Sleppingar á sumarbeitilönd
ástand gróðurs getur verið misjafn eftir aðstæðum á hverjum stað og búfjáreigendur bera ábyrgð á því að
ganga vel um landið og tryggja að skepnur hafi næga beit. ákveðið hefur verið að leyfa að sleppa sauðfé á sameiginleg sumarbeitilönd
frá og með 17. júní og stórgripum 23. júní.
Fjallskilanefnd
Flutningur á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð miðvikudaginn 15. júní og fimmtudaginn 16. júní n.k. Mánudaginn 20.
júní opnar skrifstofan í nýju húsnæði að Skólatröð 9 ( heimavistarhús Hrafnagilsskóla ).
Opnunartími skrifstofu verður óbreyttur þ.e. frá kl. 10 – 14. Nýtt símanúmer skrifstofu verður
463-0600.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Brotajárnssöfnun
þriðjudaginn 21. júní n.k. hefst söfnun á brotajárni og
hjólbörðum á vegum Furu ehf í Eyjafjarðarsveit. Keyrt verður heim til allra sem þess óska og vilja losa sig við hverskonar brotajárn og
hjólbarða. þeir sem óska eftir þjónustu okkar og / eða vantar frekari upplýsingar hafi samband fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 20.
júní við undirritaðan. Ath. Söfnunin er bændum og Eyjafjarðarsveit að kosnaðarlausu.
Fura ehf málmendurvinnsla Akureyri, Gunnar þ. Garðarsson síma 894-4238
Blómasala Umf. Samherja
Ungmennafélagið Samherjar þakkar veittan stuðning og góðar móttökur síðastliðna helgi þegar hin árlega blómasala
fór fram. Blómasalan er ein af mikilvægum fjáröflunum félagsins til áframhaldandi uppbyggingar og viðhalds því góða starfi
sem unnið hefur verið í gegnum tíðina.
Sölufólki öllu eru einnig færðar bestu þakkir fyrir sitt framlag og góðan ungmennafélagsanda.
því miður hafa okkur borist nokkrar athugasemdir um að blómin hafi verið léleg og skammlíf. Stjórn félagsins harmar það mjög
og mun leggja fram fyrirspurn til söluaðila.
Bestu kveðjur, stjórn Umf. Samherja
Aldan-Voröld
Vorferðin okkar verður farin sunnudaginn 19. júní. Ekinn verður hringurinn um Tröllaskaga og ýmislegt skoðað og borðað á
leiðinni.
Upplýsingar og skráning í síma: 462-1581 Sigrún, 463-1210 Lóa og 462-4659 Elva. Einnig á netfang: vigsig@simnet.is
Ferðanefndin
Opnunartími Smámunasafnsins
Smámunasafnið er opið alla daga milli kl. 13 og 18. Fjölbreytt úrval minjagripa, alltaf eitthvað nýtt í Antikhorninu, ískaldur ís frá
Holtseli, rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur. Ath. hægt er að kaupa aðgöngumiða sem gildir í eitt ár, kostar á
við tvo aðgöngumiða. Helgina 25. og 26. júní verður búvélasýning á vegum búvélasafnara við
Eyjafjörð og Flóamarkaður á vegum kvenfélagsins Hjálparinnar.
Verið velkomin í óvenjulega heimsókn, starfsfólk Smámunasafnsins
Tíska og tónlist Verksmiðjunni Hjalteyri
Mynni á Tískusýningu og tónleika Helga og
hljóðfæraleikaranna í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardagskvöldið 18. júní kl. 20.00. ókeypis inn. Gott gæti verið að
vera hlýlega klæddur.
Helgi í Kristnesi
íbúð óskast
Fjögurra manna fjölskyldu vantar íbúð til leigu í hverfinu, reglusemi og
skilvísum greiðslum heitið. Vinsamlegast hafið samband í síma 694-5524.
Helga
Einbýlishús til leigu
Til leigu 5 herbergja einbýlishús með bílskúr frá 1. júlí, ca. 10 km frá Akureyri, Asparhóll. Upplýsingar
í síma 865-4911, Kristrún