Auglýsingablaðið

700. TBL 15. október 2013 kl. 09:12 - 09:12 Eldri-fundur

Hrossasmölun og hrossaréttir 2013
Hrossasmölun verður föstudaginn 11. október og hrossaréttir laugardaginn 12. október sem hér segir: þverárrétt hefst kl. 10:00 og Melgerðismelarétt kl. 13:00.
Gangnaseðlar verða sendir þeim sem lagt er á og einnig birtir á netinu.
Fjallskilanefnd

 

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.

Bókasafnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

 

Hrútasýning Fjárræktarfélags öngulsstaðarhrepps – á morgun!
Hin árlega hrútasýning fjárræktarfélags öngulsstaðahrepps verður haldin á Svertingsstöðum föstudagskvöldið 4. okt. klukkan 20:30. Keppt verður í flokki veturgamalla hrúta og flokki lambhrúta.
Hvetjum alla til að mæta og sjá flotta hrúta og hafa gaman.
P.s. Ekki má koma með lambhrúta sem eru kreyptir utan sveitar.
Stjórnin

 

Kjördæmisþing 5. og 6. október
þeir félagar í Framsóknarfélagi Eyjafjarðarsveitar, sem vilja fara á Kjördæmisþing sem haldið verður á Akureyri þann 5. og 6. október, geta haft samband við Helga í síma 862-3800, Loga í síma 694-8989 eða Ketil í síma 864-0258, fyrir 4. október.
Stjórn Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar

 

Sundæfingar hjá Samherjum
í stundaskrá Samherja, sem send var út með síðasta sveitapósti, var sundtími á miðvikudögum ekki rétt skráður. Rétt tímasetning á sundtímum Höfrunga á miðvikudögum er á milli kl. 16:00 og 17:00 (ekki 18:00-19:00). Rétta útgáfu af stundaskrá má nálgast á heimasíðu Samherja (http://www.samherjar.is/). Vegna starfsdaga í Hrafnagilsskóla falla niður boltatímar og frjálsar á fimmtudag og föstudag (3. og 4. október). Aðrar greinar verða skv. stundarskrá.
Stjórnin


Aldan-Voröld
Haustfundur kvenfélagsins verður haldinn fimmtudaginn 10. október kl. 20:00 í Félagsborg. Vetrarstarfið rætt og allar hugmyndir vel þegnar.
Sjáumst hressar og glaðar.
Stjórnin

 

Iðunn heldur „haustfundinn“           þann 12. okt við örkum inn
-höfum af því gaman.                                    klukkan átta´ að kveldi.
í Skjaldarvík, í þetta sinn                               Með góða skapið, koss á kinn
við hittumst allar saman.                               og algjört kvennaveldi ;-)   Stjórnin

 

Stóðréttir 2013 Melgerðismelum -Sölusýning
Hrossaræktarfélagið Náttfari efnir til sölusýningar á stóðréttardegi Melgerðismela, laugardaginn 12. október n.k. Tömdum hrossum verður riðið eftir sýningarbrautinni norðan við stóðréttina en ótamin tryppi verða sýnd í reiðhöllinni, Melaskjóli.
öll hross verða mynduð og upplýsingum um þau komið fyrir á vefsíðu. Skráningarverð er 1.500 kr/ótamið og 3.500 kr/reiðsýning.
Skráningar berist þorsteini á Grund á netfang thorsteinn.egilson@icloud.com þar sem fram koma upplýsingar um: nafn, uppruna, fæðingarnúmer, lit, aldur, umráðamann, stuttri lýsingu umráðamanns og verð.
Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 9. október 2013.
Stjórn Náttfara

Getum við bætt efni síðunnar?