Auglýsingablaðið

621. TBL 04. júní 2012 kl. 12:32 - 12:32 Eldri-fundur

Opnunartími gámasvæðis yfir páskana
Gámasvæðið er lokað föstudaginn langa 6. apríl en annars er opið eins og venjulega á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum kl. 13-17.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Dagana 26. mars til 4. apríl verður almenningsbókasafnið opið sem hér segir:
Mánudaga kl. 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 16:00-19:00
Föstudaga lokað

Lokað verður á:
skírdag, 5. apríl
föstudaginn langa, 6. apríl
annan í páskum, 9. apríl

Frá 10. apríl  verður svo opið eins og venjulega nema að lokað er á sumardaginn fyrsta, 19. apríl:
Mánudaga kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 9:00-12:30


Kæru sveitungar
Söfn um allt land eru nú að huga að gjörnýtingu á ýmsum umbúðum sem til falla á heimilum eða féllu til. þetta byrjaði allt með því að eitt safn fór að spyrjast fyrir um nýtingu á hveitipokum og öðrum mjölpokum. Margir komu með sögur af hveitipokasaumaskap. Nú er svo komið að við viljum endilega fá muni og sögur um slíkt sem ef til vill mundi síðan enda með farandsýningu um landið, allavega smásýningar víða um land.
Ef nú svo vill til að einhverjir eiga í fórum sínum eitthvað saumað eða bara poka, þarf ekki að vera stráheilt,,, alls ekki,,, mjög eðlilegt að það sé farið að slitna. Smámunasafninu væri fengur í slíku til að geta lagt sitt af mörkum, það er hægt að hafa samband við Guðrúnu í síma 865-1621 og við skoðum málið.
Smámunasfnið verður opið um páskana eins og venja er 5.-9. apríl milli kl. 14 og 17. Hlakka til að heyra frá ykkur.
Bestu kveðjur, Guðrún


Sumarferð 2012
Félag aldraðra Eyjafirði fer í sína árlegu fjögurra daga ferð 20.-23. júní, um sunnanverða Vestfirði með gistingu í Flókalundi. Allir 60 ára og eldri eru velkomnir.
Skráið ykkur fyrir 16. apríl í síma 463-1153 Jón, 463-1155 Reynir og/eða 463-1472 óttar


Folaldið fundið
Folaldið sem auglýst var eftir í seinasta auglýsingablaði er fundið heilt á húfi og komið á sinn stað. Takk fyrir hjálpina.
Jónas Vigfússon, s. 861-8286


Reiðnámskeið
æskulýðsnefnd Funa stendur fyrir reiðnámskeiði, fyrir áhugasama krakka, á Melgerðismelum í apríl (gæti teygst fram í maí).  Um er að ræða 4-6 skipti með einhverra daga millibili.  Leiðbeinandi verður Anna Sonja ágústsdóttir, hestafræðingur.  Nánari útfærsla fer eftir þátttöku.  Sigríður Hólsgerði veitir frekari upplýsingar og tekur á móti skráningu á námskeiðið.  Hafið samband í síðasta lagi þriðjudaginn 3. apríl n.k. í síma 463-1551  eða á netfangi holsgerdi@simnet.is


Funafélagar athugið
Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður í Funaborg þriðjudaginn 3. apríl n.k. kl. 20. Að afloknu aðalfundaratriðinu, sem er að samþykkja reikninga sídasta árs, verða Gestur Páll og félagar í Skeiðfélaginu Náttfara með fræðsluerindi um skeið, skeiðþjálfun og skeiðkeppni.
Hvetjum alla til að mæta á þennan skemmtilega fund.
Stjórnin og fræðslunefndin


FMcosmetics dreifiaðili

Erla  heiti ég og er sjálfstæður dreifiaðili á vegum FMcosmetics. ég hef ákveðið að bjóða uppá 2 kynningar heima hjá mér, 4 og 5. apríl kl. 21, takmarkaður fjöldi kemst að svo að endillega hringið og skráið ykkur sem fyrst í síma: 845-7330. það kostar ekkert að koma og skoða ;) ég er með er: ilmvötn, snyrtivörur, shampoo, frábæra fótalínu, skartgripi og mjög góðar hreinlætisvörur fyrir heimilið og bílinn. Endilega skoðaðu vörurnar og ég get fullyrt það að þú finnur eitthvað sem þér lýst á!  http://erla.fmgroup.is/


Himnaríki er í Freyvangi
Nú fer sýningum á Himnaríki – geðklofnum gamanleik fækkandi í Freyvangsleikhúsinu. Næstu sýningar eru sem hér segir:
13. sýning 30. mars – örfá sæti laus
14. sýning 31. mars – örfá sæti laus
15. sýning 5. apríl – Skírdagur – laus sæti
16. sýning 7. apríl – laus sæti
17. sýning 13. apríl
18. sýning 14. apríl
Allar sýningar hefjast kl. 20:00. Miðasala í síma 857-5598 milli kl. 17 og 19 alla daga. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara. Einnig er hægt að panta miða á www.freyvangur.net og með því að senda póst á freyvangur@gmail.com. Miðaverð: 2.500,- kr.
Sjáumst í Freyvangi

Getum við bætt efni síðunnar?