Húllumhæ á Handverkshátíð
í tengslum við handverkshátíðina verður félag
ungra bænda á Norðurlandi, FUBN, með kálfateymingu þar sem börn 12 ára og yngri teyma sína eigin kálfa sem þurfa að vera á
aldrinum 1/2 - 3 mánaða. það er því tilvalið fyrir þau börn sem hafa áhuga að fara að þjálfa upp kálfa og gera
þá bandvana.
Fyrir fullorðna 17 ára og eldri verður keppt í dráttavélaþraut og svo fer fram forkeppni í keppninni Ungi bóndi ársins, 18 - 35
ára aldurstakmark.
áhugasamir skrái sig hjá Indu í síma 897-6098 eða á netfangið nordur@ungurbondi.is.
Frekari upplýsingar á heimasíðu ungra bænda, ungurbondi.is undir dálknum áhugavert.
Sjáumst á Handverkshátíð
FUBN
Opnunartími Smámunasafnsins
Smámunasafnið er opið alla daga milli kl. 13 og 18. Fjölbreytt úrval minjagripa,
alltaf eitthvað nýtt í Antikhorninu, ískaldur ís frá Holtseli, rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur. Ath. hægt er að
kaupa aðgöngumiða sem gildir í eitt ár, kostar á við tvo aðgöngumiða. Verið velkomin í óvenjulega heimsókn.
Starfsfólk Smámunasafnsins
Til sölu Heitur Pottur
þetta er fimm ára rafmagnspottur sem þarfnast viðgerðar og fæst fyrir sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 862-9095 eða eg72@simnet.is
Einar Geirsson