Frá Laugalandsprestakalli.
Sunnudaginn 18. október n. k. verða messur í Grundarkirkju kl.11:00 og Kaupangskirkju kl 13:30. Sr. Haukur ágústsson messar í fjarveru sr. Hannesar.
Ræðuefni: Kristilegt siðferði.
Sunnudaginn 25. október verður barnamessa í Munkaþverárkirkju kl .11:00.
Kv. Hannes.
Aldan-Voröld
Haustfundur verður haldinn á öngulsstöðum laugardaginn 24. október kl. 12:00. Súpa, kaffi og konfekt í boði gegn vægu gjaldi.
óvænt uppákoma. Nýjar félagskonur ávallt velkomnar, baksturskunnátta ekki skilyrði, bara að hafa gaman af því að vera og
vinna í góðum félagsskap.
Athugið.
Vill einhvern losna við gamla Ballerup-mastermixer hrærivél eins og húsfreyjur keyptu fyrir ca. 50 árum? Hún má vera ógangfær.
Vala og Gunnar 463 1215 / 864 0049
Til sölu rafbassi Washburn (amrískur ) í góðri tösku Vandaður gripur. Lysthafendur hringi í síma 899 7737 eftir kl 20
:00.
Sveitarstjórnarfundur
375. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 21. október 2009 og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins
má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is.
Sveitarstjóri.