Hrossasmölun og hrossaréttir 2017
Hrossasmölun verður föstudaginn 6. október og hrossaréttir laugardaginn 7. október sem hér segir:
Þverárrétt kl. 10:00
Melgerðismelarétt kl. 13:00
Gangnaseðlar verða sendir þeim sem lagt er á og einnig birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Fjallskilanefnd
Forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl
SÍBS ásamt aðildarfélögum og Samtökum sykursjúkra, bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög.
Mælingar verða á Akureyri laugardaginn 7. október 2017 kl. 10:00–17:00 í Heimahjúkrun heilsugæslunnar, Skarðshlíð 20 (Húsnæði Hvítasunnukirkjunnar).
Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.
Nánari upplýsingar um forvarnaverkefnið eru á http://sibs.is/allar-frettir/1605-sibs-lif-og-heilsa-a-nordhurlandi
Auglýst eftir umsóknum um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Umsóknarfrestur er til 25. október næstkomandi.
Vakin er sérstök athygli á að í kjölfar lagabreytinga er nú í fyrsta sinn auglýst í samræmi við nýjar reglur sem um sjóðinn gilda. Meginbreyting felst í því að hægt er að sækja um styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga eða einkaaðila. Nánari upplýsingar er að finna á www.ferdamalastofa.is
Eyvindur í efnisleit
Kæru sveitungar, hvernig væri nú að staldra við og setja á blað eða í word-skjal þekkingarmola, fróðleik, sögur, ljóð, grín eða minningabrot? Ef þú lumar á einhverju efni sem myndi sóma sér vel í blaðinu þá sendu tölvupóst eða hringdu í ritnefnd.
Í ritnefndinni eru:
Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum. Netfang: tjarnir@simnet.is
Brynjólfur Brynjólfsson, Reykhúsum 1. Netfang: bobbolfur@gmail.com
Rósa Margrét Húnadóttir, Brekkutröð 5. Netfang: rosahuna@gmail.com
Þóra Hjörleifsdóttir, Jódísarstöðum 4. Netfang: thorahjor@gmail.com
Þórný Barðadóttir, Meltröð 2. Netfang: thorny@unak.is
Haustfundur Kvenfélagsins Iðunnar
Minnum á haustfundinn á morgun, fimmtudaginn 5. október, á Brunirhorse Brúnum kl. 20:00. Venjuleg fundarstörf. Veitingar í boði. Nýjar félagskonur velkomnar.
Stjórnin
Mat-leikar á Lamb Inn á föstudaginn
Fjölskyldutríóið, skipað þeim Elvý, Eyþóri Inga og Birki Blæ, ætlar að opna Mat-leika tónleikaröðina okkar á föstudaginn kl. 19:30.
Þau ætla að bjóða upp á einn af uppáhaldsréttum fjölskyldunnar; bragðmikið lasagne. Eftir matinn slá þau síðan upp tónleikum og spila ljúfa og notalega tónlist við allra hæfi.
Minnum á pizzahlaðborðið 13. október og kótelettukvöldið 14. október. Nánari upplýsingar á lambinn.is þar sem einnig er hægt að bóka miða í viðburðadagatalinu á síðunni.
Stóðréttir á Melgerðismelum 7. október.
Rekið inn kl. 13:00.
Funamenn sjá um veitingarnar að venju.
Stóðréttarball
Alvörusveitaball í Funaborg Melgerðismelum 7. október.
Hljómsveitin Úlfarnir leika fyrir dansi fram á nótt.
Húsið opnar kl. 22:00. Miðaverð kr. 2.500-
Sveitaböllin gerast ekki betri.
Hestamannafélagið Funi