Finnur Yngvi Kristinsson er fæddur og uppalinn í Mosfellsbæ en lagði land undir fót og hefur búið í Garðabæ, Bandaríkjunum, Siglufirði og nú í Eyjafjarðarsveit. Hann er með MBA í verkefnisstjórnun úr Keller Graduate School og BS í stjórnun frá DeVry University frá Phoenix Arizona í Bandaríkjunum, menntaður iðnrekstrarfræðingur, rafmagnsiðnfræðingur og rafvirkjameistari.
Frá árinu 2009 starfaði Finnur Yngvi á Siglufirði þar sem hann leiddi ímyndaruppbyggingu, rekstur og markaðsmál Rauðku ehf. og Sigló Hótels ásamt eiginkonu sinni. Hann tók við starfi sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar í september 2018.
Finnur Yngvi er kvæntur Sigríði Maríu Róbertsdóttur og eiga þau saman þrjú börn, Róbert Orra, Yngva Stein og Klöru Dís.