Auglýsingablað 1221. tbl. 15. árg. 13. desember 2023.
Kæru sveitungar
Þar sem Pósturinn hættir með magnpóst þann 1. janúar nk. mun dreifing auglýsingablaðsins leggjast sjálfkrafa af. Áfram verður blaðið samt sett upp og birt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Einnig verða prentuð út nokkur eintök sem verða aðgengileg í anddyri Skólatraðar 9 og í Íþróttamiðstöðinni fyrir gesti og gangandi.
Annað verður með svo til óbreyttu sniði þ.e. auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum fyrir áðurnefnda prentaða útgáfu.
Íbúum stendur áfram til boða að senda inn sína viðburði í viðburðadagatal á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Hér er slóðin og valið er „Senda inn viðburð“ https://www.esveit.is/is/mannlif/vidburdir
Auglýsingablaðinu mun verða dreift miðvikudaginn 20. desember og síðasta blaðinu föstudaginn 29. desember.
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða karl og konu í afleysingastörf frá janúar 2024.
Nánar á vefsíðu sveitarfélagsins esveit.is.
Helgihald í Eyjafjarðarsveit yfir hátíðarnar
Aðfangadagur
Aftansöngur í Grundarkirkju kl. 22:00. Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.
Jóladagur
Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30. Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.
Annar dagur jóla
Hátíðarmessa í Hólakirkju kl. 13:00. Félagar úr Kirkjukór Grundarsóknar syngja undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur er Aðalsteinn Þorvaldsson og meðhjálpari Sveinn Rúnar Sigmundsson.
Gamlársdagur
Hátíðarguðsþjónusta í Munkaþverárkirkju kl. 11:00. Félagar úr Kirkjukór Grundarsóknar syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Magnús G. Gunnarsson og meðhjálpari Benjamín Baldursson.
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Síðasti opnunardagur fyrir jól er fimmtudagurinn 21. desember. Þá er opið frá kl. 14:00-18:00. Opið verður fimmtudaginn 28. desember milli kl. 14:00 og 18:00.
Venjulegir opnunartímar safnsins eru:
Þriðjudagar frá kl. 14.00-17.00.
Miðvikudagar frá kl. 14.00-17.00.
Fimmtudagar frá kl. 14.00-18.00.
Föstudagar frá kl. 14.00-16.00.
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.
Sjáumst á safninu, jólakveðja,
Bókavörður
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.
Sjáumst á safninu, jólakveðja, bókavörður.
Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Samveran okkar í Félagsborg þriðjudaginn 12. desember var sú síðasta á þessu ári. Við mætum svo hress og endurnærð á nýju ári þann 9. janúar.
Nýir félagar að sjálfsögðu alltaf velkomnir.
Stjórnin.
Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit
Síðustu sýningar um helgina, laugardag og sunnudag kl. 13:00.
Miðasala á tix.is og í síma 857-5598.
Jólasveinaheimsókn á aðfangadag!
Freyvangsleikhúsið og Dalbjörg eru í samstarfi við Bjúgnakrækir að heimsækja börn á aðfangadag. Heimsóknin kostar 3.000 kr. á hvert heimili.
Móttaka pakka verður í Dalborg, húsnæði Dalbjargar á Þorláksmessu kl. 18:00-21:00. Skráningarfrestur er til og með 21. desember. Upplýsingar og skráning á netfangið bjugnakraekirleppaluda@gmail.com eða í síma 780-0570.
Skógræktarfélag Eyfirðinga býður fólki að höggva sín eigin jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk næstu helgi 16.-17. desember, kl. 11:00-15:00.
Fyrir hvert selt jólatré eru gróðursett 25 ný tré! Jólatrjáasalan styrkir starf
félagsins sem annast útivistarsvæðið í Kjarnaskógi, m.a. treður þar göngustíga
og skíðaspor og sér um tíu aðra skógarreiti á Eyjafjarðarsvæðinu.
Þegar draumatréð er fundið verður hægt að orna sér við eld og fá sér ketilkaffi, kakó og piparkökur í boði félagsins. Oft skapast skemmtileg útivistarstemmning á svæðinu og heimsókn á Þelamörkina er ómissandi fyrir margar fjölskyldur í aðdraganda jóla.
Einnig er hefðbundin sala á jólatrjám, greinum og eldivið og fleiru, hjá starfsstöð félagsins í Kjarnaskógi. Opið alla daga til jóla á milli kl. 10:00-18:00.
Nánar á: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre
Ágætu sveitungar
Við viljum minna á að heimaræktuð jólatré, greinar og handverk fást á hlaðinu í Kristnesi hjá Helga og Beate.
Textadoðrantur Helga og hljóðfæraleikaranna er væntanlegur í sölu um helgina. Þar eru nokkur ágæt kvæði sem henta til húslestra um hátíðarnar.
Opið frá laugardeginum 16. desember og alla daga til jóla, klukkan 13:00-17:00.
Reiðnámskeið á Melgerðismelum
Tina Niewert ætlar að bjóða upp á reiðnámskeið á Melgerðismelum. Hugmyndin er að bjóða upp á hvað sem er, hvort sem það er fyrir byrjendur eða lengra komna, unga sem aldna. Þátttakendur fá þá aðeins að ráða ferðinni á námskeiðinu með hvað þeir vilja leggja áherslu á.
Það getur verið möguleiki að fá hesta og reiðtygi lánuð ef þörf er á.
Tímasetningar verða fundnar í samráði við þátttekendur. Ef áhugi er á námskeiði vinsamlegast sendið tölvupóst á rannveigthk@gmail.com
Karlakór Eyjafjarðar og Karlakór Akureyrar Geysir sameinast í jólatónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 17. desember kl. 17:00 og 20:00. Ívar Helgason og Helena Guðlaug Bjarnadóttir syngja með kórnum og valinn hópur listamanna leikur undir. Flutt verða klassísk jólalög ásamt öðru þekktu efni. Hátíðleikinn verður í fyrirrúmi. Stjórnendur eru Guðlaugur Viktorsson og Valmar Väljaots.
Miðaverð 6.000 kr.
Leiðisgreinar – tekið á móti pöntunum til og með 14. desember
Lionsklúbburinn Sif mun selja leiðisgreinar í desember.
Greinin kostar 2.500 kr. og rennur allur ágóði til góðgerðamála.
Við tökum á móti pöntunum til og með 14. desember;
Kristín í síma 846-2090 og á lionsklubburinnsif@gmail.com.
Skötuveisla á Þorláksmessu
Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu, í matsal Hrafnagilsskóla frá kl. 11:30 til 13:30.
Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora.
Verð er 4.500 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála.
Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.