJÖRS FORSETA ÍSLANDS LAUGARDAGINN 27. JÚNÍ 2020
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00, stefnt er að lokun kjörfundar kl. 18:00. Tekið skal fram að ekki má loka kjörstað fyrir kl. 22:00, nema kjörfundur hafi staðið í átta tíma og hálftími sé liðinn frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjósendur eru því hvattir til að mæta nægilega snemma til að tryggja að þeir geti greitt atkvæði.
Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 16. júní 2020;
Einar Grétar Jóhannsson, Elsa Sigmundsdóttir og Níels Helgason.


Yoga við sundlaugina
Litla yogastofan og Sundlaugin á Hrafnagili bjóða yogatíma undir berum himni fyrir opnun laugarinnar næstu þrjá sunnudaga 21., 28. júní og 5. júlí.
Yogatímarnir byrja kl. 9:00 og þeim lýkur kl. 10:00.
Í tímunum verður mjúkt og styrkjandi flæði og þeim lýkur með leiddri djúpslökun. Tímarnir henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Ef þú átt yogadýnu taktu hana þá með þér. Ef þú átt ekki dýnu þá verða nokkrar yogadýnur á staðnum ásamt teppum og púðum.
Hver tími kostar 2000 kr. og innifalið í gjaldinu er aðgangseyrir í sundlaugina.
Þú þarft ekki að skrá þig, bara mæta á dýnuna kl. 9:00. Gengið er inn á sundlaugarsvæðið að sunnanverðu. Þar verður opið hlið sem er hægra megin við innganginn í íþróttamiðstöðina.
Vertu velkomin/n í nærandi byrjun á sunnudegi með yoga og sund- eða pottaferð.
Ingileif Ástvaldsdóttir, yogakennari


Skjálfandamót HFA og Völsungs 2020 fer um Eyjafjarðar¬sveit 20. júní kl. 9:00-11:00
Búast má við aukinni umferð hjólreiðamanna um Eyjafjarðarsveit laugardaginn 20. júní en þá standa Hjólreiðafélag Akureyrar og Völsungur að stigamóti í götuhjólreiðum. Ræst verður frá Akureyri kl. 9:00 og mun allt að 30 manna hópur hjóla frá Akureyri um Miðbraut hjá Hrafnagili og norður í Vaðlaheiðargöng. Keppnisleiðin endar á Húsavík og er áætlað að henni ljúki um kl. 14:00.
Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka gát á þessum tíma.


Hryssu-eigendur athugið
Nú á dögunum brá hinn brúnskjótti stóðhestur, Kakali frá Garðsá sér í kynbótadóm og fékk svohljóðandi niðurstöður, bygging 8,69, hæfileikar 7,92 aðaleinkunn 8,19. Hann tekur á móti hryssum á hinu kunna ræktunarbúi Höskuldsstöðum í Eyjafjarðarsveit, verð fyrir fengna hryssu er kr. 75.000,00 + vks.
Upplýsingar verða veittar hjá Orra í síma 899-3264.



Snyrtistofan Sveitasæla

Er staðsett á Lamb Inn Öngulsstöðum. Sumarlokun verður 17. júní -28. júní og 15. júlí - 3. ágúst.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um með¬ferðir og verð eru inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í vinnuvöru og til sölu.
Er með opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari



Bæjarkeppni Funa

Bæjarkeppni Funa verður haldin miðvikudagskvöldið 24. júní á Melgerðismelum.
Skráning hefst kl. 18:00 og mótið byrjar kl. 19:00. Öllum velkomið að skrá sig óháð félagaaðild, opin skráning í alla flokka.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum í þeirri röð sem þeir birtast.
• Pollaflokkur 
• Barnaflokkur 
• Unglingar 
• Ungmenni
• Kvennaflokkur
• Karlaflokkur

Pylsur, gos o.fl. verður til sölu á staðnum.
Allir velkomnir.
Hestamannafélagið Funi.


Vatnsveitufélag Kaupangssveitar
Framhaldsaukaaðalfundur Vatnsveitufélags Kaupangssveitar verður haldinn miðvikudaginn 24. júní kl. 20:00 í Laugarborg.
Á aðalfundi á Lambinn þann 13.05.2019 var samþykkt sú tillaga að stjórn VK færi í viðræður við Norðurorku um samstarf eða kaup á félaginu, af því tilefni boðum við nú til aukaaðalfundar til kynningar á því.
Dagskrá fundarins:
1. Kynning á tilboði Norðurorku í eignir félagsins
2. Beiðni stjórnar um umboð félagsmanna til handa stjórn til að ráðstafa eignum félagsins, með fyrirvara um samþykki félagsmanna á aðalfundi sem haldinn verður í haust.
3. Önnur mál
Athugið að umboð eru ekki leyfð á fundinum.
Stjórn Vatnsveitufélags Kaupangssveitar



Gaia hofið

Hjartanlega velkomin í töfrandi og hjartaopnandi kakóathöfn með heilandi slökun og helgum hljómum í fallega Gaia hofinu við sumarsólstöður sunnudaginn 21. júní kl. 20:00-22:00. Við bjóðum hreinni tíðni að hreinsa, virkja og endurnæra frumur likamans. Kakóið hjálpar okkur að slaka á og opna upp til að taka á móti heiluninni og töfrandi orku náttúrunnar og náttúruveranna í umhverfinu. Verð 3.500 kr. Skráning í skilaboðum eða netpósti.
Gaia God/dess Temple Gaia hofið í sérstöku hand útskornu Yurt, athafnir, námskeið, sjálfsstyrking, dans/hreyfing í núvitund, djúpslökun og tónheilun með helgum hljóðfærum fyrir einstaklinga, pör og hópa. Iceland Yurt, einstök gisting í einangruðu mongólíutjaldi með viðarofni og stórkostlegt útsýni. Solla 8576177, Leifsstaðabrúnum 15, 605 Akureyri.
info@icelandyurt.is / www.icelandyurt.is

 

Getum við bætt efni síðunnar?