Auglýsingablaðið

1083. TBL 10. mars 2021

Auglýsingablað 1083. tbl. 13. árg. 10. mars 2021.



Sveitarstjórnarfundur

562. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 18. mars og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Sumarstarf - Flokkstjóri vinnuskóla

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar.
Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst.
Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi.
Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði.

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2021.
Umsóknir sendist á esveit@esveit.is eða í bréfpósti á Eyjafjarðarsveit, Skólatröð 9, 605 Akureyri.



Frá Munkaþverársókn – fundurinn er í kvöld miðvikudaginn 10. mars

Við viljum minna á áður auglýstan aðalsafnaðarfund Munkaþverársóknar þann 10. mars kl. 20:00 að Rifkelsstöðum 2. Auk aðalfundarstarfa verður tekin ákvörðun um sameiningu sókna.
Sóknarnefnd.



Iðunnarkvöld

Miðvikudaginn 17. mars nk. kl. 20:00 verður Iðunnarkvöld í fundarherberginu í Laugarborg. Nýjar konur velkomnar.
3. flokkur kvenfélagsins Iðunnar.



Kvenfélagið Hjálpin

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Sólgarði miðvikudaginn 24. mars kl. 20:00.
Venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá.
Áhugasamar velkomnar að koma og kynna sér starfsemina.
Hlökkum til að sjá ykkur, stjórnin.

 


Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar
verður haldinn miðvikudagskvöldið 24.03. kl. 20:30. í Víðigerði.
Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig verður lögð fram tillaga um að Grundarsókn sameinist öðrum sóknum í sveitinni. Sóknarbörn hvött til að mæta.
Sóknarnefndinn.



Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa
verður haldinn í Funaborg þann
25. mars kl. 20:30. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig verða skoðuð tilboð í flíkur til kaups með merkingum Funa.

Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.


Holtsels Hnoss auglýsir eftir stafsfólki
Óskum eftir að ráða sumarstarfskraft í hlutastarf við ísgerð og afgreiðslu í ísbúð frá 1. júní. Um er að ræða helgarvinnu og hálfan daginn virka daga.
Viðkomandi þarf að vera stundvís, heiðarlegur og snyrtilegur.
Reynsla af afgreiðslustörfum kostur, hæfni í mannlegum samskiptum skilyrði.
Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á arnamjoll@holtsel.is fyrir 20. mars.

 

Getum við bætt efni síðunnar?