Auglýsingablað 1137. tbl. 14. árg. 6. apríl 2022.
Auglýsingablaðið um páskana
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 mánudaginn 11. apríl fyrir blaðið sem dreift verður daginn eftir.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 þriðjudaginn 18. apríl fyrir blaðið sem dreift verður föstudaginn 22. apríl.
Auglýsingar sendist á esveit@esveit.is, hámarksstærð auglýsinga er 100 orð. Sjá nánar á https://www.esveit.is/is/mannlif/menning-og-listir/auglysingabladid
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 8. apríl. Þá er opið frá kl. 14:00-16:00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 19. apríl.
Minnum annars á opnunartíma safnsins:
Þriðjudagar frá 14:00-17:00.
Miðvikudagar frá 14:00-17:00.
Fimmtudagar frá 14:00-18:00.
Föstudagar frá 14:00-16:00
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
Helgihald í Eyjafjarðarsveit um páskana:
Pálmasunnudagur 10. apríl kl. 11:00 - helgistund í Saurbæjarkirkju
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista.
Prestur Jóhanna Gísladóttir.
Föstudagurinn langi 15. apríl kl. 20:00 - helgistund í Munkaþverárkirkju
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista.
Prestur Jóhanna Gísladóttir.
Páskadagur 17. apríl kl. 11:00 - hátíðarmessa í Grundarkirkju
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista.
Prestur Jóhanna Gísladóttir. Meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.
Páskadagur 17. apríl kl. 13:30 - hátíðarmessa í Kaupangskirkju
Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista.
Prestur Jóhanna Gísladóttir. Meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.
Verið velkomin í kirkjuna!
Matvælastofnun óskar eftir tilkynningum um villta dauða fugla
Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveitarfélaginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis. Hertar sóttvarnarreglur fyrir alifugla og aðra fugla í haldi hafa tekið gildi.
Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is.
Leiguhúsnæði óskast
Fjölskylda með tvö börn óskar eftir leiguhúsnæði í Eyjafjarðarsveit frá og með vorinu/sumrinu. Ákjósanleg stærð er 3 svefnherbergi en við skoðum allt sem er í boði. Erum reyklaus, reglusöm og eigum ekki gæludýr. Jakobína Ósk og Steingrímur Róbert. Sími: 772-0385 / netfang: jakobinaosk@gmail.com.
Árshátíð miðstigs 2022 – í kvöld 6. apríl
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:00.
Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stuttan söngleik byggðan á Disney kvikmyndinni Encanto um hina töfrandi fjölskyldu Madrigal þar sem allir fjölskyldumeðlimir búa yfir einhverri sérstakri gáfu.
Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og einnig verður sjoppa á staðnum. Síðan verður stiginn dans undir tónlist sem nemendur á miðstigi hafa valið af kostgæfni.
Skemmtuninni lýkur kl. 21:00. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri (aðra en sýnendur) og frítt fyrir þá sem yngri eru. Allur ágóði fer í sjóð sem greiðir niður lyftugjöld í skíðaferðum og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Athugið að ekki er posi á staðnum.
Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla.
Freyvangsleikhúsið – afmæli og Kardemommubærinn
Þann 9. apríl 1962 var Leikfélag Öngulsstaðahrepps stofnað og verður því
fagnað með opnu húsi í Freyvangi föstudaginn 8. apríl kl. 8:00.
Hver man ekki leikritin Svefnlausi brúðguminn Pétur kemur heim á Leynimel 13? Kviksandur og Hitabylgja á Tobacco Road? Gimbill og Dúnunginn í Villta Vestrinu? Káinn með Vífið í lúkunum í Kvennaskólaævintýrinu? Ronja og Emil í Vínlandi í Bannað börnum? Messías Mannssonur í Himnaríki?
Leikskrár, myndir, munir og minningar – kaffi og kaka í boði og barinn opinn fyrir þá sem vilja – allir velkomnir.
Kardemommubærinn heldur sínu striki í apríl, sýningar laugardaga og sunnudaga, páskasýningar komnar í sölu.
Miðasala á tix.is og í síma 857-5598.
Hlökkum til að sjá ykkur!