Auglýsingablaðið

1196. TBL 07. júní 2023

Auglýsingablað 1196. tbl. 15. árg. 7. júní 2023.

 


Sveitarstjórnarfundur

612. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er fyrirhugaður í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, þriðjudaginn 13. júní og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins. Þetta er síðasti fundur fyrir sumarfrí.



Starfskraftur óskast
við þrif á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og Félagsborg.
Vinnutími sveigjanlegur.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600.



Sleppingar 2023

Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013, hefst beitartímabil sauðfjár 10. júní ár hvert og lýkur um göngur á haustin. Beitartímabil vegna nautgripa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 1. október sama ár. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári.
Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar.
Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
Sveitarstjóri.



Leikskólinn krummakot í Hrafnagilshverfi leitar eftir starfsfólki í framtíðarstörf

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða leiðbeinanda.
Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 36 klukkustundir á viku.
Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar.
Á Krummakoti eru 77 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu.
Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman.
Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og
mótun starfsins í nýju húsnæði.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
• Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
• Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2023.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknir skal sendist til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.

 


Eigum pottaplöntur til sölu

Aspir 110 - 130 cm. 2.500 kr. stk.
Birki, greni, reynir, fura. 2.000 kr. stk.
Slæðing af öðrum tegundum.
Erum einnig með kurl til sölu, stór sekkur á 13.000 kr.
Hægt að fá minni einingar, frábært í garðinn, beðin og stígana.
Benni s: 896-8184.




Myndlistarsýning sumarsins

Finnski listamaðurinn Tiina Rauni sýnir í Listaskálanum á Brúnum í sumar ásamt Birgi Rafni Friðrikssyni.
Sýningin verður opnuð sunnudaginn 11. júní nk. kl. 13:00.
Hægt er að fræðast meir um þau á heimasíðunni okkar https://www.brunirhorse.is undir fréttir/news.
Brunirhorse.



NYTJAMARKAÐUR
Starfsmenn Krummakots ætla að vera með allskonar til sölu; föt, dót og fl. þriðjudaginn 13. júní og miðvikudaginn 14. júní klukkan 17:00-20:00 í Laugarborg í Hrafnagilshverfi.
Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Getum við bætt efni síðunnar?