Auglýsingablaðið

505. TBL 08. janúar 2010 kl. 10:40 - 10:40 Eldri-fundur

þorrablót Eyjafjarðarsveitar 30. jan. 2010.
 
í vini alla nú skal ná
og næra í fjallasalnum.
þorrinn kallar alltaf á
ákaft svall í dalnum.

Gaul á ný er görnum í
geymum því að fasta
tökum frí og hjartahlý
hittumst þrítugasta.

Glettni dafni, gríni og
gleði jafnan skili,
að allir safnist sín með trog
og sukk að Hrafnagili.
Höf: S.R.S.



Folalda og ungfolasýning.
Folalda- og ungfolasýning hrossaræktunarfélagsins Náttfara í Eyjafjarðarsveit fer fram laugardaginn 9. janúar kl.13.00 í Melaskjóli á Melgerðismelum. Keppt verður í tveimur flokkum, hryssur og hestar, og einnig er hægt að fá mat á  ungfola fædda 2007 og 2008. Sú nýbreytni verður tekin upp að folöldin verða byggingadæmd áður en sýningin hefst. Dómari verður Eyþór Einarsson.
Funi sér um veitingar.
Nánari upplýsingar hjá Auðbirni í Hólakoti í síma  864-8000 og á e-mail audbjorn@nett.is
Sýningarstjórn.



Leiðrétting
Að gefnu tilefni þá langar mig að leiðrétta misskilning sem birtist í Eyvindi, þar er frétt frá Freyvangsleikhúsinu sem segir að kór Hrafnagilsskóla taki þátt í leiksýningunni Dýrin í Hálsaskógi. það er ekki rétt heldur eru það nokkur börn í Hrafnagilsskóla sem fá þarna lítil hlutverk. Einnig kemur þarna fram að undirrituð sjái um tónlistina og það er einnig ekki rétt.
Með kveðju, María Gunnarsdóttir



Frá GK verktökum
Um leið og GK verktakar óska íbúum Eyjafjarðarsveitar árs og friðar á nýbyrjuðu ári, viljum við minna á okkar frábæru þjónustu í snjómokstri.
Ef þið þurfið að losna við snjóinn af heimreiðinni, bílastæðinu eða frá útihúsum er það ekkert mál fyrir okkur. Til þess notum við öflugar dráttarvélar með snjóblásara eða snjóplóg og traktorsgröfu. Til hálkuvarna eru við með sanddreifara á dráttarvél.
Fram að þorrablóti verðum við í óvenju góðu skapi til að gera hagstæð verðtilboð í snjómokstur og sanddreifinguna
Fljót og góð þjónusta. Vanir menn og vönduð vinna
GK verktakar, Garði         Hlynur sími 895 5899     Aðalsteinn  sími 863 1207



Sveitarstjórnarfundur
380. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 12. janúar n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og hér á heimasíðu sveitarinnar. Sveitarstjóri.

Getum við bætt efni síðunnar?