Auglýsingablaðið

698. TBL 19. september 2013 kl. 08:45 - 08:45 Eldri-fundur

Strætó í Eyjafjarðarsveit – meiri þjónusta
Eins og auglýst hefur verið þá er almenningi boðið að ferðast með skólabílum að Hrafnagilsskóla. þaðan er síðan ferð sem fer til Akureyrar kl. 7:45 og stöðvar þar sem þörf er á eins og við Skautahöllina, VMA og MA. á seinasta sveitarstjórnarfundi var ákveðið að bæta við þessa þjónustu og frá og með deginum í dag þá verður farin ferð frá strætóstoppistöðinni við Drottningarbraut sunnan við Kaupvangsstræti kl. 13:40, að Hrafnagilsskóla. Síðan verður ferð frá miðbæ Akureyrar kl. 16.30 að skólunum og inn að Hrafnagilshverfi, austur yfir eftir Miðbrautinni, norður eftir Eyjafjarðarbraut eystri, upp hjá Knarrarbergi og niður Knarrarbergsveg og Veigastaðaveg, að Eyjafjarðarbraut eystri og þaðan í miðbæ Akureyrar. þessar ferðir verða alla virka daga á meðan á skólahaldi stendur og þjónustan er ókeypis þar til annað verður ákveðið.
Sveitarstjórn


Kettir
Nauðsynlegt er að halda fjölgun katta í hófi. Vanti kattagildru eða aðstoð við fækkun katta má hafa samband við Davíð í síma 895-4618.
Sveitarstjóri


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.

Bókasafnið er opið :
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.


Foreldrafélag Hrafnagilsskóla
Aðalfundur foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2013-2014 verður haldinn í Hrafnagilsskóla þriðjudagskvöldið 1. október kl. 20:30. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu frambjóðendur verða kynntir í félagið og öðrum boðið að gefa kost á sér í stjórn. Guðjón H. Hauksson mun halda fyrirlestur um tölvunotkun barna og Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri mun segja frá sinni reynslu á tölvunotkun barna. Við minnum á að allir foreldrar/forráðamenn barna í Hrafnagilsskóla eru sjálfkrafa félagar í foreldrafélaginu og eiga því fullt erindi á þennan fund.
í boði verða léttar veitingar. Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla


Frá félagi aldraðra Eyjafirði
Vetrarstarfið hefst mánudaginn 30. september n.k. kl. 13:00 í Félagsborg.
Kynning á verkefnum vetrarins. Mætum hress og endurnærð eftir sumarið.
Nýir félagar hjartanlega velkomnir.
Stjórnin


Einbýlishús til sölu í Hrafnagilshverfinu
Til sölu er Sunnutröð 6, 163 m² einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Húsið er með 4-5 svefnherbergjum. Nánari upplýsingar veita Lilja 663-2962 og Sigurður 663-2961.

Getum við bætt efni síðunnar?